Velferðarráð - Fundur nr. 26

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 7. desember var haldinn 26. fundur s og hófst hann kl. 12.12 í Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdottir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Málefni utangarðskvenna.
Lögð fram tillaga og minnisblað skrifstofustjóra velferðarþjónustu vegna aukinnar þjónustu við húsnæðislausar konur.
Jórunn Frímannsdóttir mætti á fundinn kl. 12.14.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Tillagan sem fram kemur í minnisblaðinu er samþykkt samhljóða.
Velferðarráð samþykkti jafnframt að óska eftir stöðumati eftir u.þ.b. þrjá mánuði.

2. Lagður fram að nýju til kynningar samningur Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins dags. 17. nóvember 2005 um móttöku flóttamanna ásamt greinargerð verkefnisstjóra flóttamannaverkefnis.
Drífa H. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri, mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi, mætti á fundinn kl.13.24.
Velferðarráð lagði fram eftirfarandi bókun:

Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með hve vel hefur tekist til við móttöku flóttafólks sem kom til Reykjavíkur nú í haust. Velferðarráð væntir mikils af þessari vinnu, ekki hvað síst vegna þeirra flóttamanna sem koma til Reykjavíkur í framtíðinni.
Velferðarráð telur mjög mikilvægt að auðvelda aðgengi erlendra ungmenna að framhaldsskólum en í dag þurfa þau að dvelja hér á landi í tvö ár áður en þau fá inngöngu í framhaldsskóla. Velferðarráð felur Velferðarsviði að vinna sérstaklega að þessu þar sem menntun er forsenda velferðar fyrir þennan hóp.

Áheyrnarfulltrúi stendur einnig að bókuninni.

3. Lagt fram bréf dags. 23. nóvember sl. frá Byrginu um neyðarmóttöku – afeitrun – áfangahús.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að vísa afgreiðslu erindisins til sviðsstjóra Velferðarsviðs.

4. Lagður fram þjónustusamningur við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna sumardvalar fyrir fötluð börn.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Drögin eru samþykkt.

5. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 23. nóvember sl.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks áskilja sér rétt til að leggja fram bókun varðandi málið á næsta fundi. Fulltrúar Reykjavíkurlistans áskilja sér rétt til hins sama.

Fundi slitið kl. 13.45

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Marsibil Sæmundsdóttir
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Jórunn Frímannsdóttir