Velferðarráð - Fundur nr. 269

Velferðarráð

Ár 2015, fimmtudaginn 10. september var haldinn 269. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.27 að Borgartúni 12-14. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Gunnarsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Drög að fjárhagsáætlun 2016. 

Kynnt drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2016 eftir þjónustuþáttum.

Kynnt drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2016 eftir skipulagseiningum.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

- Áslaug María Friðriksdóttir vék af fundi kl. 14.22.

2. Atvinnumál fatlaðs fólks. 

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:

Síðastliðinn fimmtudag hélt velferðarráð fund um atvinnumál fatlaðs fólks. Á þeim fundi kom í ljós að víða virðist vera pottur brotinn í þeim efnum, þar á meðal á starfsstöðum Reykjavíkurborgar. Það hefur sýnt sig að það að vera með sem fjölbreyttastan hóp fólks á vinnustað eykur víðsýni og lífsgæði allra og bætir árangur starfsins. Velferðarráð felur velferðarsviði hér með að rýna vel í hvar hægt sé að ráða inn fólk með fötlun og að finna leið til að leiðbeina þeim sem taka slíka ákvörðun svo að hægt sé að vinna bug á ótta og forðast árekstra. Mannréttindasvið er að vinna fræðsluefni sem nýta á í þessum tilgangi. Atvinnumálahópur, skipaður af borgarráði, er að marka stefnu í atvinnumálum fatlaðs fólks og velferðarráð mun kalla eftir þeirri stefnu þegar hún liggur fyrir. Mikilvægt er að í kjölfarið verði gerð aðgerðaáætlun sem taki til allra starfsstöðva borgarinnar og þar lýsir velferðarráð sig meira en reiðubúið að koma að málum. Það þarf samhent átak til að fá fólk sem er með mannaforráð til að ráða fólk með skerðingar og gera sér grein fyrir þeim mannauði sem þar leynist. Fjölbreytt samfélag er best fyrir alla.

Fundi slitið kl. 14:50

Ilmur Kristjánsdóttir formaður 

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Gréta Björg Egilsdóttir (sign)