Velferðarráð - Fundur nr. 307

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 16.mars var haldinn 307. fundur s og hófst hann kl. 13.03 að Borgartúni 12-14. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir.Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Regína Ásvaldsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Birna Sigurðardóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfinu á velferðarsviði á  milli funda velferðarráðs.

2. Fram fer kynning á ferðaþjónusta fatlaðs fólks og samráði við þjónustuhóp þess. fólks.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri, Haraldur Sigþórsson, fulltrúi Sjálfsbjargar, Þórhildur Garðarsdóttir, fulltrúi Þroskahjálpar, Erlendur Pálsson, fulltrúi Strætó bs., sviðsstjóri farþegaþjónustu, Ottó Sverrisson, fulltrúi verktaka taka sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina þakka þjónustuhópi ferðaþjónustu fatlaðs fólks fyrir gagnlegar upplýsingar og þeirra sýn á þjónustuna sem mun gagnast við endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu. Það er ánægjuefni að sjá að þrátt fyrir að margt megi betur fara er upplifun af þjónustunni almennt betri nú en fyrir breytingar. Stundvísi bíla er 97% innan uppgefinna tímamarka og almenn ánægja er með samskipti notenda við bílstjóra. Velferðarráð ítrekar mikilvægi þess að endurskoðun á reglum verði unnin í nánu samstarfi við þjónustuhópinn og að drög verði send hagsmunasamtökum til umsagnar áður en endanleg ákvörðun er tekin um breytingar á reglum.

3. Lagðar fram aðgerðaráætlanir þjónustumiðstöðva um útfærslu þjónustu þannig að hægt verði að koma enn betur til móts við fátækar barnafjölskyldur sbr. bókun velferðarráðs frá 1. desember 2016.

Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar  Laugardals og Háaleitis, Sólveig Reynisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar  Árbæjar og Grafarholts og Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar fyrir kynningu á aðgerðaráætlun þjónustumiðstöðva um hvernig útfæra megi þjónustu til að koma betur til móts við fátækar barnafjölskyldur. Mikilvægt er að skilgreina hópinn og nýta þau úrræði sem þegar eru til staðar og samræma þjónustu. Velferðarráð leggur til að í kjölfarið fari fram heildstæð rýning á börnum þeirra sem hafa haft fjárhagsaðstoð til framfærslu í lengur en 6 mánuði. Kanna hvaða þjónustu þau börn eru að fá og hverju megi bæta við miðað við núverandi reglur og úrræði. Velferðarráð fagnar þessum verkefnum og óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu þeirra.

4. Lagt fram minnisblað, dags. 3.febrúar 2017, um lækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar til framfærslu samkvæmt 3.gr. reglna um fjárhagsaðstoð á árinu 2016.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata, og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun:

Í minnisblaði um lækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar til framfærslu á árinu 2016 kemur fram að alls voru 56 börn á framfæri 34 foreldra sem fengu lækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar. Á árinu 2015 var alls um að ræða 61 barn á framfæri 41 foreldris. Hlutfall foreldra með börn á framfæri sem fá skerðingu á grunnfjárhæð tvöfaldast næstum milli áranna 2015-2016 eða úr 12% í 22% hópsins sem fær lækkun á grunnfjárhæð. Ljóst er að foreldrar bera ábyrgð á framfærslu barna sinna óháð félagslegri stöðu. Velferðarráð óskar í ljósi þessara upplýsinga eftir frekari rýningu á ástæðum og tímalengd lækkun grunnfjárhæðar til notenda fjárhagsaðstoðar með börn á framfæri.

5. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til febrúar 2017.

6. Lagt fram svar, dags. 27. febrúar 2017, við fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs þann 2. febrúar 2017 um líkamsræktarstyrki og önnur hlunnindi starfsmanna.

7. Lagt fram svar dags. 7. mars 2017 við fyrirspurn frá fundi velferðarráðs þann 2. mars 2017 frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, þar sem óskað er eftir upplýsingum um afskriftir á lánum til notenda.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram yfirlit erindisbréfa starfshópa á velferðarsviði fyrir árið 2016.

Deildarstjóri á skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

9. Lögð fram að nýju hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík um fæðingarorlof.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar Guðrúnu Harðardóttur fyrir tillögu sem hún setti fram á   samráðsvefnum Betri Reykjavík í lok janúar sl. og snýr að stuðningi við fólk í fæðingarorlofi. Þrátt fyrir góðan vilja tillöguflytjanda getur velferðarráð ekki fallist á tillöguna. Fæðingarorlof foreldra varir í skamman tíma öfugt við aðstæður öryrkja og eldri borgara sem njóta nú ákveðinna hlunninda sem part af virkniúrræðum borgarinnar. Nú þegar stendur þeim borgarbúum sem standa fjárhags- og/eða félagslega höllum fæti aðstoð í ólíku formi sem gildir einnig um þá foreldra í fæðingarorlofi sem ekki ná endum saman. Að auki telur velferðarráð ljóst að gera verði breytingar á löggjöf um fæðingarorlof og hækka þak á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði til að koma til móts við foreldra og þá tekjuskerðingu sem fylgir töku fæðingarorlofs

10. Lagt fram að nýju minnisblað, dags. 21. febrúar 2017, um þörf fyrir eflingu heimahjúkrunar og uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík, ásamt fylgigögnum.

Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim og Þórhildur Egilsdóttir, deildarstjóri taka sæti á fundinum og gera grein fyrir málinu.

Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Í skýrslu Hagfræðideildar Háskóla Íslands um samfélagslegan kostnað vegna fráflæðisvanda Landspítala frá árinu 2016 kemur fram að beinn og óbeinn kostnaður vegna einstaklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum og bíða í dýrum sjúkrahúsplássum eftir viðunandi þjónustu var samtals um 4.5 milljarðar króna á árinu 2015. Þegar kostnaður við að hafa sjúklinga inniliggjandi á deildum Landspítala í bið eftir hjúkrunarrými er dregin frá kostnaði þessara sömu sjúklinga á hjúkrunarheimili, fæst samfélagslegur kostnaður upp á 3,4 milljarða króna.Frá því að Reykjavíkurborg tók við rekstri heimahjúkrunar árið 2009 hefur framlag til þjónustunnar nánast staðið í stað. Starfsmönnum hefur einungis fjölgað um tvö stöðugildi á árunum 2009 – 2015 á meðan fjöldi skjólstæðinga heimahjúkrunar aukist úr 1.884 árið 2009 í 2.387 árið 2015. Samningur milli ríkis og Reykjavíkurbogar um heimahjúkrun kostar ríkið um 1.4 milljarð á ársgrundvelli árið 2017 og fyrir það fé er verið að þjónusta um 2.400 einstaklinga. Með því að veita auknu fjármagni í heimahjúkrun og heimaþjónustu væri hægt að þjónusta fleiri og veita mun sérhæfðari þjónustu með mun hagkvæmari hætti. Ljóst er að með breyttu fyrirkomulagi og auknu fjármagni í heimahjúkrun er hægt að spara umtalsvert í heilbrigðiskerfinu.

11. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 2. mars 2017, til heilbrigðisráðherra vegna fráflæðisvanda Landspítala-háskólasjúkrahúss, mögulegrar aðkomu Reykjavíkurborgar og uppbyggingar hjúkrunarheimila, ásamt fylgigögnum.

12. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags.8. mars 2017, vegna breytingar á varamanni í velferðarráði.

- Kl. 16.27 víkur Magnús Már Guðmundsson af fundinum.

Fundi slitið kl 16.35.

Ilmur Kristjánsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)

Börkur Gunnarsson (sign) Gréta Björg Egilsdóttir  (sign)