Velferðarráð - Fundur nr. 297

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 17. nóvember var haldinn 297. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Sunna Snædal, Örn Þórðarson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Sigtryggur Jónsson, og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfið milli funda.

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

- Heiða Björg Hilmisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 13.17.

- Áslaug Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl.13.27.

2. Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á reglum um stuðningsþjónustu í Reykjavík, dags. 11.október 2016.

Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu og skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gera grein fyrir málinu.

Lagt er til að gerðar verði breytingar á 3. gr. reglna um stuðningsþjónustu í Reykjavík.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

3. Lagt fram minnisblað vegna bæklings um þjónustu við eldri borgara, dags. 10. nóvember 2016, ásamt drögum að bæklingi um þjónustu fyrir eldri borgara í Reykjavík frá 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

4. Lagt fram minnisblað vegna þróunar atvinnuleysis í Reykjavík í lok september 2016, dags. 31. október 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

5. Lögð fram og kynnt skýrsla vegna verkefnisins „ Reykjavík; aldursvæn borg“ frá nóvember 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

- Magnús Már Guðmundsson tekur sæti á fundinum kl.14.30.

6. Formaður velferðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráð felur velferðarsviði að reikna út mögulegan kostnað sem verða myndi við breytingu á reglum um beingreiðslusamninga sem myndi heimila áfrýjunarnefnd velferðarráðs að veita undanþágur frá hámarksgreiðslum samkvæmt reglunum. Miðað er við að unnt yrði að heimila undanþágur þegar sýnt væri fram á að heildarkostnaður yrði ekki hærri en ella hefði orðið í þeirri þjónustu sem til boða stendur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

7. Lagt fram stöðumat II á innleiðingaráætlun forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar fyrir árin 2014-2019, dags. 8. nóvember 2016, ásamt fylgigögnum.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

8. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til september 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.

9. Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs fyrir tímabilið janúar til júní 2017.

10. Áheyrnarfulltrúi Pírata leggur fram eftirfarandi tillögu:

Áheyrnarfulltrúi Pírata leggur til að velferðarsvið teikni upp drög að aðgerðum til að koma enn betur til móts við fátækar fjölskyldur en nú er. Einnig er lagt til að sviðið skoði það að hefja samræðu við skóla- og frístundasvið og íþrótta- og tómstundaráð í þessa þágu.

Frestað.

11. Lagt fram yfirlit yfir innkaup velferðarsviðs yfir einni milljón króna.

12. Lagt fram ársfjórðungsuppgjör fyrir tímabilið janúar til september 2016.

Jenný Stefanía Jensdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu.

13. Lagt fram minnisblað vegna greiningu á framkvæmd verklags vegna húsaleiguskulda hjá Félagsbústöðum hf., dags. 21. október 2016.

Eftirtaldir aðilar taka sæti á fundinum undir þessum lið:

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustu heim, Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf, Kristín Guðmundsdóttir, fjármálastjóri

Félagsbústaða hf. og Lára Þorsteinsdóttir, fjárreiðustjóri Félagsbústaða hf.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra og deildarstjóri á skrifstofu þjónustu heim gera grein fyrir málinu.

14. Lögð fram að nýju og kynnt tillaga um breytingar á leiguverði í húsnæði Félagsbústaða hf., dags. 17. nóvember 2016, ásamt minnisblaði, dags. 17. nóvember 2016.

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf., gerir grein fyrir málinu.

- Sunna Snædal víkur af fundi kl. 15.47.

15. Lögð fram skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: „Gráu svæðin í velferðarþjónustunni 2016/21“

Fundi slitið kl. 16.32

Ilmur Kristjánsdóttir formaður

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

Gréta Björg Egilsdóttir (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)

Örn Þórðarson (sign)