No translated content text
Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2017, fimmtudaginn 12. janúar, var haldinn 302. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:08 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir Áslaug María Friðriksdóttir og Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Aðalbjörg Traustadóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Stefán Eiríksson og Bára Sigurjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
- Kristjana Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 13:12.
2. Lögð fram að nýju tillaga, dags. 29. nóvember 2016, um breytingar á þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum.
Samþykkt að þjónustugjöld í þjónustuíbúðum byggist á samræmdum þjónustugrunni sem fela í sér 1,3 stuðul í hjónaíbúðum og 77% í niðurgreiðsluhlutfall.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallavina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
3. Lagt fram minnisblað, dags. 3. janúar 2017, vegna tillögu velferðarráðs þann 17. nóvember 2016 um að sviðið reikni út mögulegan kostnað sem verða myndi við breytingu á reglum um beingreiðslusamninga.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Í aðgerðaráætlun með stefnu Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk á heimilunum sínum 2013-2024 er mikilvægi sveigjanleika í þjónustu við fatlað fólk ávarpað. Mikilvægt er að viðurkenna ólíkar þarfir notenda og laga þjónustukerfi borgarinnar að mismunandi aðstæðum fólks. Velferðarráð felur velferðarsviði að útfæra tillögu að tilraunaverkefni í samræmi við aðgerðaráætlunina sem miðar að sveigjanlegri þjónustutilboðum við upphaf fullorðinsára fatlaðra ungmenna sem hafa þörf fyrir þjónustu allan sólarhringinn. Jafnframt er óskað eftir því að verkefnið verði árangursmetið með tilliti til líðan ungmenna og foreldra.
4. Lagðar fram að nýju tillögur starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs fyrir árið 2017, ásamt minnisblaði skrifstofu sviðsstjóra, dags. 30. nóvember 2016, með yfirliti yfir þjónustusamninga sem bundnir eru til þriggja ára. Jafnframt lagt fram minnisblað, dags. 29. desember 2016, um styrki vegna þjónustu við geðfatlað fólk á árinu 2016.
Styrkumsókn Hjálpræðishersins er frestað.
Tillögurnar voru samþykktar með áorðnum breytingum.
Heiða Björg Hilmisdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
- Börkur Gunnarsson tekur sæti á fundinum kl. 14:15.
5. Lagt fram minnisblað, dags. 4. janúar 2017, vegna breytinga á skipuriti velverðarsviðs, ásamt fylgigagni.
6. Lagt fram minnisblað, dags. 2. janúar 2017, um yfirlit yfir brottfall úr Kvennasmiðju, Karlasmiðju og Grettistaki á tímabilinu 2010-2015 og niðurstöður rannsókna og úttektar.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð felur velferðarsviði að skoða nánar hvaða þættir það eru sem hafa helst áhrif á brottfall úr Kvennasmiðju, Karlasmiðju og Grettistaki.
Erla Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
7. Lagt fram minnisblað, dags. 29. desember 2016, greining og þróun vegna fjárhags-aðstoðar til framfærslu.
8. Lagður fram til kynningar samningur, dags. 29. desember 2016, milli Sjúkratrygginga Íslands og velferðarsviðs um rekstur þriggja sérhæfðra hjúkrunarrýma á Droplaugarstöðum.
9. Lagt fram bréf til velferðarráðuneytis, dags. 27. október 2016, vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila í Reykjavík ásamt bréfi frá borgarstjóra Reykjavíkur, dags. 29. júlí 2015, til heilbrigðisráðherra um uppbyggingu hjúkrunarheimila í Reykjavík.
10. Lögð fram stöðuskýrsla velferðarvaktarinnar 2014-2016.
11. Fram fer kynning frá Vinnumálastofnun - Atvinnumál fólks með skerta starfsgetu.
Katrín Þórdís Jacobsen, Ragnheiður Hergeirsdóttir og Elín Hallsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
12. Lagt fram minnisblað, dags. 3. janúar 2017, kostnaðargreind uppbyggingaráætlun í vinnumiðaðri stoðþjónustu fyrir fatlað fólk.
Frestað.
13. Lagðar fram lykiltölur janúar til nóvember 2016.
14. Lagt fram stöðumat, dags. 5. janúar 2017, vegna endurskoðunar og uppfærslu starfsáætlunar velferðarsviðs 2016-2017.
Fundi slitið kl. 16:11
Ilmur Kristjánsdóttir (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Ásalaug María Friðriksdóttir (sign)
Rakel Dögg Óskarsdóttir (sign)