Velferðarráð - Fundur nr. 249

Velferðarráð

Ár 2014, fimmtudaginn 16. október var haldinn 249. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 13:07 að Borgartúni 12-14 í fundarherberginu Hofi á 7. hæð. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir (í stað Magnúsar Más Guðmundssonar), Magnea Þ. Guðmundsdóttir (í stað S. Björns Blöndal) og Gréta Björg Egilsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Stefán Eiríksson, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Árni Múli Jónasson, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Bára Sigurjónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist: 

1. Starfið milli funda.

Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.

Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 13:09.

2. Lögð fram tillaga vegna tilfærslu heimaþjónustu út í hverfi. 

     Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

     Kristín Elfa Guðnadóttir tók sæti á fundinum kl. 13:13.

    Tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:

Framsókn og flugvallarvinir samþykkja tillögu Velferðarsviðs um samþættingu heimaþjónustu í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum með staðsetningu að Þorragötu 3 undir stjórn Vesturgarðs þar sem nú er rekinn dagdvölin Þorrasel fyrir aldraða. Tillögunni er veitt samþykki þar sem henni er ætlað að skapa betri yfirsýn yfir þarfir notenda, hagræðingu, heildstæðari þjónustu, aukin viðbragðsflýti og að betur sé hægt að mæta aukinni þjónustuþörf. Einnig leggjum við áherslu á að þessar breytingar verðir unnar í samráði og samvinnu við starfsfólk og notendur eins og gefið hefur verið til kynna. Þó svo að dagdvöl Þorrasels flytjist á Vesturgötu teljum við að það muni efla félagsstarfið, auka húsnæðisrými og tækifæri skapist af því að hafa Heilsugæslustöð miðbæjar í sama húsi. Þessi flutningur muni einnig stuðla að bættri notkun á félagsmiðstöðinni við Vesturgötu sem og félagsmiðstöðinni við Aflagranda. 

   Aðrir fulltrúar í velferðarráði tóku undir bókun Framsóknarflokksins og flugvallarvina.

3. Lagt fram minnisblað um tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

 Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

4. Kynnt drög að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík ásamt minnisblaði. 

   Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

 Deildarstjóri heimaþjónustu tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti breytingar sem

   felast í nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík.

   Umræður.

 Málinu frestað.

5. Lagðar fram helstu lykiltölur fyrir tímabilið janúar til ágúst 2014. 

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

6. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á eftirfarandi gjaldskrám Velferðarsviðs. 

a) Gjaldskrá Velferðarsviðs um akstursþjónustu eldri borgara.

Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum að vísa gjaldskránni til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

b) Gjaldskrá um greiðslur til stuðningsfjölskyldna og útlags kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.

Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum að vísa gjaldskránni til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina fagnar því að velferðarráð hafi tekið tillit til og orðið við athugasemd varðandi hækkun á gjaldskrá um greiðslur til stuðningsfjölskyldna. Farið var fram á að hámark útlagðs kostnaðar á mánuði hækkaði einnig um 10% í samræmi við aðrar greiðslur innan málaflokksins, gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna.

7. Fjárhagsáætlun 2015 - staðan kynnt. 

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

  Önnur mál

     Nýtt Gistiskýli að Lindargötu verður opnað 24. október 2014.

     Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Umræða um sveigjanleika í heimaþjónustu og stuðningsþjónustu.

Fundi slitið kl. 15:35.

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)     Heiða Björk Hilmisdóttir (sign)

Magnea Þ. Guðmundsdóttir (sign) Gréta Björg Egilsdóttir (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign)