Velferðarráð - Fundur nr. 266

Velferðarráð

Ár 2015, fimmtudaginn 13. ágúst, var haldinn 266. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:09 í þjónustumiðstöð Breiðholts að Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Mættir: Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Jóna Björg Sætran. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Bára Sigurjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning framkvæmdastjóra – „Breiðholt nú og í framtíðinni“.

Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts gerði grein fyrir málinu. Auk þess tóku Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla, og Nichole Leigh Mosty, formaður hverfisráðs Breiðholts, sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Starfið milli funda.

Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

3. Umræða um fjárhagsáætlanagerð í opinberum rekstri.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og reksturs og Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts gerðu grein fyrir málinu.

Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 14:33.

Óskar Dýrmundur Ólafsson vék af fundi kl. 14:47.

4. Lögð fram og kynnt samþykkt borgarráðs frá 18. júní sl. um úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 ásamt bréfi borgarstjórnar, dags. 23. júní 2015.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og reksturs gerði grein fyrir málinu.

5. Umræða um fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2016. Lögð fram tíma- og verkáætlun A-hluta vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar 2016-2020, reglur um gerð fjárhagsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 8. júní 2015, tillaga borgarstjóra, dags. 16. júní 2015, leiðbeiningar um samantekt, úrvinnslu og framsetningu á magntölum og bréf fjármálastjóra og skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu, dags. 8. júlí 2015. 

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og reksturs gerði grein fyrir málinu.

6. Lögð fram tillaga, dags. 13. ágúst 2015, að reglum um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Reykjavík ásamt fylgigögnum.

Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, gerði grein fyrir málinu.

Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Frestað.

7. Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 23. júní 2015, um tillögu að yfirfærslu afgangs og taps milli 2015 og 2016 ásamt tillögu borgarstjóra og greinargerð, dags. 16. júní 2015.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og reksturs gerði grein fyrir málinu.

8. Skipan í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.

Ilmur Kristjánsdóttir tekur sæti Elínar Oddnýjar Sigurðardóttur sem aðalmaður. Til vara eru Elín Oddný Sigurðardóttur sem fyrsti varamaður og Heiða Björg Hilmisdóttir sem annar varamaður.

Fundi slitið kl. 16:30

Ilmur Kristjánsdóttir, formaður 

Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Jóna Björg Sætran (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Heiða Björg Hilmisdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)