Velferðarráð - Fundur nr. 241

Velferðarráð

Ár 2014, miðvikudaginn 11. júní var haldinn 241. fundur velferðarráðs og hófst hann kl.16:45 á Hótel Reykjavík Natura að Nauthólsvegi í Reykjavík. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason og Elín Oddný Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Kristjana Gunnarsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Sigtryggur Jónsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til upplýsinga ársskýrsla Atvinnutorgs fyrir árið 2013.

2. Lagt fram til kynningar uppfært yfirlit yfir skuldbindingar, valkosti og tækifæri fyrir árin 2015-2019.

Skrifstofustjóri skrifstofu fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs þann 15. maí 2014 vegna biðlista eftir dagdvöl fyrir eldra fólk í borginni. 

- Sveinn H. Skúlason tók sæti á fundinum kl. 17.05.

4. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs þann 15. maí 2014 vegna breytinga á þjónustu við aldraða vegna sumarleyfa. 

Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram tillaga vegna Dagseturs, sbr. bókun velferðarráðs frá fundi ráðsins þann 15. maí 2014. 

Skrifstofustjóri skrifstofu ráðgjafaþjónustu gerði grein fyrir málinu.

- Áslaug Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl. 17.15.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram tillaga að breytingu á Mýrinni og Hringbraut. 

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

7. Lagður fram til kynningar bæklingur um stefnu í málefnum utangarðsfólks.

8. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir verkaskiptingu á skrifstofu Velferðarsviðs eftir skipulagsbreytingar. 

Fundi slitið kl. 18.05

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Heiða Kristín Helgadóttir (sign) Diljá Ámundadóttir (sign)

Sverrir Bollason (sign) Elín Oddný Sigurðardóttir (sign)

Áslaug Friðriksdóttir (sign) Sveinn H. Skúlason (sign)