Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, mánudaginn 16. september var haldinn 221. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 10.15 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Diljá Ámundadóttir, Sveinn H. Skúlason og Þorleifur Gunnlaugsson. Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt drög að fjárhagsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2014 ásamt greinargerð. Jafnframt kynnt drög að greiningu fjárhagsramma Velferðarsviðs fyrir árið 2014. Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu. Afgreiðslu málsins er frestað.
2. Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á eftirfarandi gjaldskrám. Greinargerð fylgir.
a) Gjaldskrá fyrir veitingar.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Afgreiðslu málsins er frestað.
b) Gjaldskrá í félagsstarfi.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Afgreiðslu málsins er frestað.
c) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í íbúðum aldraðra.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Afgreiðslu málsins er frestað.
d) Gjaldskrá í heimaþjónustu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Félags eldri borgara og Öryrkjabandalags Íslands.
Afgreiðslu málsins er frestað.
e) Gjaldskrá fyrir þjónustugjöld í Foldabæ.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Félags eldri borgara og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga.
Afgreiðslu málsins er frestað.
f) Gjaldskrá vegna leigu/dvalargjalds í sértækum búsetuúrræðum.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Geðhjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.
Afgreiðslu málsins er frestað.
g) Gjaldskrá vegna greiðslna til stuðningsfjölskyldna og útlagðs kostnaðar vegna dvalar hjá stuðningsfjölskyldu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar.
Afgreiðslu málsins er frestað.
h) Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar, Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalags Íslands.
Afgreiðslu málsins er frestað.
i) Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar og Félags eldri borgara.
Afgreiðslu málsins er frestað.
j) Gjaldskrá fyrir leigu á sölum og fleira.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að tillagan fari til umsagnar gjaldskrárstefnunefndar.
Afgreiðslu málsins er frestað.
3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 12. september s.l. varðandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið kl. 11.00
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Diljá Ámundadóttir Sveinn H. Skúlason
Þorleifur Gunnlaugsson