Velferðarráð - Fundur nr. 234

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2014, fimmtudaginn 27. febrúar var haldinn 234. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 11.07 að Borgartúni 12-14.

Mætt: Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson.

Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð. 

 Þetta gerðist:

1. Lögð fram gögn vegna fjárhagsáætlunar áranna 2015-2019.

Lárus Rögnvaldur Haraldsson tók sæti á fundinum kl.11.12.

2. Lögð fram til kynningar greining Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aukna þörf fyrir sértæk húsnæðisúrræði með hliðsjón af framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks og reglugerð nr. 1054/2010 um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, sat fundinn undir þessum lið og kynnti greininguna.

3. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis um Barnavernd Reykjavíkur.

Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram ársskýrsla Borgarvarða tímabilið júní til desember 2013.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

5. Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun vegna stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 20. desember 2012.

Skrifstofustjóri skrifstofu þjónustu heim gerði grein fyrir málinu.

6. Lagðar fram til kynningar lykiltölur Velferðarsviðs fyrir tímabilið janúar til desember 2013 Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

7. Betri Reykjavík; „Housing First“. Erindið var efsta hugmynd janúarmánaðar 2014 í málaflokki varðandi velferð. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar meirihluta Velferðarráðs þakka þátttöku og hugmynd á Betri Reykjavík um hugmyndafræði ,,Housing First‘‘. Fulltrúar meirihluta Velferðarráðs leggja áherslu á mikilvægi þess að unnið sé skilvirkt að því að allir Reykvíkingar geti og fái stuðning til þess að geta haldið eigið heimili. Hugmyndafræði ,,Housing first‘‘ fjallar ekki eingöngu um húsnæði heldur þjónustu við íbúa til þess að tekið virkan þátt í samfélagi á eigin forsendum. Undanfarin ár hefur verið skortur á aðgengilegu og fjölbreyttu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu til þess að koma til móts við fjölbreyttar þarfir fólks en þó hefur einkum verið skortur á tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Fyrir liggja áætlanir hjá Reykjavíkurborg um aðkomu sveitarfélagsins um húsnæðisuppbyggingu sem mun koma til móts við þarfir marga sem ekki hafa haft tækifæri á að stofna eigið heimili.

Fulltrúar meirihlutans vísa auk þess á nýja stefnu í málefnum utangarðs sem gerir grein fyrir áherslum í þjónustu næstu fjögur árin sem miða m.a. að því að auka stuðning svo fólk með áfengis- og fíkniefnavanda geti haldið eigið heimili.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:

Að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna er bókun meirihlutans dæmigerð fyrir afgreiðslu flestra tillagna sem koma frá íbúum í gegnum vefinn Betri Reykjavík. Vísað er í stefnur sem í raun svara tillögunni á ekki á neinn hátt. 

Í drögum að útfærslu húsnæðisstefnu borgarinnar er reiknað með að félagslegar íbúðir sem eru íbúðir fyrir þá sem geta ekki séð sér farborða í húsnæðismálum verði 100-200 á næstu 3 – 5 árum en beðið er eftir um 1100 íbúðum (almennum íbúðum og þjónustuíbúðum). Ekki eru líkur á að utangarðsfólk hafi forgang þar. 

Í stefnu um málefni utangarðsfólks er ekki að finna ákvarðanir um eitt einasta nýtt búseturúrræði fyrir hópinn. 

Fulltrúi Vinstri grænna tekur hins vegar eindregið undir tillögur um að utangarðsfólki verði boðið húsnæði við hæfi sem fyrst. 

Fundi slitið kl.13.02

Heiða Kristín Helgadóttir (sign)

Sveinn  H Skúlason (sign)            Diljá Ásmundadóttir  (sign)

Sverrir Bollason (sign)                  Sveinn H. Skúlason (sign)

Þorleifur Gunnlaugsson (sign)    Áslaug María Friðriksdóttir (sign)