Velferðarráð - Fundur nr. 306

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2017, fimmtudaginn 2. mars var haldinn 306. fundur s og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Birna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um starfi á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

2. Lögð fram drög að erindisbréfi, dags. febrúar 2017, vegna stefnu í málefnum eldri borgara.

Samþykkt að tilnefna Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Magnús Má Guðmundsson, Grétu Björgu Egilsdóttur í starfshóp um málefnið.

3. Lagt fram minnisblað, dags. 7. febrúar 2017, um kosti og galla þess að gera stuðningsþjónustu að bundnum lið.

Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Velferðarráð felur velferðarsviði að fara í greiningu á því hversu margir einstaklingar sem eru á biðlista eftir stuðningsþjónustu muni geta nýtt sér það að reglum um beingreiðslusamninga verði breytt í þá veru að fleiri geti nýtt sér þá, þ.e þrátt fyrir að hafa minni þjónustuþörf. Þannig væri hugsanlega hægt að létta á biðlistunum eftir stuðningsþjónustu og fleiri hefðu tryggða þjónustu.

4. Lögð fram greining, dags. 29. nóvember 2016, á þeim sem gist hafa í Gistiskýlinu frá janúar til ágúst 2016.

5. Lagt fram minnisblað, dags. 24. febrúar 2017, vegna áætlunar um breytingu á skipulagi og framkvæmd þjónustu við utangarðsfólk, ásamt fylgigögnum.

Sigþrúður Erla Arnardóttir og Halldór Júlíusson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundinum kl. 14.20.

Velferðarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar starfsfólki þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða góða og ítarlega áætlun á breyttu skipulagi og framkvæmd þjónustu við utangarðsfólk. Áætlunin er unnin í samræmi við stefnu í málefnum utangarðsfólks 2014-18. Samantekt á notkun gistiskýlisins sýnir að um 18% gestanna nýta 70% af öllum gistinóttum á því tímabili sem mælingin var gerð. Eðlilegt þykir því að þeim sem nýta gistiskýlið sem fast heimili verði fundinn viðunandi búseta með stuðningi enda er gistiskýlið hugsað sem neyðarúrræði til skemmri tíma.Velferðarráð vill að kannaðir verði kostir og gallar þess að nýtt neyðarskýli verði fundið fyrir karla og skoðað verði hvernig Lindargata 48 muni nýtast best, hvort sem er sem nýtt búsetuúrræði eða undir aðra starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar. Ráðið leggur áherslu á að skoðað verði áfram hvernig tryggja megi sambærilega þjónustu við konur jafnt og karla þó ólíkar aðstæður hópanna kunni að kalla á ólíkar nálganir í þjónustu. Einnig leggur velferðarráð að þörf fyrir dagþjónustuúrræði verði könnuð nánar. Mikilvægt er að árangur sé metin eins og fram kemur með sjálfsmati á líðan með spurningalistum.

6. Lagt fram minnisblað, dags. 21. febrúar 2017, um stöðu vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

Guðmundur Sigmarsson og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum kl. 14.40 og gera grein fyrir málinu.

7. Lagt fram minnisblað, dags. 21. febrúar 2017, vegna tölfræðigreiningar varðandi sérstakan húsnæðisstuðning.

Guðmundur Sigmarsson og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 15.00 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundi.

8. Lagður fram og kynntur rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila, dags. 6. september 2016, ásamt kröfulýsingu fyrir hjúkrunarrými og dagdvalarrými frá september 2016.

Margrét Á. Ósvaldsdóttir forstöðumaður í Seljahlíð og Ingibjörg Ólafsdóttir, forstöðumaður á Droplaugarstöðum, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Lagt fram minnisblað dags. 21. febrúar 2017 um þörf fyrir eflingu heimahjúkrunar og uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík, ásamt fylgigögnum.

Frestað.

10. Lagðar fram að nýju lykiltölur fyrir tímabilið janúar til desember 2016

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi bókun:

Ljóst er að ekkert gengur að fækka á biðlista etir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg en fjöldi á biðlista hefur aukist um 20,9 % frá 2. febrúar 2016 til 2. febrúar 2017. En vegna mikillar eftirspurnar og ónægs framboðs á íbúðum miðsvæðis í höfuðborginni hefur fasteignaverð hækkað og erfiðara er fyrir fólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þar af leiðandi hefur sú stefna borgarinnar að draga úr lóðarframboði á jaðarsvæðum ekki verið til þess gerð að hafa jákvæð áhrif á markaðinn og síst til þess fallin að auka kaup Félagsbústaða á íbúðum.

11. Lögð fram uppbyggingaráætlun í sértækum húsnæðisúrræðum, dags. 20. febrúar 2017, ásamt fylgigögnum.

Vísað til borgarráðs.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Ólafía Magnea Hinriksdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar fyrir minnisblað um stöðu á uppbyggingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir sértæk húsnæðisúrræði. Ljóst er að góð greiningarvinna er nauðsynleg til þess að hægt sé að gera raunhæfa langtímaáætlun í þessum málum. Mikil þörf var á uppbyggingu í þessum málaflokki þegar hann kom yfir frá ríkinu árið 2011 og ljóst er að þörf er á miklu fjármagni til uppyggingar og reksturs sértækra húsnæðisúrræða næstu misseri. Ljóst er að til þess að mæta uppsafnaðri þörf sem og nýliðun þarf að mæta þörfum fólks sem þarf á stuðningi við búsetu sína að halda með fjölbreyttum leiðum. Efla þarf möguleika fatlaðs fólks sjálfstæðrar búsetu með því m.a að gefa fólki tækifæri á sjálfstæðri búsetu og efla stuðning inn á heimili fólks. Einnig er ljóst að stjórnvöld þurfa að innleiða NPA sem framtíðar þjónustuforms hér á landi. Við þá vinnu ber að hafa til hliðsjónar. Stefna Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum sem og skýrslu starfshóps um þjónustu út frá kjarna.

12. Lagt fram minnisblað um eftirlit með gæðum í framkvæmd þjónustu velferðarsviðs, dags. 21. febrúar 2017, samkvæmt fyrirspurn frá velferðarráði þann 16. febrúar 2017.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Velferðarráð þakkar velferðarsviði fyrir skjót og góð viðbrögð við fyrirspurn um eftirlit með þjónustu sviðsins í kjölfar skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli. Kröfulýsingar eru ein mikilvæg forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit svo allir viti hvaða kröfur eru gerðar til þeirra og eftirlit með því að þær kröfur séu uppfylltar verður að fylgja. Eins og fram kemur í minniblaðinu þarf einnig þarf að efla þann þátt að rýnt sé í niðurstöður úttekta, rannsókna og samantekta og nýta þær með tilliti til nýsköpunar og þróunar til að auka gæði þjónustunnar. Í samantekt kemur fram að ýmislegt megi bæta og vert er að skoða þær ábendingar betur.

Erla Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum.

13. Hugmynd frá samráðsvef Betri Reykjavík – Fæðingarorlof.

Frestað.

14. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. febrúar 2017, vegna breytingar á varaáheyrnarfulltrúa í velferðarráði.

15. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina óskar eftir upplýsingum um það þegar Velferðarsvið ákveður að veita skjólstæðingum sínum lán, hversu hátt hlutfall þeirra er afskrifað eftir fjögur ár og um hve háar upphæðir er að ræða að meðaltali á ári síðustu þrjú ár?

Fundi slitið kl.15.55

Ilmur Kristjánsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)