Velferðarráð - Fundur nr. 247

Velferðarráð

Ár 2014, fimmtudaginn  23. september  var  haldinn  247. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 14.05  að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, S. Björn Blöndal, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug  María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Gréta Björg Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi: Kristín Elfa Guðnadóttir. Af hálfu starfsmanna;  Stefán Eiríksson, Hörður Hilmarsson,  Árni Múli Jónasson, Kristjana Gunnarsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist: 

1. Kynnt fyrstu drög að fjárhagsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2015.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

2. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingum á eftirfarandi gjaldskrám. Greinargerð fylgir.

Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerðu grein fyrir málinu.

a) Gjaldskrá fyrir veitingar

b) Gjaldskrá í félagsstarfi

c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra

d) Gjaldskrá í heimaþjónustu 

e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ

f) Gjaldskrá vegna leigu/dvalargjalds í sértækum búsetuúrræðum.

g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna  og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.

h) Gjaldkrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

i) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara. 

j) Gjaldskrá fyrir leigu á sölum og fleira.

    Afgreiðslu gjaldskránna er frestað.

Fundi slitið kl. 15.50

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Elín Oddný Sigurðardóttir (sign) S.Björn Blöndal (sign)

Magnús Már Guðmundsson (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)

Börkur Gunnarsson (sign) Gréta Björk Egilsdóttir (sign)