Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 17. október var haldinn 224. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.38 að Borgartúni 12-14.
Mætt: Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Sverrir Bollason, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson og Kristín Ösp Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 16. október s.l. þess efnis að Diljá Ámundadóttir taki sæti í velferðarráði í stað Karls Sigurðssonar.
2. Lögð fram samantekt Velferðarsviðs vegna bréfs hagsmunasamtaka fatlaðs fólks um þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík og skipulag hennar.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs og skrifstofustjóri skrifstofu velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.
3. Lögð fram ársskýrsla Velferðarsviðs 2012.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs og skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerðu grein fyrir málinu.
4. Lögð fram framvinda starfsáætlunar 2013.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs, skrifstofustjóri skrifstofu velferðarmála, skrifstofustjóri fjármála og rekstrar, skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra og mannauðsstjóri Velferðarsviðs gerðu grein fyrir málinu.
Mannauðsstjóri Velferðarsviðs tók sæti á fundinum kl. 13.02.
5. Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Velferðarsviðs lögð fram og kynnt.
Mannauðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
6. Lögð fram fræðsluáætlun fyrir starfsfólk Velferðarsviðs haustönn 2013.
Mannauðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Mannauðsstjóri Velferðarsviðs vék af fundi 13.44.
7. Lykiltölur janúar – ágúst 2013.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
8. Kynnt næstu skref vegna nýs húsnæðis Gistiskýlis.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
„Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar því að loks sé stigið ákveðið skref til að leysa húsnæðisvanda gistiskýlis fyrir karla í Reykjavík. Það er löngu vitað að núverandi húsnæði er óviðunandi vegna aðgengismála og af brunatæknilegum ástæðum auk þess sem það rúmar ekki þann fjölda sem á úrræðinu þarf að halda. Það vekur því furðu að í núverandi áætlunum sviðsins er ekki reiknað með því að fjölga rúmum.
Umrætt húsnæði er í eigu borgarinnar og vel staðsett. Húsnæðið hefur verið lengi í myndinni og það eina sem Velferðarsvið hefur kynnt til leiks í langan tíma. Þegar málið var kynnt fyrir velferðarráði í vor var talið mögulegt hægt væri að hefja starsemina í nýju húsnæði, um eða uppúr áramótum en nú er sagt að þetta gerist ekki fyrr en í vor.
Sá bráðavandi sem ljós var snemma í vor og varðar frávísanir frá Gistiskýlinu vegna plássleysis er enn óleystur. Þegar litið er til þess að úrræðið varðar líf og limi er það í mati mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna óásættanlegt hvað það hefur tafist og ótrúlegt að borgaryfirvöld leifi sér að vinna svo viðkvæmt mál á hraða snigilsins.“
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar fagnar því að Gistiskýli fyrir karlmenn í Reykjavík verði nú loksins fært í betra og hentugra húsnæði. Að finna hentugan stað fyrir þessa ágætu starfsemi hefur tekið tíma og á starfsfólk velferðarsviðs þakkir skilið fyrir sína vinnu. Við væntum þess að þetta skref verði til þess að auka lífsgæði þeirra sem nýta sér þjónustu Gistiskýlisins.“
Fundi slitið 14.06.
Heiða Kristín Helgadóttir
Diljá Ámundadóttir Áslaug María Friðriksdóttir
Lárus Rögnvaldur Haraldsson Sverrir Bollason
Sveinn H. Skúlason Þorleifur Gunnlaugsson