Velferðarráð - Fundur nr. 268

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2015, fimmtudaginn 3. september 2015, var haldinn 268. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:10 í Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarði, að Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Jódís Bjarnadóttir, Börkur Gunnarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir, Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Birna Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness m.t.t. sérstöðu hverfisins

Ingibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarðs, gerði grein fyrir málinu.

2. Starfið milli funda.

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

3. Umræða um atvinnumál fatlaðs fólks.

Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ræddi um atvinnumál fatlaðs fólks og Katrín Þórdís Jacobsen deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar kynnti úrræði velferðarsviðs og starfi vinnuhóps um málefnið. 

- Börkur Gunnarsson vék af fundi kl. 13:25

Eftirtalin gögn voru lögð fram:

Samkomulag Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk, dags. 21. desember 2010, ásamt samkomulagi um hækkun fjármagns, dags. 27. júní 2014. 

Tillaga velferðarsviðs sem var lögð fyrir velferðarráð þann 4. september 2014 um fjölgun rýma í virkni, verkefna- og vinnumiðaðri stoðþjónustu.  

Skýrsla starfshóps frá júní 2012 um virkni- verkefna- og vinnumiðaða stoðþjónustu.

Þjónustusamningur milli velferðarsviðs og Áss styrktarfélags, dags. 22. nóvember 2012, ásamt fylgiskjali 1 með samningum (lýsing á þjónustu við fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hjá Ási styrktarfélagi).

Þessi tóku sæti á fundinu undir þessum lið:

Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, Silviane Pétursdóttir-Lecoultre frá Hlutverkasetri og Bryndís Theódórsdóttir forstöðumaður AMS, Bára Denný Ívarsdóttir forstöðumaður á velferðarsviði, Sléttuvegi, Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar og Auður Björgvinsdóttir teymisstjóri atvinnumála hjá Reykjavíkurborg 

Fundi slitið kl. 14:35

Að loknum fundi var farið í heimsókn og fengin kynning á starfsemi dagþjónustu í Gylfaflöt og Iðjubergi.

Ilmur Kristjánsdóttir formaður

Elín Oddný Sigurðadóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Jódís Bjarnadóttir (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign)