Velferðarráð - Fundur nr. 277

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2015, fimmtudaginn 17.desember var haldinn 277. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 15:08 í fundarsalnum Þingsal 9 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson,  Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Berglind Magnúsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Birna Sigurðardóttir og Kristín Ösp Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 

1. Starfið milli funda. 

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

- Kristín Elfa Guðnadóttir tekur sæti á fundinum kl. 15:18.

2. Lagt fram minnisblað vegna  matarþjónustu á Aflagranda dags. 26. nóvember 2015.

Skrifstofustjóri á skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: 

Velferðarráð óskar eftir heildaryfirliti yfir allt opið félagstarf sem velferðarsvið rekur. Óskað er eftir upplýsingum um staðsetningu, tómstundaframboð, starfsmannahald og kostnað við hverja starfseiningu. Auk þess óskar ráðið eftir heildaryfirliti yfir þá matarþjónustu sem velferðarsvið heldur úti. Fram komi upplýsingar um staðsetningu, fjölda notenda, starfsmannahald og kostnað við hverja einingu. Farið var í mikla vinnu við framtíðarskipan matarþjónustu hjá Reykjavíkurborg á síðasta kjörtímabili sem leiddi m.a til breytinga á framleiðslueldhúsi ofl. Ráðið óskar auk þess eftir kynningu á niðurstöðum þeirrar vinnu. Einnig óskar ráðið eftir að sviðið skoði möguleika á notkun sjálfboðaliða í matarþjónustunni. Velferðarráð mun taka upp málið að nýju þegar umbeðin gögn liggja fyrir. Það er ósk ráðsins að ræða bæði opið félagsstarf og matarþjónustu á sameiginlegum fundi velferðarráðs og öldungarráðs sem haldin verður í febrúar nk.

3. Lagðar fram lykiltölur frá janúar til október 2015.

Birna Sigurðardóttir deildarstjóri á skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

- Ilmur Kristjánsdóttir víkur af fundi kl 16:26.

4. Kynnt uppgjör velferðarsviðs janúar til október 2015.

Skrifstofustjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

5. Styrkir og þjónustusamningar. Kynnt  tillaga starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga. 

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir málinu.

6. Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfárhæðum fjárhagsaðstoða til framfærslu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 15. desember 2015.

Skrifstofustjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúi sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram eftirfarandi tillögu:

Velferðarráð samþykkir að breyta reglum um fjárhagsaðstoð á þann hátt að grunnkvarði verði lækkaður til jafns við grunnkvarða fjárhagsaðstoðar í nágrannasveitarfélögum. Um leið verði innleidd heimild til að veita virknistyrki til þeirra sem fylgja einstaklingsáætlunum og taka þátt í virkniverkefnum þannig að samanlögð upphæð grunnkvarða og virknistyrks verði jöfn núgildandi grunnfjárhæð.

7. Nýsköpun - erindi og umræður. 

Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor hjá Listaháskóla Íslands, og Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu, tóku sæti á fundinum undir þessum lið kl. 16.55. Guðmundur Oddur flutti erindi um listina að skapa og Héðinn flutti erindi um geðheilbrigðismál.

- Ilmur Kristjánsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju kl. 17:15.

Fundi slitið kl. 18:14

Ilmur Kristjánsdóttir formaður (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)

Heiða Björk Hilmisdóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign)