Velferðarráð - Fundur nr. 309

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 4.maí var haldinn 309. fundur s og hófst hann kl. 13.07 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Örn Þórðarson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Regína Ásvaldsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

2. Lagðar fram tillögur til breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, ásamt bréfi borgarráðs, dags 28. apríl 2017.

- Kl. 13.50 taka Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. og Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Félagsbústaða hf. sæti á fundinum.

- Börkur Gunnarsson  sæti á fundinum og Örn Þórðarson víkur þar sæti kl.14:07.

Frestað.

Jón Viðar Pálmason deildarstjóri og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum.

3. Lögð fram að nýju tillaga um hækkun leiguverðs Félagsbústaða um 5% umfram hækkun vegna vísitölu og verðbólgu, ásamt fylgigögnum.

- Kl. 14.20 víkur Líf Magneudóttir af fundinum og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur þar sæti.

- Kl. 14.53 víkja Jón Viðar Pálmason, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, Auðun Freyr Ingvarsson og Kristín Guðmundsdóttir.

Frestað.

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. og Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Félagsbústaða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram svar skrifstofu þjónustu heim, dags. 25. apríl 2017, við fyrirspurn frá fundi velferðarráðs þann 2. mars 2017 um breytingu á reglum um beingreiðslusamninga.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarsviði er falið að gera samanburð á launagreiðslum til starfsfólks sem sinnir stuðningsþjónustu hvort sem er í gegnum beingreiðslusamninga eða ekki milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er óskað eftir mati á áhrifum þess að fella úr gildi ákvæði 2. mgr. 8. gr. reglna um stuðningsþjónustu um að beingreiðslusamningar séu einungis gerir ef velferðarsvið Reykjavíkurborgar getur ekki veitt nauðsynlega þjónustu með viðunandi hætti, svo sem þegar þjónusta er mjög sérhæfð, veitt utan hefðbundins vinnutíma eða í stuttan tíma í senn. Þá er einnig óskað eftir mati á áhrifum þess ef felld yrðu niður ákvæði 5. töluliðar 2. mgr.9. gr. reglnanna sem varða lágmarksfjölda klukkustunda. Teknar verði saman tölfræðilegar upplýsingar um hver hópurinn er sem fær eða er á bið eftir stuðningsþjónustu, s.s. fjöldi, aldur, búseta og fötlun. Óskað er eftir upplýsingum um kosti og galla þess að mat á stuðningsþjónustuþörf verði gert miðlægt. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig 150 milljónum kr., sem bætt var inn í ramma velferðarsviðs fyrir árið 2016 til að mæta biðlista eftir stuðningsþjónustu, var varið.

Að síðustu er óskað eftir ítarlegri upplýsingum um hvað valdi því að erfiðlega gengur að fá starfsfólk í þjónustu.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu.

5. Fram fer kynning á rafrænni þjónustumiðstöð og Smart City.

Kristinn Jón Ólafsson, Þröstur Sigurðsson deildarstjóri og Edda Jónsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Fram fer kynning á Bataskólanum.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð fagnar stofnun Bataskóla (Recovery College) í Reykjavík. Skólinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Geðhjálpar, Landspítala- háskólasjúkrahúss og háskólasamfélagsins. Skólinn verður byggður upp að breskri fyrirmynd. Borgarráð hefur samþykkt að leggja fjármagn og húsnæði til Bataskólans næstu þrjú árin. Starf skólans er mótað í samvinnu notenda og sérfræðinga á jafningjagrundvelli. Bataskólar hafa skilað frábærum árangri í Bretlandi, sem dæmi þá  halda um 70% nemenda við bataskólann í Nottingham áfram í námi, taka að sér sjálfboðaliðastörf eða hefja störf á vinnumarkaði að námi loknu. Bataskólinn tekur til starfa á árinu 2017 og verður mikilvæg viðbót við fjölbreytta flóru úrræða fyrir fólk sem tekst á við geðrænar áskoranir í Reykjavík.

Þorsteinn Guðmundsson og Esther Ágústsdóttir, verkefnisstjórar hjá Bataskólanum, taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna starfsemi Bataskólans.

7. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að velferðarráð vísi þeim tilmælum til umhverfis- og skipulagsráðs að öllum ákvörðunum vegna áforma um öryggisheimili í Stjörnugróf verði frestað þar til fyrir liggur hvað felst í þeirri þjónustu samkvæmt lögum eða að opinber skilgreining á úrræðinu og þeirri þjónustu sem því fylgir liggi fyrir með öðrum hætti. Tekið er undir þá gagnrýni íbúa að ekki er nógu gott að borgin noti hugtakið “styrkt búseta” á einu sviði meðan “öryggisheimili” er notað á öðru.

Málinu er frestað.

8. Lagðar fram upplýsingar frá skrifstofu sviðsstjóra um afgreiðslutíma tillagna og fyrirspurna frá fulltrúum velferðarráðs fyrir árið 2016.

9. Lagt fram svar skrifstofu þjónustu heim, dags. 25. apríl 2017, við fyrirspurn frá fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 6. apríl 2017 vegna Seljahlíðar.

10. Lagður fram til kynningar viðauki við samning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og SÁÁ um áframhaldandi rekstur á búsetuúrræðinu Vin, dags. 25. apríl 2017.

11. Lögð fram ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugabakka 2017.

Fundi slitið kl. 17.00

Ilmur Kristjánsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign)  Gréta Björg Egilsdóttir (sign)