Velferðarráð - Fundur nr. 28

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 18. janúar var haldinn 28. fundur s og hófst hann kl. 12.20 að Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Margrét Sverrisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 16. janúar 2006 um nýjan varamann áheyrnarfulltrúa F-listans í Velferðarráði.

2. Lögð fram þriggja ára áætlun 2007-2009 ásamt greinargerð.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Skrifstofustjóri rekstrar og þjónustuúrræða, kynnti áætlunina nánar.
Marsibil Sæmundardóttir mætti á fundinn kl. 12.55.

Málinu er vísað til afgreiðslu borgarrráðs.

3. Lögð fram að nýju tillaga dags. 16. janúar 2006 að afgreiðslu styrkja til félagsmála vegna ársins 2006.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan er samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum að undanskildum þeim hluta hennar er varðar styrki til áfangaheimila.
Marsibil Sæmundardóttir vék af fundi er fjallað var um þann hluta tillögunnar er varðar styrki til áfangaheimila.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.

4. Lögð fram tillaga sviðsstjóra Velferðarsviðs dags. 16. janúar 2006 um rekstur Foldabæjar.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.

5. Lögð fram til kynningar hækkun fjárhagsaðstoðar 1. janúar 2006.

6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir afgreiðslu áfrýjunarnefndar árið 2005.

7. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 14. desember sl. varðandi Fjölskylduþjónustuna Lausn.
Jóna Hrönn Bolladóttir vék af fundi kl. 13.40.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá fyrrverandi notendum Fjölskylduþjónustunnar LAUSNAR er engin samsvarandi heildarþjónusta í boði lengur á þjónustumiðstöðvunum.
Við sjálfstæðismenn lýsum yfir verulegum vonbrigðum með þessa þróun. Við lögðum á það áherslu fyrir stjórnkerfisbreytingarnar að Fjölskylduþjónustan LAUSN fengi að starfa áfram með óbreyttum hætti. Nú er hálft ár liðið frá því að Fjölskylduþjónustan LAUSN var lögð niður. Því var lofað að áfram yrði boðin samskonar þjónusta á öllum þjónustumiðstöðvunum. Notendur þjónustunnar eru börn og fullorðnir einstaklingar sem þola illa breytingar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að ákvörðun um niðurlagningu LAUSNAR verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja óbreytta starfsemi.
Fulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:

Eins og fram kemur í svari við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks er rekin sambærileg þjónusta í Þjónustumiðstöð Breiðholts og Fjölskylduþjónustan Lausn veitti. Jafnframt veitir Þjónustumiðstöð Breiðholts öðrum þjónustumiðstöðvum aðstoð við þróun kennslu og útbreiðslu lausnarmiðaðrar fjölskyldumeðferðar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Í svarinu kemur skýrt fram að vissulega sé um breytt skipulag að ræða og að starfsemin hafi verið brotin upp.

8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 14. desember sl. varðandi framleiðslueldhúsið á Lindargötu.

9. Stefán Jóhann Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að setja í gang vinnu til að meta þróun spilafíknar meðal ungs fólks í Reykjavík og benda á leiðir til viðbragða ef þörf er talin á.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

10. Marsibil Sæmundardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra að skipa starfshóp í þeim tilgangi að taka út eftirmeðferðarmál ungs fólks að 20 ára aldri. Starfshópurinn skal taka út stöðuna í málaflokknum og koma með stefnumótandi tillögur. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum til Velferðarráðs sem allra fyrst.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13.55

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Guðrún Ebba Ólafsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir