Velferðarráð - Fundur nr. 299

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 1. desember, var haldinn 299. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Margrét Norðdahl, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

- Kl. 13.30 tekur Jórunn Jónasdóttir tekur sæti á fundinum.

2. Lagðar fram að nýju og kynntar tillögur, dags. 23. nóvember 2016, um breytingar leiguverðs hjá Félagsbústöðum hf, ásamt bréfi frá Félagsbústöðum hf., dags. 28.nóvember 2016 og fylgigögnum. Jafnframt lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. nóvember 2016.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustu heim og Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf. taka sæti á fundinum undir þessum lið og gera grein fyrir málinu.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

Tekið verði upp nýtt leiguverðskerfi hjá Félagsbústöðum hf.

Tillagan er samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Leigugrunnur sértækra húsnæðisúrræða verði í samræmi við reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk nr. 370/216.

Tillagan er samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Börkur Gunnarsson, situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Húsaleiga hjá Félagsbústöðum hf. verði uppfærð mánaðarlega samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Tillagan er samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Framangreindar breytingar taki gildi frá og með 1. febrúar 2017.

Tillagan er samþykkt samhljóða með fjórum samhljóma atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

Leiguverð Félagsbústaða hf. verði hækkað um 5% umfram hækkun vegna vísitölu og verðbólgu.

Frestað.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi bókun :

Velferðaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna samþykkja nú nýtt leiguverðskerfi hjá Félagsbústöðum hf. Breytingin mun auka jafnræði milli leigutaka þannig að leigjendur greiði sambærilega leigu fyrir sambærilegar eignir. Auk þess sem ákvörðun leiguverðs með leigustuðli verður gagnsærri og því auðskiljanlegri fyrir leigutaka. Einnig er breytingin til þess fallin að tryggja félagslega blöndun í öllum hverfum borgarinnar. Afgreiðslu á tillögu í e-lið, sem hefur áhrif á fjárhæðir eins og þær koma fram í fyrirliggjandi gögnum, er frestað. Mikilvægt er að tryggja að hækkun á leiguverði vegna nýs leiguverðskerfis leiði ekki til þess að leigutakar greiði íþyngjandi húsnæðiskostnað að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Einnig ítreka velferðarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna mikilvægi þess að breytingarnar verði kynntar leigutökum tímalega. Greining velferðarsviðs leiðir í ljós að hjá hluta leigutaka mun leiga hækka meira en 10 þúsund krónur á mánuði og húsnæðiskostnaður fer umfram 30% af heildartekjum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp og tryggja að þjónustumiðstöðvar muni skoða aðstæður allra einstaklinga sem verða fyrir umtalsverðum hækkunum og þeim boðinn viðunandi stuðningur. Velferðarráðsfulltrúar Samfylkingainnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna leggja auk þess áherslu á að sá hópur fái ekki einungis bréf vegna breytinganna heldur verði einnig haft samband eftir öðrum leiðum, hringt verði í alla og þeim boðin aðstoð.

3. Kynntar niðurstöður Nýsköpunarsjóðsverkefnis ársins 2016 varðandi afdrif notenda fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar á árunum 2010 til 2014, dags. 26. september 2016.

Erla Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri deildar gæða og rannsókna, Ólöf Alda Gunnarsdóttir og Margrét Anna Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 14.55 taka eftirtaldir starfsmenn taka sæti á fundinum: Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sólveig Reynisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Sigþrúður Erla Árnadóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Ásta Dís Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum af hálfu samtakanna People experiencing Poverty.

4. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Pírata frá fundi velferðarráðs þann 17. nóvember 2016:

Áheyrnarfulltrúi Pírata leggur til að velferðarsvið teikni upp drög að aðgerðum til að koma enn betur til móts við fátækar fjölskyldur en nú er. Einnig er lagt til að sviðið skoði það að hefja samræður við skóla-og frístundasvið og íþrótta og tómstundaráð í þessa þágu.

- Kl. 15.15 tekur S. Björn Blöndal sæti á fundinum og Ilmur Kristjánsdóttir víkur af fundi.

Óskar Dýrmundur Ólafsson kynnir aðgerðir þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar gegn fátækt.

- Kl. 15:47 víkja eftirtaldir aðilar víkja af fundi: Erla Björg Sigurðardóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sólveig Reynisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Sigþrúður Erla Árnadóttir, Þuríður Sigurðardóttir og Ásta Dís Guðjónsdóttir.

Lögð var fram svohljóðandi breytingartillaga:

Velferðarráð felur velferðarsviði að leita leiða til að útfæra þjónustu þannig að hægt verði að koma enn betur til móts við fátækar barnafjölskyldur. Byggt verði á grunni sem nú þegar er unnið eftir þar á meðal ramma sem settur er fram í tilraunverkefninu TINNU þjónustu sem boðið er upp á í Breiðholti, þar sem veitt er fjölþætt þverfagleg þjónusta ólíkra aðila innan félags-, heilbrigðis- og menntakerfis auk virkni og atvinnumiðlunar. Velferðarráð leggur áherslu á að þjónustan sé veitt í nærumhverfi fjölskyldna. Óskað er eftir að lögð verði fram aðgerðaáætlun frá hverri þjónustumiðstöð sem liggi fyrir þann 1. mars 2017 þannig að hægt sé að taka tillit til lýðfræði og aðstæðna á hverju þjónustusvæði. Við þá vinnu verði haft samráð við önnur hluteigandi svið sem þjónusta barnafjölskyldur.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

5. Lögð fram tillaga, dags, 29. nóvember 2016, að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar til framfærslu í samræmi við forsendur í fjárhagsáætlun 2017.

Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

6. Lögð fram tillaga, dags. 29. nóvember 2016, um breytingar á þjónustugjöldum í þjónustuíbúðum:

Frestað.

7. Lagðar fram tillögur starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga velferðarráðs fyrir árið 2017. Einnig lagt fram minnisblað skrifstofu sviðsstjóra, dags. 30. nóvember 2016, með yfirliti yfir þjónustusamninga sem bundnir eru til þriggja ára.

8. Lögð fram ársskýrsla heimahjúkrunar fyrir árið 2015.

Fundi slitið kl.16.27

Magnús Már Guðmundsson (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

Börkur Gunnarsson (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)

Margrét Norðdal (sign) Björn S Blöndal (sign)

Jórunn Jónsdóttir (sign)