Velferðarráð - Fundur nr. 292

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 15. september var haldinn 292. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson  og Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var  Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Stefán Eiríksson,  Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Agnes  Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir,  Berglind Magnúsdóttir  og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.  

2. Fram fer kynning á tillögu að breytingum á leiguverði í húsnæði Félagsbústaða hf.

Auðun Freyr Ingvarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Birgir Ottósson, og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Heiða Björg Hilmisdóttir tekur sæti á fundinum kl.13.50.

- Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum  kl. 14.17.

3. Fram fer kynning á stöða þróunar eignasafns Félagsbústaða  hf.

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf  og Birgir Ottósson, forstöðumaður þjónustudeildar Félagsbústaða hf. gerðu grein fyrir málinu.

Auðun Freyr Ingvarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Birgir Ottósson, og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.  Fram fer kynning á staða við gerð reglna um sérstakan  húsnæðisstuðning.

- Jón Viðar Pálmason, deildarstjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu ásamt forstöðumanni lögfræðiskrifstofu.

5. Fram fer kynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefnið: „Grá svæði í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.“ Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.

Tryggvi Þórhallsson og Gyða Hjartardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og gera grein fyrir málinu

- Magnús Már Guðmundsson víkur af fundi kl.15.57.

6. Fram fer kynning á fyrstu drögum að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2017.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga um breyttar forsendur þjónustu-  og rekstraráætlunar fyrir búsetukjarna að Þorláksgeisla, dags.15. ágúst 2016.

Lagt er til að samþykkt verði að veita viðbótarfjármagn til reksturs á nýju heimili að

Þorláksgeisla 2-4 að fjárhæð kr. 13.8 milljónir vegna ársins 2017.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Jóna Guðný Eyjólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir

8. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga að breytingu á gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara, dags .5. júlí 2016.

Lagt er til að velferðarráð samþykki breytingu á núverandi gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara með því að fella niður heimild til lækkunar gjalds við samnýtingu ferðar.

Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

Tillagan samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

9. Lagðar fram lykiltölur frá janúar til júlí 2016.

Frestað.

10. Lagt fram til kynningar bréf velferðarráðuneytisins, dags.1. júlí 2016, til forstjóra og framkvæmdastjóra dvalar- og hjúkrunarheimila um tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á  dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Frestað.

11. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 7. september 2016 vegna kosningu varamanns í velferðarráði.

Fundi slitið kl. 16.40

Ilmur Kristjánsdóttir

Rakel Dögg Óskarsdóttir  Elín Oddný Sigurðardóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir  Áslaug Friðriksdóttir