Velferðarráð - Fundur nr. 24

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 9. nóvember var haldin 24. fundur s og hófst hann kl. 12.10 í Þjónustumiðstöð Breiðholts að Álfabakka 12. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Lára Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Frá Þjónustu- og rekstrarsviði mætti Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri, undir 1. lið dagskrár.

Þetta gerðist:

1. Stefnumótunarumræða.
Samræður Velferðarráðs og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts um þekkingarstöðvarverkefnið “Fjölskylduráðgjöf”.
Ragnar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir verkefninu ásamt starfsmönnum þjónustumiðstöðvarinnar, Helgu Þórðardóttur, Margréti Birnu Þórarinsdóttur og Þóru Kemp.

2. Lagt fram að nýju minnisblað framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur varðandi tilkynningar á kynferðisofbeldi gagnvart börnum ásamt verklagi við könnun máls vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn barni. Einnig lögð fram tillaga sviðsstjóra vegna samþykktar Velferðarráðs frá 26. október sl. og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs Barnaverndar Reykjavíkur.
Guðlaug Teitsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd Reykjavíkur, mætti á fundinn vegna málsins.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð hefur samþykkt einróma að ráðinn verði einn sérhæfður starfsmaður til Barnaverndar Reykjavíkur til viðbótar þeim sem fyrir eru, til að sinna málefnum barna í Reykjavík, sem verða fyrir ofbeldi; kynferðislegu, líkamlegu og/eða andlegu. Með þessari ráðstöfun verður betur hægt að halda utan um vinnslu mála, auka fræðslu og endurbæta verklag þar sem þörf er á slíku.

3. Lögð fram að nýju tillaga skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða, dags. 7. nóvember sl. um akstursþjónustu fyrir eldri borgara ásamt greinargerð með kostnaðaráhrifum.
Skrifstofustjóri rekstrar- og þjónustuúrræða gerði grein fyrir málinu
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá 19. október sl. um að kanna hvort bjóða eigi út ferðaþjónustu fatlaðra.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi tillögu samhljóða:
Lagt er til að sviðsstjóri Velferðarsviðs og tveir fulltrúar úr Velferðarráði vinni að framtíðarhugmyndum um ferðaþjónustu fyrir fatlaða í samráði við notendur og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

5. Lögð fram til kynningar 9 mánaða staða ásamt greinargerð skrifstofustjóra rekstrar- og þjónustuúrræða, dags. 7. nóvember 2005.

6. Lögð fram drög að þjónustusamningi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við Fjölsmiðjuna.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi tillögu samhljóða :
Velferðarráð samþykkir að sviðsstjóri Velferðarsviðs vinni að þjónustusamningi fyrir hönd Reykjavíkurborgar á þessum grunni.

7. Lagt fram svar sviðsstjóra Þjónustu- og rekstrarsviðs, dags. 21. október 2005 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um heimaþjónustu og stuðningsþjónustu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
Eins og fram kemur í svari Þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. október 2005, við fyrirspurn okkar frá 12. október 2005, um fjölda þeirra sem bíða eftir heimaþjónustu og stuðningsþjónustu, eru 133 heimili sem fá skerta þjónustu og 86 sem bíða eftir þjónustu. Samtals eru því 219 sem fá ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess hve illa gengur að ráða starfsfólk til að sinna þessum störfum og er það verulegt áhyggjuefni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hvetja borgaryfirvöld til að leita allra leiða til að leysa þennan vanda. Það mætti hugsanlega gera með samstarfi við hjúkrunaheimilin um þjónustu í næsta nágrenni þeirra.

8. Lagðar fram til kynningar úthlutanir inntökuteymis í félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir og sértæk búsetuúrræði frá fundi 13. og 27. október 2005.

9. Lögð fram til kynningar trúnaðarbók frá fundum 12., 19., og 26. október 2005 ásamt heildaryfirliti um ráðstöfun áfrýjunarnefndar.

10. Velferðarráð samþykkt eftirfarandi bókun varðandi áfengisauglýsingar.
Velferðarráð vekur athygli á því að bjórframleiðendur eða umboðsaðilar þeirra hér á landi fara á svig við lög og reglur til þess að ná til fleiri neytenda. Velferðarráð vekur athygli á því að áfengismál hafa á sér margar hliðar. Hér þarf ekki aðeins að líta til viðskiptahátta með áfengi heldur verður að hafa það hugfast að rekja má talsverðan hluta félagslegra vandamála og heilbrigðisvandamála til áfengisneyslu.
Bjórauglýsingar þær sem sést hafa í blöðum og öðrum fjölmiðlum virðast vera til þess gerðar að auka neyslu ungs fólks. Þótt einhver smáletraður texti gefi til kynna að um léttan pilsner sé að ræða þá er augljóst á öllu að verið er að auglýsa áfengan bjór enda viðurkenna ýmsir auglýsendur og fjölmiðlar það. Þar með geta þeir sem ábyrgir eru fyrir auglýsingunum, þ.e. framleiðendur, innflytjendur, auglýsingastofur og fjölmiðlar, ýtt undir það að unglingar hefji neyslu fyrr en ella. Með þessu eru þessir aðilar að vinna gegn öllum markmiðum félagasamtaka, opinberra aðila og alþjóðlegra stefnumiða um að draga úr skaðsemi áfengisneyslu. Auglýsingarnar eru móðgun við alla stefnumörkun opinberra stjórnvalda á þessu sviði.

11. Rætt um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar varðandi þjónustu við aldraða.
Formaður Velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

- Marsibil Sæmundsdóttir vék af fundi kl. 14.02.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð óskar eftir upplýsingum um hlut Reykjavíkurborgar í þjónustu fyrir aldraða út frá stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Velferðarráð óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra Velferðarsviðs varðandi málið.

Fundi slitið kl. 14.05

Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Jóna Hrönn Bolladóttir Jórunn Frímannsdóttir
Marta Guðjónsdóttir