No translated content text
Velferðarráð
Ár 2015, fimmtudaginn 8. janúar var haldinn 254. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.10 að Borgartúni 12-14. Mættir: Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfið milli funda.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfinu á Velferðarsviði á milli funda ráðsins.
S. Björn Blöndal tók sæti á fundinum kl. 13.15.
Kristín Elfa Gunnarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 13.17.
2. Lagt fram minnisblað, dags. 8. janúar 2015, um stöðu samstarfs vegna Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða.
Skrifstofustjóri skrifstofuráðgjafar gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:
Framsókn og flugvallarvinir leggja á það áherslu að Velferðarsvið reyni eftir fremsta megni að tryggja áfram þjónustu Vinjar sem er athvarf fyrir geðfatlaða einstaklinga. Skýrt kemur fram í skýrslu starfshópsins sem falið var að kortleggja þjónustuna að meginþorri þeirra einstaklinga sem sækir Vin hefur glímt við alvarleg, andleg veikindi og þegið þjónustu Velferðarsviðs. Samráðshópurinn telur einnig að umræddur hópur myndi ekki finna sér farveg í almennu félagsstarfi á félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að reynt yrði að aðlaga starfið þessum hópi.
3. Lagt fram yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. október 2014, um grá svæði í samskiptum ríkis og sveitarfélaga á sviði skóla- og velferðarmála.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
4. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, deildarstjóri á Velferðarsviði, tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Umræður fóru fram um framkvæmd nýrra reglna um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Velferðarráð óskaði eftir upplýsingum frá Strætó um þau atvik sem upp hafa komið í tengslum við breytingar á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, umfangi þeirra, fjölda kvartana og og tímasetta aðgerðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins.
5. Lagðar fram lykiltölur fyrir tímabilið janúar til október 2014. Jafnframt lögð fram samantekt: Fjárhagsaðstoð til framfærslu. Greining á notendum í október 2013 og í október 2014.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram eftirfarandi minnisblöð Velferðarsviðs dags. 3. nóvember 2014:
Minnisblað um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum hvað varðar þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara.
Minnisblað um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum hvað varðar sértæk búsetuúrræði.
Minnisblað um þarfagreiningu vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum hvað varðar hjúkrunarrými.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra og skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerðu grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð skorar á heilbrigðisráðherra að standa við gefin loforð varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík sem fyrst. Jafnframt ítrekar velferðarráð þá skoðun sína að ríki og borg hefji samstarf um eflingu stoðþjónustu við aldraða s.s heimaþjónustu, dagdvöl og hvíldarinnlagnir fyrir eldri borgara sem lifa við heilsubrest í Reykjavík. Vill velferðarráð í því samhengi nefna mikilvægi samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar sem nú stendur yfir í hverfum borgarinnar.
7. Lagt fram minnisblað, dagsett 22. desember 2014, um framvindu vinnu vegna verklags milli Skóla-og frístundasviðs og velferðarsviðs vegna vanskila foreldra hvað varðar þjónustu við börn, ásamt fylgiskjölum og verklagi.
Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafar gerði grein fyrir málinu.
8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram á fundi velferðarráðs þann 18. desember 2014 vegna tillögu af betrireykjavík.is: Skjól fyrir heimilislausa.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að Velferðarsviði verði falið að kanna hvort ástæða sé til að koma enn frekar til móts við fólk sem hefur verið húsnæðislaust til lengri tíma.
Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
S. Björn Blöndal vék af fundi kl. 16.25.
9. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hvort velferðarsvið Reykjavikurborgar gefi starfsmönnum sínum jólagjafir og hvort að gerður sé munur á yfirmönnum og almennum starfsmönnum. Séu gjafir gefnar, hverjar eru viðmiðunarfjárhæðir gjafanna: a) til yfirmanna b) til almennra starfsmanna.
Sviðsstjóri upplýsti að starfsmenn á velferðarsviði fengju ekki jólagjafir frá sviðinu.
Fundi slitið kl. 16.30
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaformaður
Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)
Magnús Már Guðmundsson (sign) Börkur Gunnarsson (sign)
Gréta Björg Egilsdóttir (sign)