Velferðarráð - Fundur nr. 280

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2016, fimmtudaginn 4. febrúar var haldinn 280. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:00 í félagsmiðstöðinni Borgum listastofu, Spönginni 43 Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Katla Hólm Þórhildardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir,  Ingibjörg Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Starfið á milli funda. 

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

2. Framkvæmdastjóri Miðgarðs gerði grein fyrir stöðu vinnu vegna matarþjónustu í Grafarvogi. 

3. Lagt fram svar við fyrirspurn frá fundi velferðarráðs þann 17. desember 2015, þar sem óskað var eftir upplýsingum um félagsstarf og matarþjónustu sviðsins. 

4. Umræður um þjónustu við eldri borgara.

Eftirtaldir gestir tóku sæti á fundinum undir þessum lið: Af hálfu öldungaráðs Guðrún Ágústsdóttir formaður, Sveinn Grétar Jónsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem jafnframt er fulltrúi félags eldri borgara í Reykjavík Ellert B Schram formaður starfshóps um heilsueflingu og hreyfingu eldri borgara og Kjartan Magnússon Fulltrúi öldungaráðs mætti á fundinn. Jafnframt var boðið á fundinn fulltrúum þjónustuhóps aldraðra í Reykjavík og fulltrúum U3A. 

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi bókun: 

Óskað er eftir því að velferðarsvið Reykjavíkurborgar afli niðurstaðna úr viðhorfskönnun Gallup vegna þjónustu borgarinnar við eldri borgara og kynni þær fyrir fulltrúum í velferðarráði, öldungaráði og borgarstjórn.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi tillögu:

Á fundi með fulltrúum aldraðra kom í ljós að mikilvægt er að skipuleggja matarþjónustu við aldraðra til framtíðar. Mjög nauðsynlegt er að vinna að því að fólk hafi meira val um tegundir og magn. Nauðsynlegt er einnig að upplýsingar um innihald fylgi öllum mat. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tekur undir það. Lagt er til að öldruðum í Reykjavík bjóðist matarþjónusta um helgar á mest sóttu stöðunum í borginni þar til frekari stefnumörkun liggur fyrir. Fyrirkomulag þjónustunnar þarf jafnframt að endurskoða til dæmis með aðkomu sjálfboðaliða. 

Frestað.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi tillögu: 

Mikilvægt er að koma til móts við fjölbreyttar þarfir aldraðra og leggja grunn að þjónustu  sem byggir  á fjölskylduvænum og persónulegum grunni. Á fundi velferðarráðs og fulltrúum aldraðra kom fram að félagslegi þáttur heimaþjónustu og þrifa er ekki síður mikilvægur en áhersla á þrifin sjálf. Lagt er til að velferðarsvið skoði hvernig opna megi á að aldraðir geti ráðið aðstoð, t.d. ættingja til að sinna þessum mikilvæga þætti.

Frestað.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir um stefnu í málefnum aldraðra í Reykjavík og þeirri aðgerðaáætlun sem henni fylgir:

Skv. stöðumati aðgerðaráætlunar var mjög ábótavant að stefnunni hefði verið fylgt eftir á árinu 2015. 1) Einn hluti stefnunnar er að gera reglubundnar kannanir á högum og viðhorfum aldraðra. Gerir fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ráð fyrir því fjármagni? 2) Mikilvægt þykir að efla upplýsingaflæði til aldraðra og efla ráðgjafarþjónustu. Lagðar voru fram tillögur þess efnis í ágúst 2014 og boðað var í byrjun árs 2015 að teknar yrðu ákvarðanir til að bæta úr þessum málum. Ekkert hefur til þeirra frést. Spurt er, voru einhverjar teknar, og hvaða aðgerðir á að ráðast í fyrir árið 2016. 3) Eitt atriði stefnunnar var að borgin myndi setja upp rafrænt ábendingakerfi fyrir þjónustu heimahjúkrunar. Í janúar 2015 hafði þessi vinna ekki hafist. Er gert ráð fyrir henni á árinu 2016? 4) Mikið er lagt upp úr nærþjónustu og samráði. Í janúar 2015 kom fram að mjög mismunandi er hvernig samráði er háttað og eins og dæmin sýna virðist samráð oft mjög takmarkað. Verkferli lá ekki fyrir í janúar 2015. Liggur þetta verkferli fyrir nú eða er gert ráð fyrir að það verði unnið 2016? 5) Um búsetumöguleika er fjallað í stefnunni meðal annars um þjónustuíbúðir og hvernig skuli vinna að því að brúa bilið milli búsetu á eigin heimili og búsetu á hjúkrunarheimil. Árið 2013 var stofnaður hópur til að skoða og kortleggja þarfir þessa hóps og undirbúa næstu skref. Í janúar 2015 lá ekkert fyrir um framkvæmdir en boðað var að vinna við tillögur hæfist í mars 2015. Var farið í þá vinnu, liggur eitthvað fyrir eða er gert ráð fyrir fjármagni til á árinu 2016? 6) Gríðarleg áhersla er lögð á að gera öldruðum kleift að búa sem lengst heima. Einn liður þess er að auðvelda fólki að gera breytingar á heimilum sínum, t.d. hvað varðar aðgengi. Ekkert lá fyrir í þessum efnum í byrjun árs 2015. Gerðist eitthvað á árinu 2015 eða er gert ráð fyrir að eitthvað gerist árið 2016? 7) Áhersla var lögð á að efla stuðning við aðstandendur. Gert var ráð fyrir að fundur yrði haldinn í byrjun síðasta árs sem átti að leiða til þess að aðgerðir og tillögur að framkvæmd yrðu til. Gerðist það? Hvar er sú vinna og verður henni haldið áfram árið 2016?

Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókanir:

Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og ljóst er að upplýsingagjöf til eldri borgara varðandi þá þjónustu sem stendur þeim til boða á vegum Reykjavíkurborgar er mjög ábótavant. Lengi hefur verið vitað að heimasíða borgarinnar er mjög óaðgengileg og því nauðsynlegt að bregðast við því hið fyrsta. 

Mikilvægt er að Reykjavíkurborg þrýsti á um að gerð verði úttekt á færni og heilsumatinu eins upphaflega var lagt af stað með árið 2008 og að skoðað verði m.a. hvort að dregið hafi úr aðgengi þeirra að hjúkrunarheimilum sem þurfa á mikilli umönnun að halda og búa heima.

5. Fram fer kynning á starfsemi Korpúlfa.

6. Eftirtaldir gestir tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu starfsemi Korpúlfa: Sesselja Eiríksdóttir formaður Korpúlfa samtaka eldri borgara í Grafarvogi, Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í félagsmiðstöðinni Borgum og Margrét Richter sérfræðingur  fjármála og rekstrar á þjónustumiðstöð Miðgarðs, kynntu starfsemi Korpúlfa.

Fundi slitið kl: 16:15

Ilmur Kristjánsdóttir formaður 

Börkur Gunnarsson (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

Gréta Björg Egilsdóttir.(sign) Heiða Björg Sigurðardóttir (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)