Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2017, fimmtudaginn 14. september var haldinn 315. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sunna Snædal, Sverrir Bollason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson. Áheyrnarfulltrúi var: Rakel Dögg Óskarsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning sviðsstjóra á starfi velferðarsviðs á milli funda velferðarráðs.
2. Fram fer kynning á drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2018.
3. Fram fer kynning á stefnu um frístundaþjónustu í Reykjavík til 2025. Jafnframt lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. sept. 2017, þess efnis að borgarstjórn samþykki að vísa frístundastefnunni til kynningar í fagráðum Reykjavíkurborgar.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu.
- Kl. 14.47 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata:
Lagt er til að farið verði í tilraunaverkefni með að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða, annars vegar í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrún. Leigan væri án þjónustugjalda og hússjóðs gegn 40 tíma vinnuframlagi á mánuði sem greitt verði fyrir. Óskað er eftir að velferðarsvið formi tillögu um hvaða verkefnum háskólanemar gætu sinnt og hvernig forma megi leigusamning með þessum skilyrðum. Svona fyrirkomulag hefur reynst vel erlendis, skapað vettvang til samskipta kynslóða og auðveldað ráðningar í stuðningsþjónustu við aldraða.
Frestað.
5. Fram fer kynning uppgjör velferðarsviðs fyrir tímabilið janúar til júní 2017.
Jenný Stefanía Jensdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lagt fram að nýju minnisblað um stöðu tilraunaverkefnis um starfsemi þriggja búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga, dags. 9. ágúst 2017, sbr. lið 16 úr fundargerð velferðarráðs frá 17. ágúst 2017, ásamt fylgigögnum.
7. Fram fer kynning á viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda í þremur búsetukjörnum frá apríl 2017, sbr. lið 17 úr fundargerð velferðarráðs frá 17. ágúst 2017.
- Kl. 15.45 víkur Ilmur Kristjánsdóttir af fundi og Heiða Björg Hilmisdóttir tekur þar sæti.
Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Velferðarráð fagnar því frumkvöðlastarfi sem innleiðing á aðferðafræði þjónandi leiðsagnar hefur haft í för með sér. Viðhorf notenda er mikilvægt og því er gleðilegt að farnar hafi verið nýjar leiðir til að ná þeim fram.
Tinna Björg Sigurðardóttir, verkefnastjóri í deild gæða og rannsókna, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Velferðarráð samþykkir að breyta reglum um beingreiðslusamninga á þann hátt að gert sé ráð fyrir umsýslukostnaði á sama hátt og gert er með NPA samninga. Ljóst er að talsverður kostnaður hlýst af umsýslu ef um mikla þjónustu er að ræða og ástæða er til að tekið sé tillit til hans. Einnig verði reglum um beingreiðslusamninga breytt með hliðjón af reglum um NPA á þann hátt að gert verði ráð fyrir útlögðum kostnaði sem hlýst af því að aðstoðarmaður fylgir notanda í lífi og starfi. Velferðarsviði verði falið að útfæra tillögu að breytingum á reglunum.
Frestað.
9. Lögð fram tillaga að breytingu á 23. og 25. gr. reglna um fjárhagsaðstoð varðandi hækkun á hámarki styrks/láns til tryggingar húsaleigu), dags. 4. september 2017.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, ásamt greinargerð:
Lagt er til að málsgreinin í 23. gr. sem hljóðar svo: "Aðstoð á grundvelli þessarar greinar að er hámarki veitt einu sinni á ári. " verði breytt á eftirfarandi hátt: "Aðstoð á grundvelli þessarar greinar að er hámarki veitt einu sinni.".
Breytingartillagan felld með fjórum atkvæðum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 16.25
Heiða Björk Hilmisdóttir (sign) Sunna Snædal (sign)
Sverrir Bollason (sign) Kristín Elfa Gunnarsdóttir (sign)
Áslaug Friðriksdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)