Velferðarráð - Fundur nr. 229

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 5. desember var haldinn 229. fundur s og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mætt: Björk Vilhelmsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir og Sveinn H. Skúlason. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Aðalbjörg Traustadóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. nóvember s.l. um samskipti ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarþjónustu. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Tryggvi Þórhallsson og Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir málinu.

Heiða Kristín Helgadóttir tók sæti á fundinum kl. 13.15. Þorleifur Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 13.30.

2. Lögð fram til kynningar skýrsla velferðarráðuneytisins: Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk – tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011, nóvember 2013. Formaður gerði grein fyrir málinu.

3. Lagt fram minnisblað forstöðumanns lögfræðiskrifstofu um stjórnsýsluúttekt Reykjavíkurborgar sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. júní s.l. Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram eftirfarandi tillaga að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð: Tillaga til velferðarráðs um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð vegna hækkunar á grunnfjárhæðum fjárhagsaðstoðar til framfærslu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 3. desember 2013.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu: Í fyrirliggjandi tillögum er lagt er til að grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækki í 84.600 kr. á mánuði. Afar mikilvægt er að sú aðstoð sem þessi hópur fær sé til þess fallin að koma viðkomandi út úr þeim aðstæðum að finna ekki verkefni við hæfi í námi eða á vinnumarkaði. Sjálfstæðismenn leggja til að greint verði nánar hvernig þessi hópur er saman settur og hvaða úrræði standa viðkomandi til boða. Tillagan var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna harmar það að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar skuli hafa hafnað tillögum Vinstri grænna um frekari hækkun fjárhagsaðstoðar. Því er jafnframt mótmælt að mikilvægir liðir sem tilheyra heimildagreiðslum skuli standa í stað, eitt árið enn. Styrkir vegna útfararkostnaðar, þegar staðreynt hefur verið að dánarbúið getur ekki staðið undir útför hins látna, hafa til dæmis staðið í stað síðan árið 2004.

5. Lögð fram eftirfarandi tillaga um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð: Lagt er til að breytingar verði gerðar á 3. gr. og 8. gr. reglna um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Málinu er frestað til næsta fundar.

6. Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar þar sem óskað er eftir hækkun á greiðslum vegna Atvinnu með stuðningi – AMS. Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að vísa málinu til Velferðarsviðs til kostnaðargreiningar á mögulegri hækkun.

Sveinn H. Skúlason vék af fundi kl. 15.05.

7. Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs janúar – júní 2014.

8. Þjónusta við geðfatlaða. Sviðsstjóri Velferðarsviðs og framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis gerðu grein fyrir málinu. Umræður.

Fundi slitið kl. 16.00

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Diljá Ámundadóttir (sign) Heiða Kristín Helgadóttir (sign)
Sverrir Bollason (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)