Velferðarráð
Ár 2015, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn 263. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:04 að Borgartúni 12-14, Reykjavík. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigtryggur Jónsson og Bára Sigurjónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfið milli funda.
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
- Lára Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13:10.
2. Lögð fram tillaga, dags. 26. maí 2015, um hækkun þjálfunarstyrks í Fjölsmiðju.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Lagt er til að þjálfunarstyrkir til nema í Fjölsmiðjunni verið hækkaðir.
a) tímakaup 16 og 17 ára verði kr. 596 í stað kr. 568 (5% hækkun).
b) tímakaup 18 og eldri verði kr. 861 í stað kr. 730 (18% hækkun).
Upphæðin verður samræmd milli þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli auk þess sem upphæð jólabónusa verði samræmd, en það er í samræmi við ákvæði 4.1 gr. samnings Fjölsmiðjunnar.
Tillagan var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og telja ekki vera heimildir til að samþykkja tillöguna þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármununum í fjárhagsáætlun ráðsins sem þegar er komið fram úr fjárheimildum. Þetta þykir okkur afar miður því verkefnið er gott. Nýlega hefur verið talsverð umræða um þann mikla halla sem er á rekstri A-hlutans í Reykjavík en sjóðurinn er rekinn með um 2,8 milljarða halla á síðasta ári.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina lagði fram eftirfarandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir samþykkja eftirfarandi tillögu um hækkun þjálfunarstyrks til nema í Fjölsmiðjunni þar sem styrkirnir hafa ekki hækkað síðan árið 2008 og mikilvægt er að samræma upphæðir milli sveitarfélaga. Fjölsmiðjan er mikilvægur valkostur í því verkefni að gera ungt fólk að sterkari einstaklingum, félagslega, námslega og hæfari á vinnumarkaði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir bókun Framsóknar og flugvallarvina.
3. Lagt fram að nýju stöðumat á aðgerðaáætlun, dags. 25. apríl 2015, vegna þróunar þjónustu við fatlað fólk.
Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
Eftirfarandi fulltrúar hagsmunasamtaka tóku sæti á fundinum undir þessum lið: María Hildiþórsdóttir, framkvæmdarstjóri Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar, Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpar, María Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður formanns Landssamtaka Þroskahjálpar, Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, Árnný Guðjónsdóttir, aðstoðarmaður Guðjóns Sigurðssonar, Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, Hrefna K. Óskarsdóttir, verkefnastjóri Öryrkjabandalags Íslands, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, Pálmar Hafþórsson, aðstoðarmaður Rúnars Bjarnar Herrera Þorkelssonar, Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka Þroskahjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka Geðhjálpar, Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun.
Umræður.
- Magnús Már Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 13:33.
4. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. maí 2015, varðandi úttekt innri endurskoðunar á sameiginlegri ferðaþjónustu fatlaðs fólks ásamt skýrslu innri endurskoðunar frá maí 2015, fylgigögnum og bókunum frá borgarráðsfundi þann 21. maí 2015.
Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Brestir við innleiðingu breytinga í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks fólust fyrst og fremst í því að ekki var skýrt hver átti að bera ábyrgð á heildarumsjón með innleiðingu breytinganna eftir að verkefnið hafði verið falið Strætó bs. Meðal annars er ljóst að eftirlit velferðarráða og velferðarsviða sveitarfélaganna á innleiðingartímanum brást. Velferðarráð mun nú í framhaldinu fara yfir ferla, endurmeta og skýra þá svo tryggja megi að eftirfylgni með verkefnum skili árangri. Það var ætíð markmið velferðarráðs að bæta ferðaþjónustuna í þágu notenda hennar. Það er því ánægjulegt að framkvæmdaráðið sem er vettvangur sveitarfélaganna og hagsmunasamtakanna sem tók við af neyðarstjórninni í mars sl. hafi nú í áfangaskýrslu sinni sagt að Strætó bs. sé að bæta reksturinn og þjónustuna. Margar tillögur framkvæmdaráðsins hafa verið framkvæmdar og aðrar eru í vinnslu. Úttekt innri endurskoðunar á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd breytinga á ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu er vönduð og ítarleg og varpar skýru ljósi bæði á það sem vel var gert og það sem brást í ferlinu. Undirbúningur breytinganna var góður og ekki eru gerðar miklar athugasemdir við stefnumótunina sem slíka, sem var m.a. á hendi velferðarráðs. Brestirnir fólust fyrst og fremst í því að ekki var skýrt hver átti að bera ábyrgð á heildarumsjón með innleiðingu breytinganna eftir að verkefnið hafði verið falið Strætó bs. Upplýsingagjöf var mjög ábótavant, bæði til notenda þjónustunnar og eftirlitsaðila sveitarfélaganna, velferðarsviða og velferðarráða. Vönduð breytingastjórnun byggist á skýrt skilgreindri ábyrgð og góðu upplýsingaflæði og þegar um viðkvæma þjónustu á borð við þessa er að ræða verður að vanda sérstaklega vel til verka. Velferðarráð vill draga lærdóm af þeim mistökum sem gerð voru með því að formgera eftirlitshlutverk sitt þegar viðamiklar breytingar eru gerðar á þjónustu. Þá treystum við því að stjórn Strætó bs. vinni áfram að því að bæta úr þeim framkvæmdaþáttum sem miður hafa farið og úttekt Innri endurskoðunar og notendur hafa bent á. Við hvetjum einnig Strætó bs. til að halda samráði við notendur sívirku svo að þeirra áhrif á þjónustuna séu tryggð.
5. Lagt fram minnisblað, dags. 15. maí 2015, um þróun kostnaðar í ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá 2008 til 2014 og fyrsta ársfjórðungi 2015.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
6. Lagt fram ársfjórðungsuppgjör velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá janúar til mars 2015.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og reksturs og Jenný Stefanía Jensdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og reksturs, sem tók sæti á fundinum undir þessum lið, gerðu grein fyrir málinu.
7. Lögð fram tillaga um fjárhagsaðstoð.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð óskar eftir því að við endurskoðun aðgerðaráætlunar um fjárhagsaðstoð sem nú stendur yfir og hefur það að markmiði að fækka fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda, muni velferðarsvið;
- fjölga tímabundnum störfum hjá Reykjavíkurborg í samvinnu við Atvinnumáladeild og Vinnumálastofnun,
- skilgreina þann hóp sem er tímabundið óvinnufær vegna sjúkdóma og fær fjárhagsaðstoð, sem færni- eða endurhæfingarhóp, í stað þess að tala um sjúklinga,
- hefja skapandi starf með einstaklingum sem fá fjárhagsaðstoð í þeim tilvikum þar sem almenn úrræði hafi ekki náð til.
Tillagan samþykkt samhljóða.
8. Lagt fram og kynnt minnisblað, dags. 20. maí 2015, vegna stöðu á samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu, saman gegn ofbeldi.
Þóra Kemp, deildarstjóri á skrifstofu ráðgjafarþjónustu, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, saman gegn ofbeldi. Markmið samstarfsins er að auka þekkingarmiðlun og bæta verklag til að taka á á þeim heimilisofbeldismálum sem upp koma í því skyni að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við ofbeldi. Velferðarráð telur að samvinna aðila sem vinna með málaflokkinn sé af hinu góða, þannig má samræma vinnslu mála og bæta úrræðu og þjónustu við þolendur ofbeldis. Verkefnið hófst þann 1. janúar sl. og stendur í eitt ár. Velferðarráð óskar eftir að fylgjast með árangri þess og fá kynningu á því áður en tilraunatímabilinu lýkur þann 31. desember.
Elín Oddný Sigurðardóttir vék af fundi kl. 16:06.
9. Lagt fram minnisblað, dags. 25. maí 2015, vegna búsetukjarna í Rangárseli.
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gerði grein fyrir málinu.
Ólafía Magnea Hinriksdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu þjónustunnar heima, tók sæti á fundinum undir þessum lið.
10. Lögð fram umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. apríl 2015, vegna tillögu frá fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 26. febrúar 2015, 19. mars 2015 og 16. apríl 2015 vegna reglubundinnar viðhorfskönnunar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Tillaga fullrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir leggja til að reglubundin viðhorfskönnun verði gerð til að mæla viðhorf aldraðra til þjónustu Reykjavíkurborgar. Könnun þessi skal gerð tvisvar á ári auk þess að vera stutt og hnitmiðuð til að forðast brottfall. Markmið könnunarinnar er að fá bæði upplýsingar um kosti og galla starfsemi fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar frá fyrstu hendi og nota þær markvisst til að bæta þjónustuna.
Afgreiðslu tillögunnar frestað.
11. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 7. maí 2015.
Framsókn og flugvallarvinir leggja til að velferðarsvið ráðist í samkeppni á meðal 13 til 15 ára grunnskólanema um nýjungar í velferðarþjónustu. Þeir skólar sem hafi áhuga á að taka þátt í samkeppninni fái kynningu á velferð og velferðarþjónustu og sendi svo inn hugmyndir og vinni þær áfram í samráði við fagfólk.
Velferðarráð samþykkti að vísa tillögunni til ungmennaráða Reykjavíkurborgar og þau hvött til að koma með hugmyndir í velferðarmálum.
12. Lagt fram bréf frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, dags. 19. maí 2015, vegna sumarlokunar hjá mötuneyti í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði. Ennfremur lagt fram bréf, dags. 26. maí 2015, vegna sama erindis.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
13. Betri Reykjavík: Veðurskjól fyrir varnarlitla.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð leggur fram eftirfarandi bókun:
Þakkað er fyrir tillögu að aðgerð til stuðnings/aðstoðar við utangarðsfólk. Meðal þess sem utangarðsfólki stendur til boða af hálfu Reykjavíkurborgar er þátttaka í iðju/dagsverki. Tillögunni er vísað til forsvarsmanna iðjunnar í Dagsetri til nánari skoðunar.
14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. maí 2015, um að fagráð geri árlegan „hættulista“.
Velferðarráð samþykkti að vísa þessu til gerðar fjárhagsáætlunar.
15. Lögð fram áskorun frá íbúum húsanna við Sléttuveg varðandi byggingu þjónustuíbúða og þjónustukjarna.
Velferðarráð felur velferðarsviði Reykjavíkurborgar að svara íbúum um stöðu mála varðandi væntanlega uppbyggingu á þjónustukjarna.
Fundi slitið kl. 16:39
Björk Vilhelmsdóttir (sign.)
Ilmur Kristjánsdóttir (sign.) Gréta Björg Egilsdóttir (sign.)
Lára Óskarsdóttir (sign.) Áslaug Friðriksdóttir (sign.)
Magnús Már Guðmundsson (sign.)