Velferðarráð
Ár 2015, fimmtudaginn 7.maí var haldinn 262. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.50 að Borgartúni 12-14, Reykjavík.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfið milli funda. Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda ráðsins.
Kristín Elfa Guðnadóttir, áheyrnarfulltrúi, tók sæti á fundinum kl. 13.00.
2. Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 21. apríl 2015, um kosningu í velferðarráð sem fram fór á fundi borgarstjórnar þann 21. apríl 2015.
3. Lagt fram stöðumat á aðgerðaáætlun dags. 25. apríl 2015 vegna þróunar þjónustu við fatlað fólk. Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri skrifstofu velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
Samþykkt var að taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi ráðsins og bjóða hagsmunasamtökum til fundarins. Ilmur Kristjánsdóttir tók sæti á fundinum kl.13.15.
4. Kynnt staða þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir. Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu gerði grein fyrir málinu. Börkur Gunnarsson tók sæti á fundinum kl. 13.35.
5. Lagt fram minnisblað, dags. 8. apríl 2015, um leiðir til að bæta upplýsingaflæði í málefnum fatlaðs fólks.
Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
6. Beingreiðslusamningar.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu kynnti drög að reglum um beingreiðslusamninga.
Umræður fóru fram og óskað var eftir upplýsingum um beingreiðslusamninga, þ.m.t. um fjölda samninga og kostnaðarmat á áhrifum reglnanna.
Afgreiðslu málsins var frestað.
7. Lagt fram minnisblað dags. 19. mars 2015, vegna áfangaheimilisins að Álfalandi 15.
Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu. Velferðarráð samþykkti að málið verði skoðað í samvinnu við Félagsbústaði hf.
8. Lagðir fram undirritaðir þjónustu- og samstarfssamningar á grundvelli styrkveitinga velferðarráðs sem samþykktar voru á fundi velferðarráðs þann. 5. febrúar 2015.
9. Lagt fram svar, dags. 21. apríl 2015, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 19. mars 2015.
10. Lagt fram svar dags, 21. apríl 2015, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá fundi velferðarráðs þann 9. apríl 2015.
11. Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 5. maí 2015, um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu nýsköpunarumhverfis í velferðarþjónustu.
Borgarstjórn samþykkir að hefja tilraunaverkefni næsta haust þar sem gerð verður úttekt á nýsköpunarumhverfi valdra eininga velferðarsviðs. Úttektin verði gerð af utanaðkomandi aðilum. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Starfsumhverfið, viðhorf og menning innan fyrirtækjanna geta þar skipt sköpum. Nauðsynlegt er að starfsumhverfi mismunandi eininga innan velferðarsviðs verði tekið til sérstakrar skoðunar hvað þetta varðar. Horft verði til þess hvort umhverfið gefi nægt rými til nýsköpunar, hvetji til jákvæðra samskipta, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Skilgreindir verði styrkleikar og veikleikar mismunandi eininga. Úttektin nái til allra hlutaðeigenda, stjórnenda, starfsmanna, notenda og hagsmunaaðila.
Borgarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til velferðarráðs.
Samþykkt var að vísa tillögunni til umsagnar velferðarsviðs þar sem tekið verður mið af kynningum sem velferðarráð og velferðarsvið fengu í kynnisferð til í London í síðustu
viku.
12. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi tillögu:
Framsókn og flugvallarvinir leggja til að velferðarsvið ráðist í samkeppni á meðal 13 til 15 ára grunnskólanema um nýjungar í velferðarþjónustu. Þeir skólar sem hafi áhuga á að taka þátt í samkeppninni fái kynningu á velferð og velferðarþjónustu og sendi svo inn hugmyndir og vinni þær áfram í samráði við fagfólk.
Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
13. Hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2014. Lögð fram tillaga um veitingu hvatningarverðlauna velferðarráðs fyrir árið 2014. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Hvatningarverðlaunin verða veitt á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.
14. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir að málefni Þorrasels verði tekin á dagskrá næsta fundar.
Fundi slitið kl.15.10
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir(sign)
Magnús Már Guðmundsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Ilmur Kristjánsdóttir (sign)