Velferðarráð - Fundur nr. 25

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 23. nóvember var haldinn 25. fundur Velferðarráðs og hófst hann kl. 13:20 í Tryggvagötu 17. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Óttarr Guðlaugsson. Áheyrnarfulltrúi: Gísli Helgason. Af hálfu starfsmanna: Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir og Helga Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Frá Þjónustu- og rekstrarsviði mætti Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri, undir liðum nr. 1 – 4 á dagskrá.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrsla samráðshóps um heimilislausa frá október 2005.
Skrifstofustjóri velferðarþjónustu gerði grein fyrir málinu.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:

Velferðarráð Reykjavíkurborgar telur afar mikilvægt að bæta og auka þjónustu við þá sem eru utangarðs í samfélaginu eins og samþykkt hefur verið í starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2006. Þá fagnar Velferðarráð skýrslu samráðshóps félagsmálaráðherra um heimilislausa og styður tillögur hópsins.
Nauðsynlegt er að mæta þörfum hvers og eins, ekki einungis fyrir bráðabirgðahúsnæði heldur einnig til lengri tíma litið. Velferðarráð óskar eftir tillögum Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, Gistiskýlisins og Konukots um aðgerðir í nánustu framtíð. Þá samþykkir Velferðarráð að veita fé til Rauða kross Íslands til þess að Konukot verði opið allan sólarhringinn og felur Velferðarsviði útfærslu þessa. Jafnframt er minnt á að Gistiskýlið er nú opið allan sólarhringinn og er ætlað jafnt konum sem körlum.
Þar sem þeir sem eru húsnæðislausir eiga flestir við alvarlega geð- og fíknisjúkdóma að stríða, þá er ljóst að bregðast þarf við vanda þeirra í samstarfi Reykjavíkurborgar, félagsmála- og heilbrigðisyfirvalda. Velferðarráð lýsir yfir fullum vilja til samstarfs fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

2. Lögð fram stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um þjónustu við aldraða ásamt minnisblaði skrifstofustjóra Velferðarsviðs dags. 21. nóvember 2005.
Málinu er frestað til næsta fundar.

3. Lagður fram til kynningar samningur Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis dags. 17. nóvember 2005 um móttöku flóttamanna.
Málinu er frestað til næsta fundar.

4. Lagt fram yfirlit yfir biðlista vegna félagslegs leiguhúsnæðis, þjónustuíbúða og hjúkrunarrýma 1. nóvember 2005.

5. Lagt fram yfirlit yfir styrki til félagsmála fyrir árið 2006.
Velferðarráð samþykkti að fela formanni Velferðarráðs og sviðsstjóra Velferðarsviðs að vinna tillögur að styrkjaúthlutun.

6 Lagt fram minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu dags. 30. júní 2005 varðandi skipan áfrýjunarnefndar ásamt tillögu sviðsstjóra Velferðarsviðs.
Tillagan er samþykkt með áorðnum breytingum

7. Karlastyrkur 2005.
Að þessu sinni hlutu Kristinn Arnar Diego og Þórarinn Þórsson styrk til náms í félagsráðgjöf.

8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi:
1. Verð og þjónusta í þjónustuíbúðum:
Hver er húsaleiga, þjónustugjöld og hússjóður í Lönguhlíð, Norðurbrún, Furugerði, Seljahlíð og Dalbraut? Hver hefur þróun verðlagsins verið sl. 5 ár?
Hvað felst í greiðslu á þjónustugjöldum? Er þvottur innifalinn?
Hver hefur þróunin verið í verðlagi á hádegisverði, kvöldverði og heimaþjónustu sl. 5 ár?
Hvernig er staðan í endurnýjun og uppbyggingu á þjónustuíbúðum?
2. Félagsstarfið.
Hvaða breytingar hafa verið gerðar á framboði á tómstundastarfi fyrir aldraðra á yfirstandandi kjörtímabili, t.d. varðandi opnar vinnustofur?
Hver er þróunin í fjölda þátttakenda sl. 5 ár?
3. Hvað hefur verið gert í dagvistun aldraðra sl. 4 ár (fjöldi í dagvist og fjöldi dagvistarrýma.)?

Fundi slitið kl. 14.55

Björk Vilhelmsdóttir
Marsibil Sæmundsdóttir Stefán Jóhann Stefánsson
Jóna Hrönn Bolladóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jórunn Frímannsdóttir Óttarr Guðlaugsson