Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2016, fimmtudaginn 3. nóvember var haldinn 296. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Sigtryggur Jónsson, Jón Viðar Pálmason, Jóna Guðný Eyjólfsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfið milli funda.
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
2. Lögð fram að nýju tillaga að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning, dags. 20. október 2016, ásamt drögum að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og greinargerð skrifstofu fjármála og rekstrar, dags. 20. október 2016.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu, deildarstjóri húsnæðis- og búsetudeildar og deildarstjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar gera grein fyrir málinu.
Drögin eru samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Velferðarráð leggur mikla áherslu á að reglurnar séu vel kynntar, að þær séu aðgengilegar notendum og að þær séu birtar á fjölbreytilegan hátt (auðlesið mál, táknmál, myndræn framsetning). Það er ljóst að óvissa ríkir um ýmsa þætti og því fyrirséð að reglurnar geti tekið breytingum á næstu mánuðum. Velferðarráð leggur til að komið verði á fót rafrænum samskiptavef þar sem notendur geti komið skoðunum sínum og fyrirspurnum á framfæri. Einnig er mikilvægt að kanna möguleika á að setja upp rafræna reiknivél fyrir sérstakan húsnæðisstuðning. Velferðarráð tekur undir umsögn fjármálaskrifstofu að reynslutíma þurfi áður en reglurnar verði teknar til endurskoðunar. Velferðarráð biður um að fá að fylgjast með framvindu framkvæmdarinnar á þriggja mánaða fresti á fyrsta ári nýrrar framkvæmdar.
3. Kynnt rekstrarniðurstaða fyrir tímabilið janúar til ágúst 2016.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.
4. Lagt fram minnisblað vegna breytingar á sameiginlegum reglum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 29. september 2016, ásamt endurskoðaðri þjónustulýsingu og sameiginlegum reglum vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustu heim, tekur sæti á fundinum og gerir grein fyrir málinu.
5. Lagt fram stöðumat II á aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum utangarðsfólks, dags. 27. október 2016.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir stöðumat á aðgerðaráætlun með stefnu í málefnum utangarðsfólks. Velferðarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. apríl sl. að hefja tilraunaverkefni í anda Housing First en um er að ræða alls fjórar íbúðir. Velferðarráð hefur mikla trú á innleiðingu Housing First og skaðaminnkandi nálgunar í málefnum utangarðsfólks og fylgist spennt með framgangi tilraunaverkefnisins. Auk þess ítrekar velferðarráð þá ósk sína að unnið verði afram í anda Housing First í aðgerðaráætlun með stefnu í málefnum utangarðsfólks.
6. Lögð fram að nýju beiðni forsætisnefndar, dags. 30. september 2016, um umsögn velferðarráðs vegna tillögu borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um vikulega fundi velferðarráðs og skóla- og frístundaráðs.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn :
Velferðarráð fundar að jafnaði tvisvar sinnum í hverjum mánuði en oftar eftir þörfum. Líkt og fram kemur í 8. grein í samþykkt velferðarráðs þá getur formaður ráðsins boðað til aukafundar og sömuleiðis geta þrír ráðsmenn farið fram á velferðaráð komi saman á formlegum fundi og ber þá að verða við þeirri ósk. Auk þess að halda að jafnaði tvo ráðsfundi í hverjum mánuði eru haldnir undirbúningsfundir í aðdraganda allra ráðsfunda. Þar fyrir utan funda tveir fulltrúar velferðarráðs vikulega í áfrýjunarnefnd velferðarsviðs, ráðið heldur starfsdaga og ýmsir þematengdir fundir eru haldnir m.a. í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Þar fyrir utan má ætla að nokkur kostnaður myndi fylgja breyttu skipulagi þar sem fjölmargir starfsmenn velferðarsviðs sitja undirbúningsfundi og ekki síst fundi velferðarráðs. Leiða má af því líkur að með samhliða auknum fundarhöldum þyrfti að bæta inn fjármagni og fjölga starfsfólki á sviðinu. Velferðaráð leggst því gegn því að samþykkt ráðsins verði breytt með þeim þeim hætti að skylda ráðið til að funda vikulega. Svigrúm til þess er nú þegar til staðar og er ákvæðið nýtt eftir þörfum.
7. Lögð fram og kynnt úttekt á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu „Saman gegn ofbeldi“, dags, 24. október 2016.
Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Þóra Kemp, deildarstjóri á skrifstofu ráðgjafarþjónustu, taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna úttektina.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu á úttekt á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. Niðurstöður úttektarinnar sýnir að þetta verklag er skref í rétta átt, bæði vegna þess að úrlausn mála er skipulagðari og verkefnið virðist hafa aukið traust íbúa til lögreglu og félagsþjónustu í Reykjavík, ef við miðum við aukinn fjölda tilkynninga um heimilisofbeldi. Í framhaldinu þarf að leggja aukna áherslu á eftirfylgni og samráð um aðgerðir gegn ofbeldi. Leggja þarf áherslu á fólk af erlendum uppruna, börn og fatlað fólk. Eftirfylgni þarf að þróa áfram eins og fram kemur í skýrslunni.
8. Lagt fram og kynnt minnisblað, dags. 24. október 2016 vegna skýrslu heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Jafnframt lögð fram skýrsla heilbrigðisráðherra sem lögð var fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015-2016.
Skrifstofustjóri ráðgjafarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð telur að fullt erindi sé til að senda ítrekun til velferðarráðuneytisins til að fylgja eftir bréfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2014 vegna heilbrigðisþjónustu við utangarðsfólk. Starfshópur heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu leggur til að komið verði á fót á gjaldfrjálsri heilsugæslu fyrir jaðarsetta hópa. Velferðarráð tekur undir tillögu hópsins um mikilvægi lágmarkskrafna um meðferð fyrir einstaklinga í vímuefnavanda. Velferðarráð telur auk þess mikilvægt að auk þess verði settar reglur um rekstur áfangaheimila. Velferðarráð ítrekar mikilvægi þess að gjaldfrjáls heilsugæsla standi utangarðsfólki til boða auk þess mætti reka nálaskiptaþjónustu sem og aðra skaðaminnkandi þjónustu auk almennrar heilbrigðisþjónustu. Velferðarráð telur spennandi að skoða möguleika á samstarfi ríkis og borgar um þróun þess konar úrræða við utangarðsfólk.
9. Lögð fram og kynnt samantekt um tilraunaverkefnið „Opin ráðgjöf við innflytjendur“ fyrir tímabilið 12. janúar til 12. apríl 2016.
Skrifstofustjóri ráðgjafarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
10. Lagður fram til kynningar samningur um að Samhjálp taki að sér rekstur stuðningsheimilis að Miklubraut 18, dags. 5. október 2016.
11. Skipan fulltrúa í styrkjaráð vegna umsókna um styrki úr styrkjapotti velferðarráðs.
Samþykkt að Börkur Gunnarsson og Magnús Már Guðmundsson taki sæti í hópnum.
Fundi slitið kl.16.35
Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Rakel Dögg Óskarsdóttir (sign)
Magnús Már Guðmundsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)