Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2014, fimmtudaginn 16. janúar var haldinn 231.fundur s og hófst hann kl. 12.50 að Borgartúni 12-14. Mætt: Björk Vilhelmsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Margrét Kristín Blöndal, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Berglind Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist :
1. Lagt fram að nýju erindi frá Stígamótum, dags. 9. desember sl., um breytingar á rekstri Stígamóta. Einnig er lögð fram tillaga Velferðarsviðs vegna breytinga á samstarfssamningi Velferðarsviðs og Stígamóta. Samþykkt samhljóða að framlag Velferðarsviðs vegna áherslubreytinga Stígamóta verði kr. 3.000.000 vegna ársins 2014.
2. Styrkir og þjónustusamningar: Lögð fram tillaga starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga. Diljá Ámundadóttir gerði grein fyrir málinu. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl.13.22.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn :
1. Hvernig er metið, hvort þeir sem eru að fá styrki, hafi staðið við þau fyrirheit sem fram komu í styrkumsóknum síðasta árs ? 2. Hvað er Hjálpræðisherinn að gera í Dagsetrinu sem borgin getur ekki gert sjálf?
3. Kynnt bókhaldsstaða Velferðarsviðs frá janúar til nóvember 2013. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl.13.30.
4. Lagt fram til kynningar bréf Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu dags. 3. desember s.l. sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. nóvember s.l. þar sem óskað var eftir upplýsingum um hversu margar tilvísanir í frumgreiningu barna, sem þegar eru í leikskóla, hafa verið á þessu ári og hversu margar tilvísanir voru á síðasta ári. Enn fremur lagt fram kostnaðarmat vegna erindisins. Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerðu grein fyrir málinu. Erindinu er vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5. Lagt fram bréf velferðaráðuneytisins, dags. 10. desember 2013, varðandi framtíðarskipulag Seljahlíðar ásamt minnisblaði skrifstofustjóra velferðarmála á Velferðarsviði. Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu. Málið verður tekið aftur upp síðar.
6. Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun vegna stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum eldri borgara til ársins 2017, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 20. desember 2012. Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Lagður fram til kynningar viðauki við samning um rekstur Gistiskýlisins.
8. Lögð fram til kynningar tillaga, samþykkt í borgarstjórn þann 3. desember 2013, um frítt aðgengi að sundi og bókasöfnum fyrir borgarbúa í atvinnuleit og þá sem þiggja fjárhagsaðstoð árið 2014. Einnig er lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um mat á kostnaði vegna tillögunnar. Samþykkt að vísa kostnaðarmati Velferðarsviðs til borgarráðs.
9. Lagt fram til kynningar samkomulag Velferðarsviðs og SÁÁ um áframhaldandi rekstur á búsetuúrræðinu Vin.
10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs þann 19. desember 2013 varðandi stefnu í málefnum utangarðsfólks.
11. Lagðar fram til kynningar lykiltölur frá janúar til nóvember 2012 og frá janúar til nóvember 2013.
Fundi slitið kl. 15.30
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Diljá Ámundadóttir (sign) Margrét Kristín Blöndal (sign)
Sveinn H. Skúlason (sign) Þorleifur Gunnlaugsson (sign)
Kristín Soffía Jónsdóttir (sign) Áslaug María Friðriksdóttir (sign)