Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2006, miðvikudaginn 25. janúar var haldinn 29. fundur s og hófst hann kl. 12.10 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundardóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning frá Umhverfisviði Reykjavíkurborgar á endurskoðun á umhverfisáætluninni ”Reykjavík í mótun”.
Hjalti J. Guðmundsson frá Umhverfissviði kynnti áætlunina.
Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Velferðarsvið þakkar kynningu á endurskoðun á Staðardagskrá 21 og áréttar mikilvægi félagslegu stoðarinnar í sjálfbærri þróun sem auðgar lífsgæði fólks án þess að rýra möguleika komandi kynslóða. Fulltrúar Reykjavíkurlistans í Velferðarráði vilja ítreka við Umhverfisráð að jöfnuður og félagsauður séu höfð að leiðarljósi við mótun Reykjavíkur á 21. öldinni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að Velferðarsvið komi á vistvænum innkaupum hið fyrsta og fylgi þar með stefnu Staðardagskrár 21.
Tillagan var samþykkt samhljóða
2. Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 16. janúar 2006 um rekstur Foldabæjar. Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillaga sviðsstjóra er samþykkt samhljóða.
Áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykka tillögunni.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð áréttar mikilvægi þess að með því að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Foldabæjar verði þar áfram tryggt sjálfstæði þeirra sem þar búa í samræmi við tillögur þjónustuhóps aldraðra.
3. Lagt fram bréf Háskóla Íslands dags. 6. janúar 2006 um skipan fulltrúa Velferðarsviðs í stjórn Rannsóknarseturs um barna- og fjölskylduvernd.
Samþykkt að sviðstjóri Velferðarsviðs verði fulltrúi Velferðarsviðs í stjórn.
4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs, dags. 23. janúar 2006, um skipan nýs fulltrúa í framkvæmdastjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
5. Lögð fram tillaga formanns Velferðarráðs dags. 23. janúar 2006 um bætta nærþjónustu við aldraða Reykvíkinga.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykka tillögunni.
6. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 6. janúar 2006 um hækkun á tekju- og eignamörkum vegna félagslegra leiguíbúða.
Lögð fram tillaga forstöðumanns lögfræðiskrifstofu Velferðarsviðs.
Málinu er frestað til næsta fundar.
7. Lagt fram yfirlit yfir biðlista vegna félagslegs leiguhúsnæðis og þjónustuíbúða 1. janúar 2006.
8. Rætt um áfengisauglýsingar í fjölmiðlum.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi ályktunartillögu sem lögð var fram af Stefáni Jóhanni Stefánssyni:
Velferðarráð Reykjavíkurborgar fagnar þeirri vinnu sem á sér stað á vegum Lýðheilsustöðvar til að vinna gegn óheimilum áfengisauglýsingum í fjölmiðlum. Niðurstöður rannsókna sýna að það getur verið skýrt samband á milli auglýsinga og áfengisneyslu ungs fólks og því hvetur Velferðarráð til þess að þessum áfengisauglýsingum verði hætt eins og ráðið hefur áður ályktað um. Jafnframt minnir Velferðarráð á þær reglur sem í gildi eru um aldurstakmörk við meðferð áfengis og hvetur alla aðila til að sýna ábyrgð í þeim efnum.
Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 13.25.
Fundi slitið kl. 13.45
Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir