Velferðarráð - Fundur nr. 274

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2015, fimmtudaginn 5. nóvember, var haldinn 274. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:00 í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Efstaleiti 1, 103 Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Börkur Gunnarsson, Magnús Már Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Birna Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfið á milli funda. 

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

- Sigtryggur Jónsson víkur af fundi kl. 13:18.

2. Upplifun unglings af þjónustu Velferðarsviðs.

Arna Kristjánsdóttir félagsráðgjafi og Emilía notandi þjónustu velferðarsviðs tóku sæti á fundinum kl. 13:20.

3. Umræða um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. 

Salbjörg Bjarnadóttir fulltrúi í velferðarvaktinni tók sæki undir þessum lið og kynnti tillögur velferðarvaktarinnar sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. 

Hildur Björk Svavarsdóttir deildarstjóri tölfræði og rannsóknaþjónustu skóla og frístundasviðs tók sæti undir þessum lið og fjallaði um mat og eftirlit með skóla- og frístundastarfi sem grunn að umbótum og auknum gæðum og kynnti mælingar á líðan barna í skólapúlsinum, verkefni um ytra mat í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi auk viðmiða um gæði í leikskólastarfi og þróun barna/nemendafjölda og úthlutanir til stuðnings í leikskólum og grunnskólum.

Eftirtalin gögn voru lögð fram: 

Þjónusta við börn hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. 

Upplýsingar um þjónustu og úrræði fyrir börn og barnafjölskyldur á vegum velferðarsviðs.

Minnisblað dags. 29. maí 2015 vegna fjölskyldumiðstöðvar í Breiðholti. 

Minnisblað dags. 14. apríl – Samantekt vangaveltur-hvaða leiðir eru færar?

Minnisblað dags. 20. apríl 2015 –kynnt staða þjónustu við börn me alvarlegar þroska og geðraskanir. 

Bréf frá velferðarráðuneytinu dags 26. mars 2014. – Kynning á niðurstöðum nefndar um samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar þroska og geðraskanir. 

Ritröð um rannsóknarverkefni á sviði félagsráðgjafar – jaðarstaða foreldra – velferð barna. 

Hvaða foreldrar nýta 16. Gr. A í fjárhagsaðstoð október 2015.

Staða foreldra nema með framfærslu til náms 2014.

Þróunarverkefni um þjónustu talmeinafræðinga við leik og grunnskóla í Grafarvogi og Kjalarnesi stöðuskýrsla fyrir skólaárið 2013 – 2014.

Skýrsla velferðarvaktarinnar tillögur um aðgerðir til að vinna bug á fátækt janúar 2015.

Úttekt á verk og vinnulagi sérfræðiþjónustu í skóla í Reykjavík. 

Ársskýrsla fjölskyldumiðstöðvar 2013 tölulegar upplýsingar 

Ársskýrsla fjölskyldumiðstöðvar 2014.

Samningur um aðkomu að rekstri Fjölskyldumiðstöðvarinnar 2015. 

Einnig tóku sæti á fundinum undir þessum lið: Kristjana Gunnarsdóttir skrifstofustjóri ráðgjafaþjónustu velferðarsviðs, Stefanía Sörheller verkefnastjóri á skrifstofu ráðgjafaþjónustu velferðarsviðs, Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla og frístundasviðs Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri Skóla og frístundasviði, Ragnheiður Sigurjónsdóttir frá Fjölskyldumiðstöðinni, Elísabet Gísladóttir, Kolbrún Ingibergsdóttir og Hrafnhildur Jóhannesdóttir frá Ljósbroti, Linda Kristmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri göngudeildar BUGL, Unnur Heba sem er þjónustustjóri BUGL, Arndís Benediktsdóttir og Anna Sveinsdóttir fulltrúar nema sem haft lagt fram hugmynd um ráðgjafar og þekkingarstöðina Berg, Helgi Viborg deildarstjóri í Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarði sem fulltrúi skólaþjónustu velferðarsviðs, Guðrún Halla Jónsdóttir verkefnastjóri í Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarði fulltrúi unglingaráðgjafa velferðarsviðs og samráðshóps um forvarnir.

Fundi slitið kl. 15:38

Ilmur Kristjánsdóttir (formaður)

Börkur Gunnarsson (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Gréta Björg Egilsdóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

Að loknum fundi var farið í heimsókn og fengin kynning á starfsemi vistheimilis barna Laugarásvegi 39, Reykjavík.