Velferðarráð - Fundur nr. 222

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, mánudaginn 19. september var haldinn 222. fundur s og hófst hann kl. 13.00 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Sverrir Bollason, Diljá Ámundadóttir, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt drög að fjárhagsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2014 ásamt greinargerð. Jafnframt kynnt drög að greiningu fjárhagsramma Velferðarsviðs fyrir árið 2014. Formaður velferðarráðs og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Velferðarþjónustan í Reykjavík er margflókin og víðtæk. Á Velferðarsviði starfa 2.250 starfsmenn og þeir sinna þjónustu við 20 þúsund borgarbúa. Heildarútgjöld sviðsins eru 22.7 milljarðar á árinu 2014. Í Reykjavík býr alls konar fólk með alls konar þarfir. Hlutverk Velferðarsviðs er að koma til móts við þennan margbreytileika og mæta fólki eftir fremsta megni þar sem það er statt. Vinna við fjárhagsáætlun sviðsins tekur mið af því að verja þessa þjónustu og gera starfsfólki kleift að sinna ólíkum þörfum borgarbúa. Fjárhagsstaða borgarsjóðs er hins vegar ekki með þeim hætti að hægt sé að mæta öllum kröfum til hins ýtrasta. Þó er bætt verulegu fjármagni í velferðarþjónustu á árinu 2014, eða um 635 milljónir fyrir utan verðlagsbreytingar. Viðbótarfjármagni er ætlað að auka búsetu- og stuðningsþjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar, aukningu í ferðaþjónustu fatlaðra er mætt að fullu og þá verður starfsfólki á þjónustumiðstöðvum og í barnavernd fjölgað og stjórnsýsla sviðsins styrkt. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar vilja þakka starfsfólki Velferðarsviðs þá gríðarlegu vinnu sem liggur að baki fjárhagsáætlun og þá erfiðu forgangsröðun sem á sér stað, á sama tíma og verið er að sinna af virðingu og alúð þeim sem þurfa á stuðningi borgarinnar að halda. Starfsfólk Velferðarsviðs á knús skilið. Að þessu sögðu líta fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar svo á að fjárhagsáætlun Velferðarsviðs 2014 sé í samræmi við áherslur, forgangsröðun og markaða stefnu velferðarráðs.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði þakkar starfsfólki Velferðarsviðs fyrir þrautseigju við erfiðar aðstæður, aukið álag og fjárskort. Þegar fjárhagsáætlun sviðsins er skoðuð er ljóst að fjárhagsramminn er verulega þröngur, óvissa er til staðar og ekki ljóst hvort fjármagn fáist fyrir nauðsynlegri þjónustu þar sem svigrúm innan fjárhagsramma næsta árs er almennt lítið og getur þar af leiðandi reynst erfitt að mæta ófyrirséðum þjónustubreytingum á árinu. Þetta þýðir að viðbúið er að fara þurfi í niðurskurð á þjónustu sem hingað til hefur þótt sjálfsögð. Þó er fátæktin að aukast, kaupmáttur bóta að minnka og húsaleigubætur standa í stað á meðan húsaleiga hækkar stöðugt. Gjaldskrárhækkanir virðast enn og aftur bitna helst á öldruðum og meðal annars er verið að hækka gjaldskrár til þeirra vegna akstursþjónustu, þrifa, veitinga, félagsstarfs, íbúða aldraðra, og Foldabæjar. Það er bagalegt að nú sem á síðustu árum hefur skort yfirsýn meðal fulltrúa í fagráðum um heildarmynd fjárhagsáætlunar. Þetta heftir það sem mestu máli skiptir; forgangsröðun á milli sviða og mikilvægi þess að forgangsraða í þágu velferðar- og mannréttindamála. Það er harmað að með þessari fjárhagsáætlun virðist endanlega útséð um að stjórnkerfisbreytingar í átt til aukinnar nærþjónustu og dreifstýringar verði að veruleika á þessu kjörtímabili. Þar með hefur núverandi meirihluti svikið eitt sitt helsta loforð. Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði áskilur sér rétt til að taka áfram þátt í gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar með það að meginmarkmiði að verja velferðina

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Sjálfstæðismenn hafa áður lýst skoðun sinni á því og gagnrýnt hvernig fjárhagsáætlun hefur verið undirbúin. Fyrir liggur tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og ljóst að þröngt er í búi. Velferðarvandamálin blasa við í Reykjavík, gríðarlegur fjöldi fólks er á fjárhagsaðstoð, fjöldi fólks á biðlistum eftir úrræðum hvort sem er húsnæði, stuðningsþjónustu eða þjónustu við fatlaða. Í næstu framtíð mun þörfin vaxa enn frekar. Öldruðum fjölgar gríðarlega og ljóst er að þjónusta við fatlaða hefur verið fjársvelt um árabil, þjónustuþörf er mikil og nauðsynlegt er að mæta fólki í neyð sem allra fyrst. Vandi ungs fólks er mikill og til að snúa vörn í sókn þarf mun meira fjármagn eða breytta nálgun með mun meiri áherslu á forvarnir og að leita nýrra leiða í þjónustu. Álag undanfarinna ára hefur leitt í ljós að viðbrögð við þörf eru svifasein og sveigjanleiki ekki nægilega mikill. Mjög brýnt er því að fara að skoða hvaða ávinning hægt er að finna með nýrri nálgun, s.s. breyttu rekstrarformi sem færir þjónustu nær þeim sem hana þurfa, leyfir starfsmönnum að taka á málum á sveigjanlegri hátt og að koma í veg fyrir að stjórnsýslan taki of mikið til sín. Í umræðu um fjárhagsáætlun hefur ekkert borið á slíkum tillögum og því miður virðist ekki pólitískur vilji til að skoða þessi mál alvarlega. Það er skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að til þess að tryggja velferð Reykvíkinga sé það hins vegar nauðsynlegt. Starfsfólki Velferðarsviðs fá þakkir fyrir vinnu sína sem hefur verið til mikils sóma.

Fjárhagsáætluninni var vísað til borgarráðs.

2. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á eftirfarandi gjaldskrám. Greinargerð fylgir.

a) Gjaldskrá fyrir veitingar. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

b) Gjaldskrá í félagsstarfi. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

d) Gjaldskrá í heimaþjónustu. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Félags eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Félags eldri borgara og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

f) Gjaldskrá vegna leigu/dvalargjalds í sértækum búsetuúrræðum. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Geðhjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

h) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalags Íslands. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

i) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

j) Gjaldskrá fyrir leigu á sölum og fleira. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúi Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 16.september s.l.: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Gjaldskráin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Vinstri grænna og sjálfstæðismanna í velferðarráði telja það sjálfsagt að gjaldskrárhækkanir fari til umsagnar hagsmunaaðila. Slíkt er í anda þess notendasamráðs sem meirihlutinn stærir sig af á tyllidögum og forðar meðal annars mistökum á borð við þau sem gerð voru fyrir tveimur árum þegar gjaldskrárhækkun meirihlutans hafði það í för með sér að fatlaðir einstaklingar greiddu meira fyrir málsverð en borgarstarfsmenn. Ekki er síður ástæða til að tillögur sem þessar fari til meðferðar starfandi gjaldskrárstefnunefndar sem á að vera til þess bær að forgangsraða í gegnum gjaldskrár en þar liggur til dæmis fyrir tillaga Vinstri grænna um tekjutengingu gjaldskráa

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Gjaldskrár hækka einungis um 3.4% sem er það sama og verðlagsbreytingar milli ára og gert er ráð fyrir í forsendum fjárhagsáætlunar. Því er ekki samþykkt að fara í sérstakt samráð við hagsmunaaðila.

3. Kynnt tillaga um nýtt húsnæði fyrir Gistiskýli fyrir karla, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 13. maí s.l. þar sem Velferðarsviði er falið að undirbúa flutning Gistiskýlis. Sviðsstjóri Velferðarsviðs og skrifstofustjóri velferðarmála gerðu grein fyrir málinu. Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Í trausti þess að Velferðarsvið hefji viðræður við ríkið um að koma að fjármögnun úrræða í málefnum utangarðsmanna vegna mikils álags, samanber tillögu sem lögð er fram síðar á fundinum, samþykkja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillöguna.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar því að loks séu tekin ákveðin skref í átt til þess að gistiskýli fyrir karla fari í viðunandi húsnæði. Allt of lengi hafa velferðaryfirvöld í Reykjavík skellt skollaeyrunum við því að núverandi húsnæði sé bókstaflega hættulegt og orðið allt of lítið. Það liggur fyrir að Þingholtstræti 25 uppfyllir ekki allar aðgengis- og öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi en þetta er nokkuð sem fulltrúi Vinstri grænna hefur ítrekað bent á en talað fyrir daufum eyrum. Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur áherslu á að nýtt húsnæði verði aðgengilegt og án hindrana fyrir hreyfihamlaða og auðvelt verði að baða fólk. Enn fremur er lagt til að það verði skoðað að hluti húsnæðisins verði frátekinn fyrir þá gesti sem hætt hafa neyslu og eru að bíða eftir öðru húsnæðisúrræði.

4. Lögð fram samþykkt velferðarráðs frá 5.sept. s.l. þar sem Velferðarsviði er falið að skoða til hlítar hvort hægt sé að fjölga plássum í eða við núverandi húsnæði Gistiskýlis og þá hvað það muni kosta. Kynnt staða mála og Velferðarsviði falið að vinna áfram að málinu.

Sverrir Bollason vék af fundi kl. 14.50.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna fagnar því að meirihluti ráðsins skuli loks vera tilbúinn til að skoða lausn á þeim bráðavanda sem steðjar að utangarðsmönnum í Reykjavík. Hingað til hefur tilögum Vinstri grænna í þessa veru verið hafnað og nú þegar kólnar í veðri er málið komið í óefni. Ljóst er að nýtt Gistiskýli verður ekki tilbúið fyrr en í maí eða júní á næsta ári og því óviðunandi að stór hluti utangarðskarla hafi engan stað til að halla höfði sínu yfir nóttina í allan vetur. Fulltrúi Vinstri grænna leggur áherslu á að sú bráðabirgðaaðstaða sem sett verður upp rými alla sem gistingu þurfa að halda

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Meirihluti velferðarráðs ásamt Velferðarsviði vinnur ötullega að því að koma öllu utangarðsfólki í hús og er að bregðast við bráðavandanum.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Ötullega!

5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu: Velferðarráð hefji viðræður við ríkið um að koma að fjármögnun úrræða í málefnum utangarðsmanna vegna mikillar fjölgunar.

Tillagan var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Sjálfstæðismenn telja að nauðsynlegt sé að bregðast við vanda utangarðsmanna sem er vaxandi. Fyrir liggur að starfsemi Gistiskýlisins hentar ekki í því húsnæði sem hún er nú og nauðsynlegt er að koma starfseminni fyrir annars staðar. Nú liggur fyrir tillaga að nýju húsnæði og metið að það uppfylli nauðsynlegar kröfur og sé betri kostur sem er gott. Reykjavíkurborg hefur sinnt vanda utangarðsmanna undanfarin ár og staðið fyrir miklum umbótum sem reknar hafa verið í nafni þess að verið væri að rækja skyldur höfuðborgar. Nú er svo komið að vandinn vex gríðarlega hratt og hefur vaxið út fyrir það að geta talist einungis vandi borgarinnar. Einnig má benda á að reksturinn er ekki lögbundinn og vegna þröngrar fjárhagsstöðu velferðarsvið er algjörlega ljóst að fjármagn vegna aukinnar þjónustu verður að koma úr öðrum sjóðum. Skoða ætti til dæmis hvort ekki er réttlátt að ríkið greiði til dæmis framlag þeirra sem eru á örorkubótum Tryggingastofnunar, eru óstaðsettir í hús og nota skýlið að staðaldri. Margar aðrar leiðir þarf að skoða. Ekki liggur fyrir áætlun um slíkar viðræður en unnið er að slíkum tillögum í starfshópi um stefnumótun í málefnum utangarðsmanna sem von er á innan skamms.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna telur mikilvægt að Reykjavíkurborg firri sig ekki ábyrgð á húsnæðisskyldum sínum með því að benda á ríkið. Undir það er hinsvegar tekið að borgin ætti að ræða við ríkið um heilbrigðisvanda umrædds hóps

6. Lagt fram bréf fulltrúa hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í rýnihópi Velferðarsviðs vegna reglna um stuðningsþjónustu og þjónustumatstæki dags. 11. september s.l.. Enn fremur lagt fram bréf sömu aðila dags. 11. september 2013 um þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík og skipulag hennar. Velferðarráð samþykkir að boða til sérstakt fundar með þeim aðilum sem bréfið rita og þeim sem afrit fá af bréfinu. Fundur verði haldinn í október.

7. Sumarlokun félagsmiðsstöðvar: Lögð fram að nýju bókun notendaráðs í Hæðargarði 31. Enn fremur lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna ásamt greinargerð. Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að sumarlokun félagsmiðstöðvarinnar að Hæðargarði 31 sem verið hefur undanfarin tvö ár verði aflétt og framvegis verði afgreiddur matur og síðdegiskaffi allt árið eins og gert er í félagsmiðstöðinni að Hvassaleiti 56 - 58.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi breytingartillögu: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að sumarlokun félagsmiðstöðvarinnar að Hæðargarði 31 sem verið hefur undanfarin tvö ár verði aflétt og framvegis verði afgreiddur matur og síðdegiskaffi allt árið á öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar. Tillagan var felld með þremur atkvæðum gegn einu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun: Tillögunni er hafnað þar sem tryggt er að í hverju hverfi borgarinnar er opin félagsmiðstöð í sumarleyfismánuði, í stað margra félagsmiðstöðva sem opnar eru að öllu jöfnu. Á þeim vikum sem sumarlokun er við lýði, er íbúum sem búa við þá miðstöð, boðið upp á heimsendan mat og akstur á þá félagsmiðstöð sem opin er. Er þetta fyrirkomulag gert í hagræðingarskyni.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun: Eins og segir í ályktun Æðstaráðs félagsmiðstöðvarinnar Hæðargarði 31, hafa komið fram ábendingar um þau áhrif sem sumarlokunin hefur haft á líðan og velferð notenda og þá sérstaklega þeirra sem búa einir og hafa verið í föstu fæði. Fulltrúi VG sér ekki gild rök fyrir nauðsyn þess að senda allt starfsfólk í frí í sama mánuðinum frekar en að dreifa fríum á þá þrjá sumarmánuði sem minnst er að gera á Félagsmiðstöðinni og hafa hana opna. Ekki hefur verið sýnt fram á það hagræði sem hlýst af sumarlokunum félagsmiðstöðva. Heimsendur matur eða kostnaðarsöm ferðaþjónusta kemur ekki í stað félagsmiðstöðvanna.

8. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að þeir starfsmenn borgarinnar sem starfa reglulega á heimilum fólks skili sakavottorði áður en þeir eru ráðnir til þessara starfa hjá Reykjavíkurborg. Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

Fundi slitið kl.15.52

Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Diljá Ámundadóttir(sign) Karl Sigurðsson (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Sveinn H. Skúlason (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)