Velferðarráð - Fundur nr. 289

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn  30. júní var haldinn 289. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Margrét Norðdahl, Áslaug María Friðriksdóttir og Rakel Dögg Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi var Katla Hólm Þórhildardóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn   Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson,  Þóra Kemp og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:  

1. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerir grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs. 

2. Lögð fram að nýju drög að áherslum og forgangsröðun fyrir árin 2017 -2021 í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að loks verði lögð sérstök áhersla á nýsköpun og vinnuumhverfi sem ýta muni undir frumkvæði, nýjar leiðir og lausnir í velferðarþjónustunni í starfi velferðarsviðs á árinu 2017. Hljómurinn ber með sér að nokkuð hafi verið hlustað á málflutning Sjálfstæðisflokksins í borginni hvað þetta varða en Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt að of lítið sé unnið til að styrkja vinnuumhverfi og nauðsynlegt sé að vinna að því að gera störfin á velferðarsviði eftirsóknarverðari. Bent hefur verið á að meðal annars að veikindi hafi verið mikil sem taka megi sem vísbendingu um að skoða verði vinnuumhverfið og álag á starfsfólk. Ítrekað hefur verið bent á að með fjölbreyttari úrræðum mætti koma betur til móts við notendur og ekki ætti að undanskilja skoðun á því hvernig ólík rekstrarform gætu skilað meiri fjölbreytileika. Vegna aukinnar samkeppni um starfsfólk er verulega hætt við að velferðarþjónustan verði ekki samkeppnishæf einmitt á miklum álagstíma þegar öldruðum fjölgar og þjónustu við fatlaða er ábótavant. Nú er bara að vona að orðum fylgi efndir. Athyglisvert er að meirihlutinn setur ekki í forgang að ná utan um húsnæðisvanda þann sem blasir við fólki sem þarf félagslega aðstoð í Reykjavík.  Rúmlega 700 eru á biðlistum eftir félagslegum íbúðum enda hefur fjölgun íbúða verið langt undir þörf. Ef vinna ætti að því að fækka á biðlistum þyrfti að fjölga íbúðum um fleiri en 100 á ári.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina  leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúa Framsòknar og flugvallarvina finnst að velferðarráð og velferðarsvið eigi að uppfylla hlutverk sitt og tryggja nægjanlegt framboð af félagslegu leiguhùsnæði. Það nægir engan veginn að kaupa 100 félagsìbùðir á ári þegar nù þegar eru yfir 700 manns á biðlista eftir félagslegu leiguhùsnæði og á biðlistinn bara eftir að lengjast á komandi árum. Það þarf að koma til mòts við þennan hòp fyrr en seinna og byggja ìbùðir lìka fyrir þennan hòp.

Drögin eru samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og  fulltrúi Framsóknar og  flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

3. Lögð fram og kynnt ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2015.

Guðbergur Ragnar Ægisson, verkefnisstjóri, tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir  ársskýrslu velferðarsviðs.

4. Lögð fram að nýju frá fundi velferðarráðs þann 9. júní 2016, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina, frá 4. febrúar 2016, vegna matarþjónustu fyrir eldri borgara í Eirborgum og Aflagranda, ásamt umsögn Öldungaráðs, dags. 31. maí 2016 , vegna tillögunnar.

Á fundi með fulltrúum aldraðra kom í ljós að mikilvægt er að skipuleggja matarþjónustu við aldraða til framtíðar. Mjög mikilvægt er að vinna að því að fólk hafi meira val um tegundir og magn. Nauðsynlegt er einnig að upplýsingar um innihald fylgi öllum mat. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með það. Lagt er til að öldruðum í Reykjavík bjóðist matarþjónusta um helgar á mest sóttu stöðunum í borginni  þar til frekari stefnumörkun liggur fyrir. Fyrirkomulag þjónustunnar þarf jafnframt að endurskoða til dæmis með aðkomu sjálfboðaliða.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja  fram eftirfarandi breytingartillögu:

Í ljósi þess að vinna við að yfirfara alla matarþjónustu Reykjavíkurborgar stendur yfir leggur  velferðarráð til að tillagan verði tekin fyrir að nýju þegar sá starfshópur hefur lokið sinni vinnu og málið verði unnið áfram að teknu tilliti til niðurstaðna hans og að öldungaráð verði haft með í þeirri vinnu.

Tillagan er  samþykkt svo breytt með sex samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

Velferðarráð tekur undir það sem fram kemur í umsögn öldungarráðs um að mikilvægt sé að að vinna heildarúttekt á allri matarþjónustu til aldraðra í Reykjavík þar með talið matarþjónustu um helgar. Nú hefur verið stofnaður starfshópur með það markmið að yfirfara alla matarþjónustu í borginni, hvort sem það er fyrir börn, fullorðna eða aldraða til að skoða hvernig bæta megi þjónustuna. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum haustið 2016. Samkvæmt erindisbréfi hópsins á hann að móta heildstæða matarstefnu fyrir Reykjavíkurborg og taka tillit til þarfa ólíkra hópa, þar með talið aldraðra.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina samþykkja málsmeðferðartillögu meirihlutans. Verði hins vegar miklar tafir á því að starfshópurinn sem vísað er til skili tillögum er nauðsynlegt að velferðarráð taki málið upp áður en of seint er að koma tillögum inn vegna fjárhagsáætlunar ársins 2017.

5. Lögð  fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins  sem lögð var fram á fundi velferðarráðs þann 9. júní 2016.

Velferðarráð samþykkir það markmið að stoðþjónusta verði meðhöndluð á sama hátt og lögbundin þjónusta, fólk verði ekki sett á bið eftir henni heldur verði það talið sjálfsagt að mæta þeim þörfum sem skapast á hverju ári í því skyni verði unnin innleiðingaráætlun um hvernig borgin getur orðið bakhjarl og stuðningur við eigin svið og fyrirtæki í borginni um að finna störf og virkni við hæfi allra. Í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017 verði fjármagn tryggt til þessa mikilvæga verkefnis.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja  fram eftirfarandi bókun: 

Afgreiðslu tillögunnar er frestað vegna væntanlegra tillagna um aðgerðir frá stýrihópi um atvinnumál fatlaðs fólks og atvinnumáladeil  sem lagðar verða fyrir borgarráð í næstu viku. Málið verður tekið upp í ágúst.

6. Lögð fram tillaga um aukningu rýma í vinnumiðaðri stoðþjónustu fyrir fatlað fólk , dags. 10. júní 2016: 

Lagt er til að velferðarráð samþykki aukningu   rýma í vinnumiðaðri stoðþjónustu fyrir fyrir fatlað fólk um fimm og hálft rými. 

Deildarstjóri  almennrar ráðgjafar á skrifstofu ráðgjafarþjónustu gerir  grein fyrir  málinu.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til borgarráðs.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina ítrekar  eftirfarandi bókun sem lögð var fram á fundi velferðarráðs þann 26. maí 2016:

Framsókn og flugvallarvinir telja nauðsynlegt að tryggja þeim sem hafa verið lengst á biðlistum eftir dagþjónustu pláss. Leita þarf leiða til að ganga á biðlistana sem fyrst með kostnaðargreindri byggingaráætlun.  Enda er löngu vitað að það er þörf fyrir mun fleiri pláss og þarf að skapa pláss ár hvert eftir.  

7. Lagðar fram lykiltölur fyrir janúar til apríl 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

8. Kynntar rekstrarniðurstöður fyrir janúar til apríl 2016.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.

9. Lagt fram  yfirlit yfir innkaup yfir einni milljón króna vegna fyrsta ársfjórðungs ársins 2016, dags. 2. júní 2016. 

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.

10. Lagt fram minnisblað vegna styrkveitingar Rannsóknamiðstöðvar Íslands í  samstarfsverkefni velferðarsviðs og Curron ehf,  dags. 30. júní 2016.

Velferðarráð samþykkir  eftirfarandi bókun: 

Velferðarráð fagnar nýsköpun líkt og þeirri sem felst í samstarfsverkefni velferðarsviðs og Curron. Verkefnið er skref í átt að gagnsæi þegar kemur að þeirri þjónustuveitingu sem borgin veitir og auðveldar upplýsingaflæði til aðstandenda þjónustuþega í samræmi við óskir þeirra. Auk þess er hugbúnaðurinn vel til þess gerður að auðvelda og styrkja þjónustuna sem er veitt. Velferðarráð óskar eftir að fylgjast með framvindu mála.

11. Lögð fram málsmeðferðartillaga skóla og frístundaráðsfulltrúa Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa Pírata frá 24. febrúar 2016 ásamt umsögn velferðarsviðs dags. 21. júní 2016. 

Skóla og frístundaráð vísar tillögu ungmennaráðs Breiðholts um að stuðningsnet jafnaldra, fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna, verði hluti af móttökuteymi skólanna til umsagnar velferðarráðs og mannréttindaráðs. 

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata leggja  fram  eftirfarandi umsögn.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna þess efnis að stuðningsnet jafnaldra fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna verði hluti af móttökuteymi skóla. Félagsleg einangrun og tungumálaörðugleikar eru veigamikil orsök vanlíðunar hjá börnum af erlendum uppruna. Mikilvægt er að stíga snemma inn með öflugan jafningjastuðning. Tillagan er í samræmi forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar, þar sem lögð er áhersla á að virkja börn og tryggja réttindi þeirra. Með því að virkja börn í slíkt stuðningsnet er verið að vinna í átt að þessum markmiðum auk þess að vinna að vellíðan barna sem geta upplifað sig utangarðs í samfélaginu. Velferðarráð tekur undir ábendingu velferðarsviðs þess efnis að auk fulltrúa grunnskóla, frístundamiðstöðva, starfsmanna af skrifstofu SFS og fulltrúum ungmennaráðs sé æskilegt að í starfshópi um verkefnið sitji einnig fulltrúar þjónustumiðstöðva. Auk þess vill ráðið benda á að tilefni er til aukinnar samvinnu milli sviða í þessu verkefni þar sem það snertir á velferð, réttindum og hag barna í skólum borgarinnar.

Umsögnin er samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

12. Lagt fram álit umboðsmanns Alþingis í tilefni af frumkvæðisathugun á málefnum Félagsbústaða hf. (mál nr. 5544/2008), ásamt bókun frá fundi borgarráðs þann 23. júní 2016.

Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu. 

Velferðarráð tók undir bókun borgarráðs  um málið.

13. Lagt fram endurrit dóms Hæstaréttar Íslands dags. 16.júní 2016  í máli nr.728/2015 vegna  greiðslu sérstakra húsaleigubóta til leigjenda hjá Öryrkjabandalagi Íslands. 

Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu

14. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs þann 4. maí 2016 um viðbrögð við kostnaði vegna veikinda starfsmanna og fjarvista.

15. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. júní 2016, vegna breytingar á áheyrnarfulltrúum í velferðarráði.

16. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. júní 2016, vegna breytingar á varamanni í velferðarráði.  

Fundi slitið kl. 16.05

Ilmur Kristjánsdóttir (formaður)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Margrét M Norðdal (sign)

Rakel Dögg Óskarsdóttir (sign)