Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2015, miðvikudaginn 28. október var haldinn 273. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 15.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Gunnarsdóttir. Mættir af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfið á milli funda.
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
2. Kynnt drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 ásamt greinargerð.
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum að vísa drögunum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Áslaug María Friðriksdóttir vék af fundi kl. 16.27.
3. Skipan starfshóps velferðarráðs um styrki og þjónustusamninga á grundvelli reglna velferðarráðs um styrkúthlutanir.
Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum að kjósa Ilmi Kristjánsdóttur og Grétu Björg Egilsdóttur í starfshópinn.
Fundi slitið kl. 16. 42
Ilmur Kristjánsdóttir formaður
Magnús Már Guðmundsson (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)