Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 22. ágúst var haldinn 218. fundur s og hófst hann kl. 12.40 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Diljá Ámundadóttir, Sverrir Bollason, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Sólveig Reynisdóttir og Ásta Margrét Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017 sbr. samþykkt velferðarráðs frá 17. mars 2011.
Stefanía Sörheller verkefnisstjóri á Velferðarsviði gerir grein fyrir málinu.
Afgreiðslu frestað.
Velferðarráð vísar tillögunni til umsagnar hjá fagráðum borgarinnar og óskar jafnframt eftir því að fagsvið borgarinnar taki strax mið af þessum drögum af forvarnarstefnu við gerð starfs- og fjárhagsáætlana 2014.
2. Lögð fram umsögn Velferðarsviðs sbr. samþykkt velferðarráðs frá 27. júní sl. varðandi beiðni frá Hrafnistu dags. 7. júní 2013 um samstarf Velferðarsviðs og Hrafnistu-heimilisins í Reykjavík.
Stella Kristín Víðisdóttir sviðsstjóri gerir grein fyrir málinu.
Umsögnin er samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum sem felur í sér að Velferðarsvið hefji viðræður við Hrafnistu um þjónustuna.
Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá.
3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá sameiginlegum fundi velferðar-ráðs og barnaverndarnefndar 17. mars 2013.
Frestað.
4. Betri Reykjavík, Lækka húsaleigu félagsbústaða.
Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík 1. júlí 2013.
Björk Vilhelmsdóttir gerir grein fyrir málinu.
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl: 13:30.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi bókun með 5 samhljóða atkvæðum:
Velferðarráð þakkar ábendingu um lækkun húsaleigu Félagsbústaða. Húsnæði Félagsbústaða þarf að standa undir sér og er leiga ákveðin þannig að Félagsbústaðir hvorki tapi né græði. Velferðarráð getur því ekki orðið við beiðni um lækkun húsaleigu. Rétt er að benda á að þeir sem búa í íbúðum Félagsbústaða eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum sem eru, þegar fólk fær ekki skerðingu skv. tekjum, um 43 þús. kr. á mánuði fyrir einstaklinga og 74 þús. kr. fyrir fólk með börn. Þessi stuðningur skiptir sköpum fyrir tekjulága leigjendur, þó gerir velferðarráð sér grein fyrir því að það er afar erfitt fyrir fátækt fólk að greiða húsaleigu í dag sem hækkar stöðugt. Rétt er að fram komi að leigjendur félagslegs húsnæði geta fengið leyfi til að leigja frá sér herbergi eða hluta íbúðar. Í tilfellum sem beðið er eftir milliflutningi í minni íbúð getur slíkt verið heppilegt enda minnkar þá greiðslubyrði á meðan beðið er.
Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
Velferðarráðsfulltrúi VG telur að í stað þess að lækka húsleigu eigi Reykjavíkurborg að hækka sérstakar húsaleigubætur sem staðið hafa í stað síðan árið 2008 á meðan húsaleiga Félagsbústaða hefur hækkað meira en 40#PR.
5. Kynnt bókhaldsstaða Velferðarsviðs janúar til maí 2013.
6. Kynnt samkomulag Velferðarsviðs, Skóla- og frístundasviðs og Mannréttindaskrifstofu um stofnun samstarfsteymis um málefni innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda í Reykjavík.
Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri gerir grein fyrir málinu.
7. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 27. júní 2013 um úthlutun fjárhagsramma. Enn fremur kynnt nánari greining fjármálastjóra Velferðarsviðs á rammanum.
Stella Kristín Víðisdóttir sviðsstjóri og Hörður Hilmarsson fjármálastjóri gera grein fyrir málinu.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Hér er enn á ferðinni hefðbundinn fjárhagsrammi þar sem forgangsröðun á milli málaflokka skortir. Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar þá skoðun að nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum upp á nýtt og þar eigi velferðar- og mannréttindamál í sínum víðasta skilningi að hafa forgang. Það er ljóst að áherslur fulltrúa Vinstri grænna hvað varðar mál eins og fjárhags-aðstoð, félagslegt húsnæði, húsaleigubætur, notendastýrða persónulega aðstoð og utangarðsfólk, fá lítið pláss í þeim römmum sem sviðinu hefur verið skammtað. Það er því nauðsynlegt að gera öllum kjörnum fulltrúum borgarinnar grein fyrir því að núverandi rammi sviðsins er það þröngur að ekki verður hjá því komst að skera niður nauðsynlega velferðarþjónustu og stokka þarf upp á nýtt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur tillaga að fjárhagsramma fyrir árið 2014 og ljóst að talsverða fjármuni vantar í rammann. Velferðarvandamálin blasa við í Reykjavík, gríðarlegur fjöldi fólks er á fjárhagsaðstoð, fjöldi fólks á biðlistum eftir úrræðum hvort sem er húsnæði, stuðningsþjónustu eða þjónustu við fatlaða. Í næstu framtíð mun þörfin vaxa enn frekar. Öldruðum fjölgar gríðarlega og ljóst er að þjónusta við fatlaða hefur verið fjársvelt um árabil, þjónustuþörf er mikil og nauðsynlegt er að mæta fólki í neyð sem allra fyrst. Vandi ungs fólks er mikill og til að snúa vörn í sókn þarf mun meira fjármagn eða breytta nálgun með mun meiri áherslu á forvarnir. Álag undan-farinna ára hefur leitt í ljós að viðbrögð við þörf eru svifasein og sveigjanleiki ekki nægilega mikill. Mjög brýnt er því að fara að skoða hvaða ávinning hægt er að finna með nýrri nálgun, s.s. breyttu rekstrarformi sem færir þjónustu nær þeim sem hana þurfa, leyfir starfsmönnum að taka á málum á sveigjanlegri hátt og að koma í veg fyrir að stjórnsýslan taki of mikið til sín. Í umræðu um fjárhagsáætlun hefur ekkert borið á slíkum tillögum og því miður virðist ekki pólitískur vilji til að skoða þessi mál alvarlega. Það er skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að til þess að tryggja velferð Reykvíkinga sé það hins vegar nauðsynlegt.
8. Lögð fram tillaga fjármálastjóra Velferðarsviðs vegna ferðaþjónustu fatlaðra árið 2013.
Hörður Hilmarsson fjármálastjóri gerir grein fyrir málinu.
Afgreiðslu frestað og óskað umsagnar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
9. Lögð fram beiðni frá skrifstofu borgarstjórnar um umsögn velferðarráðs vegna gang-stéttar við Sléttuveg ásamt tillögu að umsögn.
Samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum eftirfarandi umsögn:
Velferðarráð tekur undir að skortur á gangstéttum við Sléttuveg skapar hættu fyrir þá sem ekki eru á bíl í hverfinu. Velferðarráð bendir jafnframt á mikilvægi góðra ferlimöguleika og bætts aðgengis við Sléttuveg fyrir gangandi fólk og fólk sem notar hjólastól en í hverfinu hefur verið byggt sérhannað húsnæði bæði fyrir aldrað og fatlað fólk og gert er ráð fyrir aukinni þjónustu þar í framtíðinni af hálfu Hrafnistu. Er því hvatt til gangstéttarvinna af hálfu borginnar við Sléttuveg verði skoðuð vandlega í samstarfi við lóðahafa á svæðinu, auk þess sem velferðarráð hvetur til að komi til hönnunarferlis verði íbúar á svæðinu sem nota hjólastól eða göngugrindur fengnir til þátttöku til að rýna möguleika fyrir fólk í hjólastól eða með göngugrindur til að nota gangstéttirnar.
10. Lagðar fram til kynningar lykiltölur Velferðarsviðs fyrir janúar – apríl 2013.
11. Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgar-stjórnar.
12. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs við Samhjálp vegna rekstrar á Miklubraut 18
13. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs við Rauða Kross Íslands vegna reksturs Konukots.
14. Lögð fram að nýju beiðni frá skrifstofu borgarstjórnar dags.11. júní 2013 um umsögn velferðarráðs um erindi frá Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 5. júní 2013 varðandi forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur lagt fram að nýju minnisblað fjármálastjóra Velferðarsviðs dags. 13. júní 2013 um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Jafnframt lagðar fram umsagnir hagsmunaaðila ásamt minnisblaði með greiningu velferðarsviðs á hvaða breytingar yrðu á núverandi reglum ef tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yrðu að veruleika sbr. bókun velferðarráðs frá 20. júní 2013. Lagðar fram fundargerðir funda með hagsmunaaðilum. Enn fremur lögð fram tillaga að umsögn velferðarráðs um erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hörður Hilmarsson fjármálastjóri gerir grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn með 5 samhljóða atkvæðum:
Með þeim breytingum sem gerðar verða á reglum um Ferðaþjónustu fatlaðra ef tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlegar reglur ná fram að ganga, er verið að auka sveigjanleika í þjónustunni hvað varðar pöntun ferða, þjónustutíma og fyrir þá sem þurfa í undantekningum á þjónustunni að halda. Viðmið um ferðafjölda taka mið af þörfum hvers og eins þó hámark verði væntanlega áfram það sama eða 60 ferðir, nema hjá þeim sem þurfa þjónustuna daglega vegna vinnu og eða skóla. Þá er öryggi farþega aukið með menntun ökumanna, strangari skilyrðum fyrir ráðningu og skýru verklagi ef eitthvað bregður út af. Samkvæmt drögum að sameiginlegum reglum er gert ráð fyrir að gjald fyrir ferða-þjónustu fatlaðra taki mið af almenningssamgöngum og sé ákvarðað í gjaldskrá hvers sveitarfélags. Það er túlkun velferðarráðs, að Reykjavík geti haft sína eigin gjaldskrá taki hún mið af gjaldskrá Strætó bs. Gerður er fyrirvari ef setja á sameiginlega gjaldskrá enda er hlutur notenda misjafn í dag eftir sveitarfélögum. Þá þarf að öllum líkindum að hafa mismunandi verð á föstum ferðum og þeim sem eru pantaðar fyrirvaralaust eða lítið. Reglur um Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík þarf að afgreiða síðan sérstaklega í velferðarráði og borgarráði síðar í þessu ferli. Þakkað er fyrir athugasemdir hagsmunaðila og ábendingar þeirra. Unnið verður áfram með þær umsagnir við gerð útboðsgagna. Varðandi útboð þá telja velferðarráðsfulltrúar að útboð í þjónustunni sé nauðsynlegt til að skapa þann sveigjanleika sem leitað er eftir og eins til að ná fram hagræðingu þrátt fyrir aukið þjónustustig. Bent er á að Ferðaþjónusta blindra sem rekin er af Blindrafélaginu sem síðan hefur samið við leigubílastöð er 45#PR ódýrari á hverja ferð en Ferðaþjónusta fatlaðra.
Fulltrúi Vinstri grænna situr hjá og gerir eftirfarandi bókun:
Velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna ítrekar andstöðu sína við sérstaka ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru í raun nauðsynleg grunn-þjónusta sem á að þróa þannig að hún nýtist öllum. Fatlaðir sem ófatlaðir eiga að geta notið hennar jafnt og í því tilfelli er bent á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk. Tekið er undir athugasemdir hagsmunasamtaka, óskað eftir því að þær verði sendar til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og vonast til þess að við þeim verði brugðist áður en endalegar reglur verða samþykktar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Almenningssamgöngur eiga að vera aðgengilegar fötluðum. Ferðaþjónusta fatlaðra er fyrir þá fötluðu íbúa borgarinnar sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur.
Fulltrúi Vinstri grænna leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er óumdeilt að meirihluti velferðarráðs vill taka ferðaþjónustu fatlaðra úr höndum Strætó bs og bjóða hana út. Þar með verður ferðaþjónustan ekki hluti af þjónustu þess almannafyrirtækis sem rekur almenningssamgöngur fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Sjálfsbjörg hefur tjáð sig um þetta mál og sagt að að ferðaþjónusta fatlaðra eigi að vera hluti af almenningssamgöngum í Reykjavík og þær eigi að vera þannig tækjum búnar, í stórum eða litlum farartækjum að þær verði aðgengilegar öllum. Þetta hefur hingað til verið hlutverk Stætó bs en nú er hætt við að fyrirtækið slái slöku við í aðgengismálum sem til lengri tíma mun skaða hagsmuni fatlaðra og aðstandenda þeirra.
Fundi slitið kl. 16.00
Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Heiða Kristín Helgadóttir (sign) Diljá Ámundadóttir (sign)
Áslaug María Friðriksdóttir (sign) Sverrir Bollason (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)