Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2016, mánudaginn 19. desember var haldinn 301. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.00 í borgarráðsherberginu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Beiðni um umsögn velferðarráðs vegna sölu eignasjóðs Reykjavíkurborgar á eignum til Félagsbústaða hf. Lagt fram minnisblað, dags. 16. desember 2016, ásamt bréfi borgarstjóra til borgarráðs, dags. 14. desember 2016.
Formaður velferðarráðs gerir grein fyrir málinu ásamt deildarstjóra húsnæðis- og búsetuþjónustu.
- Kl. 14.12 tekur Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi umsögn:
Líkt og fram kemur í greinargerð um sölu á eignum til Félagsbústað, dags. 14. desember 2016, þá færðist meginstofn íbúðareignar Reykjavíkurborgar til Félagsbústaða við stofnun fyrirtækisins. Í eignasafni eignasjóðs Reykjavíkurborgar sátu þó eftir fasteignir þar sem íbúðir voru hluti af öðru húsnæði. Árið 2005 voru þessar eignir færðar til Félagsbústaða með örfáum undantekningum. Lagt er til að taka nú skrefið til fulls og flytja þær eignir sem ekki voru fluttar þá, auk þeirra eigna sem Reykjavíkurborg eignaðist með tilflutningi málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Eignir þessar eru að stærstum hluta íbúðarhúsnæði og því er talið hagkvæmt að Félagsbústaðir eigi þær og sjái um rekstur þeirra í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Með tilfærslunni er verið að færa þá sem búið hafa í búsetuúrræðum eða þjónustuíbúðum á vegum borgarinnar undir sama hatt. Hingað til hefur velferðarsvið niðurgreitt leigu hjá hluta hópsins en eftir breytingar á lögum um húsnæðisbætur sem taka gildi um áramót öðlast íbúar í umræddum búsetuúrræðum rétt á að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning til Reykjavíkurborgar. Þar sem ekki er um leigusamninga að ræða eins og í skammtímavistunum og vistheimili barna er einungis um eignarhaldsskipti að ræða sem hefur engin áhrif á þá sem nýta sér úrræðin. Ekki er grundvöllur fyrir því að salan fari til umfjöllunar notendaráða íbúa viðkomandi húsnæðis þar sem þau eru ekki til staðar nema í tilviki Seljahlíðar, en þar er starfandi heimilisráð. Íbúum Seljahlíðar hefur nú þegar verið kynnt fyrirhuguð breyting á eignarhaldi húsnæðisins. Ætla má að þesssar breytingar séu til bóta fyrir notendur vegna beinna aðgengis að upplýsingum og ráðgjöf hjá leigusala. Velferðarráð leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt meðal leigutaka í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og að leiguverð sé gagnsætt og sanngjarnt. Í þeim búsetuúrræðum sem breytingin nær til þá verður hún innleidd í þrepum. Líkt og fram kemur í minnisblaði velferðarsviðs, dags. 19. desember 2016, verður stuðst við sambærilega aðferðarfræði og samþykkt var af velferðarráði að beita í tengslum við breytingu á leiguverðskerfi Félagsbústaða sem verður innleitt í febrúar 2017.
Umsögnin er samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að betur hefði farið að fyrir lægi hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur niður á þá um 70-80 íbúa sem um ræðir og betra samráð haft við þá.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina gerir athugasemd við að ekki sé hægt að segja fyrir um og reikna út þær breytingar sem þessi ákvörðun mun hafa á leiguverð til notenda þar sem hækkun mun eiga sér stað. Einnig er gerð athugasemd við þann stutta tíma sem gefin er íbúum til þess að kynna sér breytingarnar.
2. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hjólað óháð aldri sem tengist heilsueflingu aldraðra og kaupum á hjólum til afnota á félagsmiðstöðvum aldraðra. Ljóst er að fjármagn fylgdi ekki þessu verkefni á öllum þjónustumiðstöðvum og þær ekki færar um að fjármagna það. Hvernig var fjármögnun verkefnisins hugsuð og var ætlunin að þjónustumiðstöðvar sæktu um fjármagn úr hverfispottum til að framkvæma stefnu um heilsueflingu.
Fundi slitið kl. 14.45
Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Jórunn Pála Jónasdóttir (sign)
Gréta Björg Egilsdóttir (sign)