Velferðarráð - Fundur nr. 219

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 5. september var haldinn 219. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Karl Sigurðsson, Jórunn Frímannsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Hörður Hilmarsson og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 27. júní s.l. varðandi kosningu í barnaverndarnefnd.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

2. Betri Reykjavík; Félagsbústaðir verði ekki lengur hlutafélag í eigu borgarinnar. Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 31. maí sl. Ennfremur lögð fram drög að bókun.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð samþykkti að vísa málinu frá með eftirfarandi bókun:
Þær upplýsingar sem fram koma í erindi á Betri Reykjavík eru ekki réttar. Svar Reykjavíkurborgar við erindi umboðsmanns Alþingis var sent af hálfu borgarlögmanns með bréfi dags. 27. maí 2009. Svar borgarlögmanns var lagt fram í borgarráði þann 28.maí 2009 og samþykkt. Reykjavíkurborg hefur ekki borist svar umboðsmanns Alþingis við bréfi borgarlögmanns dag. 27. maí 2009.

Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 12.45.

3. Lögð fram ársskýrsla þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk fyrir árið 2012 sbr. samning um sameiginlegt þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk dags. 12. janúar 2011.

4. Lagt fram yfirlit um innkaup Velferðarsviðs á 2. ársfjórðungi ársins 2013 sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

5. Lagt fram 6 mánaða uppgjör Velferðarsviðs fyrir árið 2013.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu. Kynnt greining um stöðu þjónustuþátta við 6 mánaða uppgjör.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 24. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn velferðarráðs við tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna frá fundi borgarráðs 11. júlí 2013 um húsnæðisvanda Gistiskýlisins. Enn fremur lögð fram drög að umsögn velferðarráðs vegna tillögunnar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Áslaug María Friðriksdóttir tók sæti á fundinum kl.13.20.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu að umsögn:
Velferðarráð deilir áhyggjum mannréttindaráðs vegna frávísana í Gistiskýli fyrir heimilislausa karla. Það er áhyggjuefni hversu mörgum hefur þurft að vísa frá Gistiskýlinu frá áramótum 2012/2013 en slíkt hefur ekki verið vandamál í mörg ár fram að því. Að meðaltali hefur þurft að vísa frá 1-2 einstaklingum frá (að meðaltali 1.45) á hverri nóttu í janúar – júlí 2013. Greina þarf betur orsakir og aðstæður þeirra karla sem valdið hafa þessari auknu ásókn í Gistiskýlið . Velferðarráð samþykkti 13. maí sl. að fela Velferðarsviði að undirbúa flutning á Gistiskýli fyrir heimilislausa karla í nýtt húsnæði og er sá undirbúningur í fullum gangi í samvinnu við skrifstofu eignaumsýslu. Það húsnæði hefur möguleika á að vista fleiri en 20 einstaklinga á hverri nóttu. Velferðarráð bendir á að verði tekin ákvörðun um að fjölga neyðargistiplássum fyrir heimilislausa karla kallar það á aukið fjármagn til verkefnisins. Hafa verður í huga að um er að ræða viðkvæma þjónustu, af þeim sökum er mikilvægt að vanda til aðgerða þegar finna þarf húsnæði fyrir gistiskýli. Þar sem undirbúningur að flutningi Gistiskýlisins í varanlegt húsnæði sem hentar er í fullum gangi er óráðlegt að hefja leit að bráðabirgðahúsnæði að svo komnu máli. Velferðarsviði er falið að skoða til hlítar hvort hægt sé að fjölga plássum í eða við núverandi húsnæði og þá hvað það muni kosta.

Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.13.55

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu að umsögn:
Á árinu 2012 var vísað frá Gistiskýlinu í 24 skipti vegna plássleysis en það er aukning frá árinu 2011. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið vísað frá skýlinu vegna plássleysis í 309 skipti. Þar sem um er að ræða neyðarskýli og gestirnir hafa ekki í önnur hús að venda er þetta óásættanlegt, ekki síst nú þegar hausta tekur og kólnar í veðri. Velferðarráð tekur undir þá kröfu mannréttindaráðs að vandinn verði leystur sem allra fyrst. Þar sem ekki er búist við því að nýtt neyðarskýli fyrir karla verði tilbúið fyrr en um áramót eða seinnipartinn í vetur, verður ekki hjá því komist að bjóða þeim einstaklingum sem vegna plássleysis fá ekki inni í Gistiskýlinu, gistingu annars staðar í borginni. Velferðarráð óskar eftir heimild borgarráðs til þess að finna bráðabirgðahúsnæði undir úrræðið.

Tillagan var felld með einu atkvæði gegn fimm.

Áslaug María Friðriksdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er furðulegt að velferðarráð skuli ætla að dunda sér við það að greina „betur orsakir og aðstæður þeirra karla sem valdið hafa þessari auknu ásókn í Gistiskýlið“. Það leikur sér enginn að því að þurfa fleti á við það sem borgin býður upp á í neyðarskýlinu. Staðreyndirnar blasa við og fyrir liggur að á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hefur verið vísað frá skýlinu vegna plássleysis í 309 skipti. Að meirihluti velferðarráðs skuli, nú þegar haustar og kólnar í veðri, senda þau skilaboð til borgarráðs að ekki skuli brugðist við, nema hugsanlega ef hægt er „að fjölga plássum í eða við núverandi húsnæði“ er með ólíkindum. Borgarráð er því kvatt til að fara að tillögu velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna og útvega bráðabirgðaaðstöðu fyrir þá utangarðsmenn sem ekki fá inni í Gistiskýlinu.

7. Lögð fram tillaga fjármálastjóra Velferðarsviðs vegna fjármögnunar á niðurgreiðslu strætisvagnagjalda fyrir aldraða og öryrkja, greinargerð fylgir.
Samþykkt með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

8. Fjárhagsáætlun ársins 2014. Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Sviðsstjóri og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kynntu stöðu á vinnu við gerð áætlunar.
Skrifstofustjóri velferðarmála lagði fram gögn um fjárhagsaðstoð og virkni og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar lagði fram gögn um verkferla við vinnslu fjárhagsáætlunar og kynnti ítarlegri fjárhagsgögn.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl.14.05

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að gerð verði úttekt á því hvort innleiðing ávísunarkerfis sé fýsilegur kostur. Að hluta til nýtir Reykjavík sér slíkt fyrirkomulag með svokölluðum beingreiðslusamningum. Hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra hafa bent á að betur þurfi að koma til móts við kröfur um meira val, meiri sveigjanleika og þjónustu sem getur betur mætt þörfum þeirra sem á þurfa að halda. Mikilvægt er því að skoða og meta hvort innleiðing skilar hagræðingu. Skoða ætti afmörkuð verkefni eins og t.d. þrif í heimahúsum og aðra stuðningsþjónustu. Við matið ætti að horfa til tímagjalds þess sem tilraunaverkefnið um NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð) byggir á auk þess þarf að meta þann kostnað sem sparast myndi vegna húsnæðis, starfsmannahalds og annarrar stjórnsýslu.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

9. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 20. júní s.l. um Gistiskýlið.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna þakkar svörin en þar er staðfest að langflestir þeirra sem vísað er frá Gistiskýlinu eru Reykvíkingar.

10. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 27. júní s.l. um stuðningsheimili fyrir karlmenn sem hætt hafa neyslu áfengis og vímuefna.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Svör Velferðarsviðs eru vægast sagt af skornum skammti og að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna hrekja þau ekki þá staðreynd að það sem nú er kallað stuðningsbýli er áfangaheimili í líkingu við önnur í Reykjavík sem þó njóta mun minni styrkja. Hér er því, að mati velferðarráðsfulltrúa Vinstri grænna, verið að umbuna Samhjálp, sérstaklega.

11. Lagt fram að nýju svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá sameiginlegum fundi velferðarráðs og barnaverndarnefndar 17. mars s.l.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna leggur til að Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd verði fengin til að kanna viðhorf samstarfsaðila Barnaverndar Reykjavíkur til stofnunarinnar og reynslu af samstarfinu. Með samstarfsaðilum er meðal annars átt við Barnaverndarstofu, meðferðaraðila, þá sem sinna þessum málum í þjónustumiðstöðvum, stuðningsforeldra, fósturforeldra og persónulega ráðgjafa. Enn fremur verði Rannsóknar