Velferðarráð - Fundur nr. 291

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 1. september var haldinn 291. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.02 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Katla Hólm Þórhildardóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

- Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti a fundinum kl. 13.05.

2. Lögð fram og kynnt samantekt á niðurstöðum Rannsókna og greininga ;¬ „Ungt fólk 2016 - Lýðheilsa ungs fólks í Reykjavík“.

Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Velferðarráð þakkar Rannsóknum og greiningu fyrir vel unna skýrslu um lýðheilsu ungs fólks í Reykjavík. Frábær árangur hefur náðst í forvörnum tengdum reykingum og vímuefnaneyslu í Reykjavík. Gleðilegt er að sjá að samhliða minni neyslu hefur samverustundum foreldra og unglinga fjölgað. Hins vegar er áhyggjuefni hve stórt hlutfall unglinga upplifir kvíða og þunglyndi, sérstaklega stúlkur. Niðurstöðurnar leiða af sér að mikilvægt er að kanna enn betur sambandið á milli þessara þátta og aukinnar notkunar samfélagsmiðla og lítils svefns.

Stefanía Sörheller og Margrét Lilja Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að eftirfarandi gjaldskrám fyrir þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar:

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.

a) Gjaldskrá fyrir veitingar og fæði.

b) Gjaldskrá fyrir félagsstarf.

c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.

d) Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.

e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.

f) Gjaldskrá fyrir húsnæði og fæðisgjald í búsetuúrræðum.

g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.

h) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.

i) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

j) Gjaldskrá fyrir sveitarfélög fyrir gistinótt í Gistiskýli.

Frestað.

- Börkur Gunnarsson víkur af fundi kl. 15.05.

- Björn Jón Bragason tekur sæti á fundinum kl. 15.05.

4. Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara, dags. 5. júlí 2016.

Lagt er til að velferðarráð samþykki breytingu á núverandi gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara með því að fella niður heimild til lækkunar gjalds við samnýtingu ferðar.

Frestað.

5. Fram fer kynning á niðurstöðum verkefnis á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna um stöðu fatlaðra barna af erlendum uppruna sem fá þjónustu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Velferðarráð þakkar fyrir skýrslu um fötluð börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra. Mikilvægt er að niðurstöður rati inn á borð félagsráðgjafa til að skapa frekari umræðu, til dæmis um menningarlegan mun og mikilvægi þess að ráðgjafar setji sig inn í aðstæður fólks og séu óhræddir við að spyrja um siði þess. Einnig þarf að skoða tillögur um miðlægan táknmálstúlk sem gæti auðveldað samskipti foreldra og starfsmanna sem koma að málum barnanna með tölvupóstum. Það er lítið skref sem gæti skilað mjög góðum niðurstöðum í samskiptum.

Edda Ólafsdóttir og Sigurður Páll Jósteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á 13. og 29. gr. reglna um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Reykjavík , dags. 23. ágúst 2016 ásamt fylgigögnum.

Lagt er til að velferðarráð samþykki breytingu á 13. og 29. gr. reglna um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Reykjavík.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

- Kl. 15.43 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundi.

Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:

Velferðarráð tekur undir þau sjónarmið velferðarsviðs að framlengja verði gildistíma reglnanna svo að núgildandi samningar falli ekki úr gildi og /eða valdi óvissuástandi hjá notendum. Velferðarráð vísar þó til fyrri bókunar þar sem fram kom vilji ráðsins til að ráðast í endurskoðun á reglunum í “samráði við þjónustumiðstöðvar og þá sem þjónustuna veita, sem og hagsmunasamtök og notendur”. Þó breytingar verði á NPA er full ástæða til að halda áfram þróun beingreiðslusamninga sem nýtast mætti einnig inn í vinnu við gerð nýrra NPA samninga.

7. Lagt fram minnisblað um aðgerðir til að tryggja aukið samræmi og jafnræði í þjónustu í sértækum búsetuúrræðum , dags 22. ágúst. 2016, ásamt skýrslu starfshóps um útfærslu á grunnumönnun búsetuúrræða eftir þjónustuþörf , dags. 30. júní 2016.

8. Lagt fram erindisbréf vegna innleiðingar á hugmyndafræði í sértækum húsnæðisúrræðum.

Fundi slitið kl. 16.00

Ilmur Kristjánsdóttir

Magnús Már Guðmundsson Elín Oddný Sigurðardóttir

Rakel Dögg Óskarsdóttir Áslaug Friðriksdóttir

Björn Jón Bragason