Velferðarráð - Fundur nr. 284

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 7. apríl var haldinn 284. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.00 í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Ingvar Már Jónsson og Magnús Már Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir,  Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Sigtryggur Jónsson, Óskar D Ólafsson, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Sigrún Skaftadóttir og Birna Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um nýja búsetukjarna dags. 7. mars 2016. 

Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim  og Jóna Guðný Eyjólfsdóttir deildarstjóri á skrifstofu þjónustu heim tóku sæti á fundinum undir þessum lið og gerðu grein fyrir málinu.

Tillagan samþykkt samhljóða. 

2. Málefni innflytjenda 

a. Lögð fram greining vegna notenda velferðarsviðs með erlent ríkisfang dags 31. mars 2016.

b. Þjónusta við flóttamenn og hælisleitendur í Reykjavík. 

Kristjana Gunnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu gerði grein  fyrir þeim ramma sem unnið er eftir. 

c. Reynsla og framtíðarsýn í þjónustu við flóttamenn og hælisleitendur. 

Áshildur Linnet og Sigrún Erla Egilsdóttir frá Rauða kross Íslands sögðu frá reynslu Rauða krossins.

d. Umræður.

Fulltrúum eftirtalinna aðila var boðin þátttaka á fundinum undir þessum lið:

Formönnum fagráða fjölskylduráða og nefnda í eftirtöldum sveitarfélögum:

Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Reykjanesbæ.

Formönnum eftirtaldra ráða í Reykjavík var boðin þátttaka:

Fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar

Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundaráði  Reykjavíkurborgar

Fulltrúum frá Rauða krossi Íslands og velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Eftirfarandi aðilar tóku sæti á fundinum undir þessum lið: Að hálfu Rauða kross Íslands: Ragna Árnadóttir, Hildur Tryggvadóttir Flovenz, Atli V. Thorstensen, Áshildur Linnet, Sigrún Erla Egilsdóttir. Að hálfu fjölskylduráða: Sturla Þorsteinsson, Garðabæ, Guðlaug Kristjánsdóttir, Hafnarfjarðarbæ, Hera Ósk Einarsdóttir, Reykjanesbæ, Silja Ingólfsdóttir, Kópavogsbæ. Að hálfu Reykjavíkurborgar: Joanna Marcinkowske, mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Barnavernd Reykjavíkur, Sigrún Skaftadóttir, Þjónustumiðstöð Vesturgarðs, Helena Wolimbwa, Þjónustumiðstöð Vesturgarðs, Inga Sveinsdóttir,  Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Sigurrós Ragnarsdóttir, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Guðbergur Ragnar Ægisson, skrifstofu velferðarsviðs, Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, Jóna Björg Sætran, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir, þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Sigtryggur Jónsson, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, þjónustumiðstöð Miðgarðs og Óskar D Ólafsson. þjónustumiðstöð Breiðholts. 

3. Kynnt drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaga og Rauða kross Íslands. 

Fundi slitið kl. 16:07

Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign) Ingvar Már Jónsson (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign)