No translated content text
Velferðarráð
Ár 2014, fimmtudaginn 5. nóvember var haldinn 250. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13.15 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, S. Björn Blöndal og Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Árni Múli Jónasson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir viðbótum inn í fjárhagsramma Velferðarsviðs að upphæð 508 m.kr. frá því rammi Velferðarsviðs var kynntur í velferðarráði.
2. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs, dags. 6. október 2014, um kortlagningu á framboði og nýtingu úrræða fyrir atvinnuleitendur án bótaréttar sem eru viðtakendur fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar.
Þóra Kemp, deildarstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Kristín Elfa Guðnadóttir tók sæti á fundinum kl. 13.25.
Magnús Már Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 13.28.
3. Starfið á Velferðarsviði á milli funda.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir helstu verkefnum í starfi sviðsins á síðustu vikum.
4. Lögð fram skýrsla um greiningu Félagsvísindastofnunar á rannsókn á flutningi þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga, með sérstöku tilliti til Reykjavíkurborgar. Jafnframt lagt fram minnisblað Velferðarsviðs, dags. 5. nóvember 2014, með samantekt af niðurstöðum rannsókna vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks.
Tinna Björg Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði og Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands tóku sæti á fundinum undir þessum lið og gerðu grein fyrir málinu
Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 14.10.
Velferðarsviði var falið að rýna greiningu Félagsvísindastofnunar enn frekar. Málið verði tekið fyrir í velferðarráði að því loknu.
5. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs, dags. 29. nóvember 2014, um auknar kröfur og kostnaðarmat varðandi þjónustu við fatlað fólk.
Skrifstofustjóri skrifstofu framkvæmdar þjónustu gerði grein fyrir málinu.
Minnisblaðinu verður vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð fagnar lögum og reglugerðum sem stuðla að bættri þjónustu við fatlað fólk og eru til þess fallnar að bæta mannréttindi þeirra. Velferðarráð áréttar mikilvægi þess að breytingum á lögum og reglugerðum fylgi fullnægjandi kostnaðarmat þannig að hægt sé að tryggja nægt fjármagn í málaflokkinn. Það minnisblað sem lagt er nú fram í velferðarráði sýnir fram á hundruð milljóna króna hækkun á ársgrundvelli vegna aðgerða til að draga úr beitingu nauðungar, gerð einstaklingsáætlana og kröfur varðandi húsnæði. Velferðarráð óskar eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga taki þetta inn í endurmatið á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks sem nú fer fram.
6. Lögð fram tillaga um að sex íbúðir í búsetukjarna að Bergþórugötu verði hluti af utankjarnaþjónusta fyrir geðfatlaða og að átta íbúðir að Lindargötu fari undir búsetukjarna.
Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.
Jóna Rut Guðmundsdóttir, deildarstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti útfærslu tillögunnar.
Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
7. Lagt fram minnisblað vegna þjónustusamnings um Gistiskýlið.
8. Lagt fram að nýju minnisblað um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík ásamt drögum að reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, deildarstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Drögum að reglum var vísað til samráðs við hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
9. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Afgreiðslu málsins er frestað.
Tillögunni var vísað til samráðs við hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
10. Kynning á vettvangsgeðteymi Reykjavíkur.
Herdís Hólmsteinsdóttir, Anna Dóra Frostadóttir og Margrét Ólafsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu vettvangsgeðteymið.
Fundi slitið kl:16:28
Björk Vilhelmsdóttir
S. Björn Blöndal (sign) Gréta B Egilsdóttir (sign)
Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)
Magnús Már Guðmundsson (sign)