Velferðarráð - Fundur nr. 30

Velferðarráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 24. maí, var haldinn 30. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16.10. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Erna V. Ingólfsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Jón Óskar Hafsteinsson og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Menningar- og ferðamálaráð óskar starfsmönnum Borgarbókasafns Reykjavíkur til hamingju með verðskuldaða starfsviðurkenningu borgarinnar sem borgarstjóri veitti við hátíðlega athöfn í gær. (RMF06050008)

2. Lögð fram tillaga að Borgarlistamanni 2006. Samþykkt. Af óviðráðanlegum orsökum verða verðlaunin í ár veitt þ. 31. maí nk. í stað 17. júní, í Höfða. (RMF06040003)

3. Lögð fram stofnskrá Braga – sviðlistaloftbrúar.
Samþykkt. (RMF06040013)
Jafnframt lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að sviðsstjóra Menningar- og ferðamálasviðs verði falið að ganga frá samstarfssamningi við Rithöfundasamband Íslands og Icelandair um stofnun og starfrækslu kynningar- og ferðasjóðs til þriggja ára. Sjóðurinn ber heitið Bragi – Loftbrú og verður vistaður hjá Rithöfundasambandi Íslands.
Framlag menningar- og ferðamálaráðs árið 2006 er kr. 300.000,- og fer af liðnum ófyrirséð. Árlegt framlag árin 2007 og 2008 er kr. 600.000,- og fer af styrkjalið.
Samþykkt.

4. Lögð fram breytt stofnskrá Talíu sviðslistaloftbrúar. Samþykkt. Við undirritun fellur úr gildi stofnskrá sem undirrituð var þ. 19. apríl sl. (RMF05060021)

5. Lagt fram minnisblað með upplýsingum fjármálasviðs, dags. 16. maí sl., um yfirfærslu halla/afgangs 2005. (RMF06050012)

6. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 19. maí sl., þar sem samþykkt er hækkun á fjárhagsramma menningar- og ferðamálasviðs um 5 mkr. á árinu vegna reksturs Viðeyjar. (RMF06020013) Jafnframt lagt fram minnisblað með upplýsingum um sumardagskrá Viðeyjar 2006. (RMF06050013)

- Kl. 16.15 tók Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

7. Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir faghópa um úthlutun styrkja og samstarfssamninga.
Samþykkt. (RMF06050014)

8. Lagt fram 3ja mánaða skorkort Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF06050015)

9. Lögð fram skýrsla frá Sjálfstæðu leikhúsunum um fyrirhugaðar framkvæmdir á Tjarnarbíói ásamt greinargerð vegna styrkjar sem veittur var til úttektarinnar. (RMF06010003)

10. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 11. maí sl. þar sem tilkynnt er samþykkt borgarráðs á tillögu menningar- og ferðamálaráðs um gerð samnings um sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum. (RMF05100003)

11. Lagt fram bréf frá Umhverfissviði, dags. 16. maí sl., með umsögn um afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs vegna reynsluleyfis farþegalestar í Viðey. (RMF06050003)

12. Friðarsúla Yoko Ono. Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur mætti á fundinn vegna málsins og kynnti framvindu verkefnisins. (RMF06030002)

13. Menningar- og ferðamálaráð þakkar stjórn og starfsmönnum Listahátíðar fyrir vel heppnaða og glæsilega listahátíð og óskar borgarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með góða dagskrá sem í heild er mikill menningarauki. Ráðið þakkar öllum listamönnum sem fram koma á hátíðinni Þá óskar ráðið sérstaklega eftir að komið verði á framfæri þökk og kveðjum til Garrison Keillor og félaga hans vegna útsendingar á þættinum A Prairie Home Companion þar sem fór fram góð landkynning til útvarpshlustenda um allan heim og íslenskir listamenn voru þátttakendur. (RMF06030005)


Fundi slitið kl. 17:00

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir