Velferðarráð - Fundur nr. 282

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 3. mars var haldinn 282. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.07 að í sal Þroskahjálpar að Háaleitisbraut 13. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Börkur Gunnarsson, Áslaug Friðriksdóttir og Ingvar Már Jónsson. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir,  Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Berglind Magnúsdóttir og Birna Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Starfið milli funda. 

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Kristín Elfa Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum kl. 13:21.

2. Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu samráðshóps félagsmálastjóra um breytingu á pöntunartíma og opnunartíma þjónustuvers vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, sbr. fundargerð samráðshópsins frá 27. janúar 2016.

Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Velferðarráð óskar eftir upplýsingum um hvernig samráði við notendur var háttað, áður en tillaga frá Strætó BS. um breyttan pöntunartíma í ferðaþjónustu fatlaðs fólks var lögð fram í stjórn SSH. Velferðarráð óskar einnig eftir svörum um af hverju málið var ekki rætt í þjónustuhópi ferðaþjónustu fatlaðra. Einnig vill velferðarráð ítreka mikilvægi þess að samráðshópur SSH um málefni fatlaðs fólks og Strætó, sem nú hefur verið falið að innleiða fyrirhugaðar breytingar, tryggi að í því ferli verði haft samráð við notendur þjónustunnar, góður tími verði gefin til innleiðingar og að breytingar verði vel kynnar fyrir notendum og öðrum sem sjá um að panta ferðir hjá ferðaþjónustunni. Velferðarráð áréttar mikilvægi þess að þjónustutími ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó verði óskertur, þrátt fyrir breytingar á pöntunartíma gegnum síma. Mikilvægt er að hægt verði að panta ferðir með tölvupósti með sem skemmstum fyrirvara, að neyðarþjónusta skerðist ekki og að fyrirspurnum notenda verði áfram svarað á opnunartíma þjónustuvers. Velferðarráð vill að lokum ítreka nauðsyn þess að rafræn þjónustugátt standi notendum ferðaþjónustu fatlaðs fólks til boða sem fyrst, helst þannig að ný þjónustugátt sé komin í gagnið þegar breyting á pöntunartíma tekur gildi. Mikilvægt er að tryggja að fyrirhuguð breyting á pöntunartíma gegnum síma valdi notendum þjónustunnar og aðstandendum þeirra sem minnstum óþægindum.

3. Lagt fram minnisblað um breytingu til stækkunar  á Hólabergi dags. 29. febrúar 2016.

Skrifstofustjóri á skrifstofu þjónustunnar heim gerði grein fyrir málinu.

4. Lagt fram yfirlit yfir þróun rekstrar búsetuúrræða fyrir fatlað fólk í Reykjavík á árinu 2015 ásamt greiningu á notkun stöðugilda. 

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram greining á þróun kostnaðar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík á árinu 2015.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

6. Lagt fram stöðumat á aðgerðaáætlun í þróun þjónustu við fatlað fólk dags. 25. febrúar 2016. 

Fulltrúum eftirtalinna aðila var boðin þátttaka á fundinum undir liðum 6-9.

Þroskahjálp

Geðhjálp

ÖBÍ

Sjónarhóli

Réttindagæslumönnnum í Reykjavík

Styrktarfélaginu Ás

MND félaginu

NPA miðstöðinni

Átaki, félagi fólks með þroskahömlun

Umboðsmanni borgarbúa

velferðarráðuneyti

Mannréttindarskrifstofu Reykjavíkur

Eftirfarandi aðilar tóku sæti á fundinum undir liðum 6-9.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir og Linda Dögg Hólm fyrir hönd Geðhjálpar. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, og Hjörtur Örn Eysteinsson fyrir hönd NPA miðstöðvarinnar ásamt Sigurði Agli Ólafssyni aðstoðarmanni Rúnars Björns. Auður Finnbogadóttir  fyrir hönd réttindagæslumanna í Reykjavík. Halldór Gunnarsson fyrir hönd réttindavaktar velferðarráðuneytisins. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.

Árni Múli Jónasson, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson fyrir hönd Þroskahjálpar. Aileen Soffía Sveinsdóttir fyrir hönd Átaks, félag fólks með þroskahömlun.

Börkur Gunnarsson vék af fundi kl. 15:07.

7. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun með stefnu Reykjavíkurborgar um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum fyrir árin 2013-2023, dags. 24. febrúar 2016.

8. Umræður um búsetumál fatlaðs fólks

9. Umræður um atvinnumál fatlaðs fólks

Magnús Már Guðmundsson vék af fundi kl. 15:56

Gestir véku af fundi kl. 16:28

10. Með vísan í afgreiðslu borgarstjórnar 1. mars 2016 er samþykkt að Ingvar Már Jónsson  taki  sæti í velferðarráði og sem fulltrúi minnihluta í áfrýjunarnefnd. 

Fundi slitið kl. 16:32

Ilmur Kristjansdóttir formaður (sign)

Elín Oddný sigurðardóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign) Ingvar Már Jónsson (sign)