Velferðarráð - Fundur nr. 259

Velferðarráð

Ár 2015, fimmtudaginn 19. mars var haldinn 259. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.25 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Már Guðmundsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Gunnarsdóttir. Af hálfu starfsmanna; Stefán Eiríksson, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Sigþrúður E. Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um niðurgreiðslu vegna matarþjónustu í Gerðubergi.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

2. Starfið milli funda.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfinu á velferðarsviði á milli funda ráðsins.

3. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til desember 2014.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu. 

Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.43.

Lára Óskarsdóttir tók sæti á fundinum kl.12.50.

4. Lagt fram ársuppgjör vegna rekstrar ársins 2014.

Agnes Sif Andrésdóttir, deildarstjóri á skrifstofu fjármála og rekstrar og Jenný Stefanía Jensdóttir, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar tóku sæti á fundinum undir þessum lið og gerðu grein fyrir málinu.

5. Afrakstur starfsdags velferðarráðs þann 25. febrúar 2015; Áherslur og forgangsröðun. Farið var yfir afrakstur starfsdagsins. Vísað til frekari vinnslu á skrifstofu velferðarsviðs.

6. Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 6. mars 2015, um framkvæmd fjárhagsaðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og framkvæmd Áfram verkefnisins í Hafnarfirði. 

Þóra Kemp, deildarstjóri á skrifstofu ráðgjafarþjónustu, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

7. Lagt fram minnisblað, dags. 11. mars 2015, um mögulegar leiðir til að koma til móts við fólk sem hefur verið húsnæðislaust til lengri tíma, ásamt fylgiskjali. 

Þóra Kemp, deildarstjóri á skrifstofu ráðgjafarþjónustu, sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð óskar eftir því að velferðarsvið leggi fram útfærða tillögu fyrir næsta fund.

8. Kosning nefndarmanna í áfrýjunarnefnd.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

Aðalmaður: Elín Oddný Sigurðardóttir

Fyrsti varamaður: Björk Vilhelmsdóttir

Annar varamaður: Ilmur Kristjánsdóttir

9. Lögð fram erindisbréf velferðarsviðs sem gefin hafa verið út á kjörtímabilinu.

10. Lagt fram bréf velferðarráðuneytisins dags. 17. febrúar 2014 vegna skipunar í starfshóp um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í starfshópnum mun kynna málið síðar fyrir velferðarráði.

11. Lögð fram umsögn velferðarsviðs  um frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu   sveitarfélaga, nr. 40/1991 (skilyrði fjárhagsaðstoðar), dags. 27. febrúar 2015.

12. Lagt fram minnisblað, dags.10. mars 2015, um tæki sem eru notuð til að meta viðhorf til þjónustu velferðarsviðs og mat á gæðum hennar. 

Afgreiðslu málsins var frestað.

13. Lagður fram til samþykktar samningur milli velferðarsviðs og Blindrafélagsins, dags. 1. mars 2015. 

Samþykkt.

14. Kynnt staða á yfirfærslu málaflokks fatlaðs fólks.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir, deildarstjóri á skrifstofu þjónustunnar heim, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

15. Lagt fram minnisblað um stöðu verkefna velferðarsviðs, dags. 11. mars 2015, í tengslum við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. 

16. Lagt fram minnisblað, dags. 11. mars 2015, um stöðu vinnu vegna endurskoðunar á starfsemi í búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga með þroskahömlun og/eða einhverfu og alvarlegar hegðunarraskanir.

Skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdar þjónustu gerði grein fyrir málinu.

17. Lögð fram skýrsla sérstakrar neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 5. mars 2015.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram eftirfarandi bókun:

Eftir lestur skýrslu sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks er það ljóst að    skipulag, innleiðing og framkvæmd þjónustunnar var í hæsta máta vanmetin. Ljóst er að bæta þarf verulega í ef duga skal til þess að þjónustan endurspegli þarfir, öryggi og upplifun notenda þjónustunnar. Furðu sætir að þessir þættir skuli ekki hafa verið leiðarljós við innleiðingu þjónustunnar.

18. Lögð fram að nýju skýrsla starfshóps Mannréttindastofu , dags. 6. febrúar 2015, um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Í skýrslunni er vísað til umsagnar velferðarráðs. 

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Málinu er frestað til næsta fundar.

19. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Framsóknar og flugvallarvina frá fundi 

velferðarráðs þann. 26. febrúar. 

Framsókn og flugvallarvinir leggja til að reglubundin viðhorfskönnun verði gerð til að mæla viðhorf aldraðra til þjónustu Reykjavíkurborgar. Könnun þessi skal gerð tvisvar á ári auk þess að vera stutt og hnitmiðuð til að forðast brottfall. Markmið könnunarinnar er að fá bæði upplýsingar um kosti og galla starfsemi fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar frá fyrstu hendi og nota þær markvisst til að bæta þjónustuna.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

20. Gæludýrahald í íbúðum i eigu Félagsbústaða.

Velferðarráð óskar eftir svari við því hvort gæludýrahald sé leyfilegt í íbúðum Félagsbústaða. Ef ekki hvað er því til fyrirstöðu? 

Afgreiðslu málsins er frestað.

Lára Óskarsdóttir vék af fundi kl. 16.25

21. Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hver staðan er á uppbyggingu á þjónustukjarna, íbúðum og hjúkrunarrýmum að Sléttuvegi í Reykjavík. I) Hvaða samningar og viljayfirlýsingar af hálfu Reykjavíkurborgar hafa verið gerðar í tengslum við verkefnið. ii) Liggja fyrir einhverjar tímasetningar og þá hverjar? iii) Hvaða ástæður eru fyrir því að verkefni þetta hefur dregist svo á langinn?

Fundi slitið kl.16.40

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Magnús Már Guðmundsson (sign)

Ilmur Kristjánsdóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)

Áslaug María Friðriksdóttir (sign)