Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2016, fimmtudaginn 9. júní var haldinn 288. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14. Fundinn sátu Ilmur Kristjánsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Björn Jón Bragason, Elín Oddný Sigurðardóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Sólveig Reynisdóttir og Þóra Stefánsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga um fyrirkomulag nemakorta fyrir fötluð ungmenni sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 30. maí 2016.
Lagt er til að velferðarráð samþykki að halda áfram að bjóða upp á nemakort í ferðaþjónustu fyrir fötluð ungmenni í framhalds- og háskólum sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð tekur undir þau sjónarmið að fatlaðir nemendur njóti sömu kjara og ófatlaðir nemendur þrátt fyrir að önnur sveitarfélög hafi ákveðið að taka ekki þátt í því. Ljóst er að kostnaður við þessa aðgerð er lítill fyrir borgina en mikill sparnaður fyrir þá sem geta nýtt sér nemakortin.
2. Lögð fram og kynnt lokaskýrsla starfshóps um samfelldan dag barna 6 til 12 ára, dags. 7. mars 2016, ásamt bókun borgarráðs, dags. 26. maí 2016 og áætlun starfshópsins um samfelldan dag barna 6-16 ára – samantekt.
Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu frístundamála og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða taka sæti á fundinum undir þessum lið og gera grein fyrir málinu.
- Kl. 13:40 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.
- Kl. 14:20 tekur Katla Hólm sæti á fundinum.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar skýrslu um samfelldan dag skólabarna og vill þakka skýrsluhöfundum fyrir gott starf. Ljóst er að það þarf að finna leiðir til að auka jöfnuð í frístundastarfi barna og auka á nýsköpun í almennu skóla og frístundastarfi. Ráðið saknar að betur sé fjallað um hugmyndafræðilegan tilgang með samfelldum degi og leggur áherslu á notendasamráð í áframhaldandi vinnu. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt frístundastarf er mikilvægt heilsu og velferð barna og þetta verkefni fellur vel að heilsueflingarstarfi borgarinnar.
3. Lagt fram yfirlit yfir MA - rannsóknarverkefni á þjónustu velferðarsviðs 2015 og fjölda nemaverkefna 2009-2015, dags. 25. maí 2016. Jafnframt kynnt meistaraverkefnið: Að missa félagslegt húsnæði í Reykjavík – einkenni hópsins, ástæður og afdrif.
Skrifstofustjóri á skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málum.
Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir félagsráðgjafi tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir meistaraverkefninu: Að missa félagslegt húsnæði í Reykjavik.
- Kl. 14:45 víkur Áslaug María Friðriksdóttir af fundinum.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð óskar eftir kynningu á því verklagi sem fer í gang þegar leigutakar skulda leigu hjá Félagsbústöðum. Einnig óskar velferðarráð eftir greiningu á því hvernig nú núgildandi verklagi er fylgt eftir af hálfu sviðsins og Félagsbústaða. Auk þess óskar velferðarráð eftir úttekt á fjölda og upphæð þeirra húsaleiguskulda sem velferðarsvið hefur fellt niður gagnvart félagsbústöðum árin 2014-2015.
4. Lögð fram að nýju aðgerðaáætlun með stefnu Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum 2013 2013, dags. 2. júní 2016, ásamt minnisblaði, dags. 2. júní 2016.
Birna Sigurðardóttir deildarstjóri á skrifstofu sviðsstjóra tekur sæti á fundinum undir þessum lið og gerir grein fyrir málinu.
5. Lagt fram uppgjör velferðarsviðs janúar til mars 2016 og kynnt hagræðingarvinna.
Jenný Stefanía Jensdóttir sérfræðingur í áætlunum og ráðgjöf og Agnes Sif Andrésdóttir deildarstjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar taka sæti á fundinum undir þessum lið og gera grein fyrir málinu.
6. Fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2017, rammaúthlutun og tíma- og verkáætlun lagðar fram.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.
7. Lögð fram drög að áherslum og forgangsröðun fyrir árin 2017 - 2021 í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerir grein fyrir málinu.
8. Lögð fram tillaga að flutningi fjárheimildar af bundnum lið fjárhagsaðstoðar til velferðarsviðs, dags. 25. maí 2016.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerir grein fyrir málinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi Pírata lýsa yfir stuðningi við tillöguna og vísa henni til borgarráðs.
9. Lagt fram minnisblað um stöðu samnings við Samhjálp vegna stuðningsheimilis að Miklubraut, dags. 1. júní 2016.
10. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks á fundi velferðarráðs þann 26. maí 2016.
Velferðarráð samþykkir það markmið að stoðþjónusta verði meðhöndluð á sama hátt og lögbundin þjónusta, fólk verði ekki sett á bið eftir henni heldur verði það talið sjálfsagt að mæta þeim þörfum sem skapast á hverju ári. Í því skyni verði unnin innleiðingaráætlun um hvernig borgin getur orðið bakhjarl og stuðningur við eigin svið og fyrirtæki í borginni um að finna störf og virkni við hæfi allra. Í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2017 verði fjármagn tryggt til þessa mikilvæga verkefnis.
Afgreiðslu tillögu frestað.
11. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks á fundi velferðarráðs þann 26. maí 2016.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að velferðarráð samþykki að það verði algjört forgangsatriði á næsta ári að bæta stuðningsþjónustu í borginni. Í því skyni verði samþykkt sú meginregla að stuðningsþjónustan verði meðhöndluð á sama hátt og lögbundin þjónusta sem íbúar eiga skýlausan rétt á, s.s. grunnskólavist fyrir börn. Reykjavíkurborg þarf að endurskoða hvernig á að mæta uppsafnaðri þörf vegna gríðarlegs fjölda á biðlistum og vinna þarf að lausninni út fyrir velferðarsvið eitt og leita samvinnu við borgarráð og fjármálaskrifstofu.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Velferðarráð telur afar mikilvægt að fjármagn fylgi þörf fyrir stuðningsþjónustu. Til að tryggja að svo verði er velferðarsviði falið að hefja vinnu við gerð reiknilíkans sambærlegu við grunnskólaviðmið hjá skóla- og frístundasviði. Reiknilíkanið tæki til almennrar stuðningsþjónustu og virkni, verkefna og vinnumiðaðrar stoðþjónustu. Tillaga að reiknilíkani leggist fyrir velferðarráð svo fljótt sem auðið er.
Breytingartillaga samþykkt samhljóða.
12. Lögð fram umsögn öldungaráðs, dags. 31. maí 2016, við tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 14. janúar 2016 vegna matarþjónustu fyrir eldri borgara í Eirborgum og Aflagranda.
Málinu frestað.
13. Lagður fram til kynningar samningur um þjónustu í Eirborgum, dags. 23. maí 2016.
14. Lagður fram til kynningar samningur um framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Eirarhúsum, dags. 23. maí 2016.
Fundi slitið kl. 16:20
Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)
Magnús Már Guðmundsson (sign) Björn Jón Bragason (sign)
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)