Velferðarráð
Ár 2015, fimmtudaginn 9.apríl var haldinn 260. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.05 í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, Reykjavík. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir (varamaður Magnúsar Más Guðmundssonar), Ilmur Kristjánsdóttir, Kjartan Þór Ingason (varamaður Grétu Bjargar Egilsdóttur) og Björn Jón Bragason (varamaður Áslaugar Maríu Friðriksdóttur). Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Gunnarsdóttir. Af hálfu starfsmanna; Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigþrúður E. Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að áherslum og forgangsröðun velferðarráðs í málaflokknum fyrir árin 2016 til 2019 vegna vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun.
Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerðu grein fyrir áherslum og forgangsröðun.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun.
Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina samþykkir tillögur að áherslum og forgangsröðun velferðarráðs enda um góða samvinnu að ræða. Viljum við þó lýsa óánægju okkar með seinagang í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík en ekki hefur verið staðið við útgefin markmið Félagsbústaða um að kaupa eða leigja 100 íbúðir á ári síðastliðin fimm ár þó svo að slíkar áherslur hafi komið fram í gögnum velferðarsviðs.
2. Lagt fram að nýju minnisblað, dags. 9. mars 2015, um stöðu á yfirfærslu málaflokks fatlaðs fólks ásamt yfirliti yfir helstu lykiltölur í málaflokknum.
Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
- Kjartan Þór Ingason vék af fundi kl.13.57
- Gréta Björg Egilsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13.57.
3. Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015, um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Skýrslunni er vísað til umsagnar velferðarráðs. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar tillögum starfshóps Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki sem fram koma í skýrslu hópsins frá 6. febrúar 2015. Ráðið felur velferðarsviði að vinna að framgangi þeirra fimm tillagna að aðgerðum sem talið er mikilvægt að gripið verði til á eftirfarandi grunni:
1. Að útbúnir verði verkferlar þegar fatlaður einstaklingur verður fyrir ofbeldi eða þegar grunur vaknar þar um á stöðum þar sem Reykjavíkurborg er með þjónustu. Höfð verði til hliðsjónar stefna sviðsins og viðbragðsáætlun vegna eineltis og áreitni á vinnustöðum svo og tillögur starfshóps skipuðum af borgarstjóra sem vinnur að verklagi ef ábendingar berast um að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns.
2. Fræðsla til fatlaðs fólks og aðstandenda fatlaðra ungmenna um eigin mannréttindi, heilbrigð parasambönd og kynlíf.
3. Nýliðafræðsla til starfsfólks sem hefur störf með fötluðu fólki.
4. Innra eftirlit út frá kröfulýsingum sem gera á fyrir öll búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
5. Neyðarteymi í ofbeldismálum sem taki við öllum tilkynningum og setji í farveg samkvæmt verklagi.
Velferðarsvið skili velferðarráði tímasettri aðgerðaráætlun sem fyrst.
4. Notkun samfélagsmiðla í úrræðum velferðarsviðs.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem beitt er af hálfu velferðarsviðs til að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðla af hálfu starfsmanna þeirra úrræða sem rekin eru fyrir fatlað fólk.
5. Hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2014.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að skipa Björk Vilhelmsdóttur og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur sem fulltrúa í valhóp fyrir veitingu hvatningarverðlauna velferðarráðs.
6. Starfið milli funda.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda ráðsins.
7. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvenær er þess að vænta að endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði og sérstakar húsaleigubætur verði lokið til þess að þeir sem metnir eru í mestri þörf njóti stuðnings án tillits til þess hver sé eigandi húsnæðisins?
Fundi slitið kl. 14.50
Björk Vilhelmsdóttir (sign.)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Björn Jón Bragason (sign)
Ilmur Kristjánsdóttir (sign)