Velferðarráð - Fundur nr. 293

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn  22. september var haldinn 293. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.10 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Margrét Norðdahl, Rakel Dögg Óskarsdóttir og Stefán Benediktsson. Áheyrnarfulltrúi var Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Agnes Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Jón Viðar Pálmason og Þóra Stefánsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.  

2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2017 ásamt drögum að greinargerð fyrir fjárhagsáætlun.

Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.

3. Lögð fram að nýju drög að gjaldskrám fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs.

a) Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði.

b) Gjaldskrá í félagsstarfi.

c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.

d) Gjaldskrá í heimaþjónustu.

e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.

f) Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum.

g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna  og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.

h) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.

i) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðlsu málsins.

Fundi slitið kl. 13.20

Ilmur Kristjánsdóttir

Rakel Dögg Óskarsdóttir Áslaug Friðriksdóttir

Elín Oddný Sigurðardóttir Margrét Norðdahl

Rakel Dögg Óskarsdóttir