Velferðarráð - Fundur nr. 252

Velferðarráð

Ár 2014, mánudaginn 4. desember var haldinn 252. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.12 að Borgartúni 12-14. Mættir: Elín Oddný Sigurðardóttir, S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Árni Múli Jónasson, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfið á milli funda.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfinu á Velferðarsviði á milli funda ráðsins.

2. Kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Borgir í Spöng. 

Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs-Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti starfsemina.

Gunnar Alexander Ólafsson tók sæti á fundinum kl. 13.25. 

3. Lögð fram tillaga vegna áframhaldandi þátttöku í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), dags. 1. desember 2014. 

Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram tillaga um breytingar á reglum um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA), dags. 1. desember 2014, ásamt umsögnum hagsmunaaðila.

Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

Lögð var fram eftirfarandi breytingartillaga á 3. mgr. 10. gr. reglnanna:

Notanda er skylt að nýta hverja mánaðargreiðslu í þeim mánuði sem hún er greidd. Notanda er þó heimilt að færa til greiðslur vegna vinnustunda milli mánaða innan almanaksársins til þess að mæta breytilegum stuðningsþörfum. Ef uppsafnaðar greiðslur vegna vinnustunda nema allt að einni mánaðargreiðslu samkvæmt einstaklingssamningi skal þjónustumiðstöð óska eftir viðhlítandi skýringum á slíkri uppsöfnun. Ef fullnægjandi skýringar verða ekki veittar af hálfu notanda er þjónustumiðstöð heimilt að endurkrefja notanda um fjárhæðina.

Breytingartillagan var samþykkt samhljóða.

Aðalltillagan var lögð fram svo breytt og samþykkt samhljóða.

5. Lögð fram tillaga um breytingu á Atvinnutorgi, dags. 4. desember 2014, ásamt ódagsettum drögum að samstarfssamningi við Vinnumálastofnun og kröfulýsingu með samningi.

Þóra Kemp, deildarstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram að nýju tillaga að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks ásamt greinargerð, dags. 4. desember 2014, fylgigögnum og umsögnum hagsmunaaðila. 

Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim og forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerðu grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja reglur um ferðaþjónustu fatlaðra með fullvissu um að fylgst verði með hvernig þær reynast og að opið sé fyrir þann möguleika að endurskoða hámarksfjölda ferða gerist þess þörf.

7. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

8. Kynjuð fjárhagsáætlun. Lögð fram skýrslan Framfærslustyrkur; Greiningar- og aðgerðaáætlun með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar frá apríl 2014.

Jón Viðar Pálmason, sérfræðingur á fjármálaskrifstofu Velferðarsviðs, tók sæti á fundinum  undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að ekki sé verið að eyða verðmætum tíma starfsfólks sviðsins í verkefni sem ekki eru líkleg til að skila verðmætum upplýsingum.

Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:

Kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð er stefnumótunartæki sem er notað til þess að þjónusta borgarinnar henti báðum kynjum jafnt og stuðli að jöfnum tækifærum þeirra. Mikilvægt er að greina áhrif opinbers fjármagns og verklags á íbúa. Kynjuð fjárhags- og áætlanagerð stuðlar að betri nýtingu fjármagns, auknu gagnsæi og upplýstari ákvarðanatöku. Niðurstöður greiningar á fjárhagsaðstoð eru mikilvægar til að kynnast hópum betur og þróa úrræði sem henta þeim sem best.

9. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur við Hjálpræðisherinn vegna Dagseturs fyrir árið 2014. Enn fremur lagt fram minnisblað á grundvelli styrkveitingar við Dagsetur Hjálpræðishersins, dags. 4. desember 2014. Jafnframt lögð fram úttekt Velferðarsviðs á vinnulagi í þjónustu við gesti Dagseturs, frá september 2014. 

Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafarþjónustu gerði grein fyrir málinu.

10. Lagt fram minnisblað, dags. 20. nóvember 2014, um stöðu aðgerðaáætlunar vegna fjárhagsaðstoðar ásamt aðgerðaáætlun sem lögð var fram á fundi  velferðarráðs þann 10. október 2013. 

Þóra Kemp, deildarstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

11. Umfjöllun um mannauðsmál. 

Lóa Birna Birgisdóttir, starfsmannastjóri Velferðarsviðs, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir aðferðum við að meta líðan starfsfólks.

Áslaug María Friðriksdóttir vék af fundi kl. 15.40.

Fundi slitið kl. 15.50

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

S. Björn Blöndal (sign) Börkur Gunnarsson (sign)

Heiða Björg Hilmisdóttir (sign) Gréta B. Egilsdóttir (sign)

Gunnar Alexander Ólafsson (sign)