Velferðarráð - Fundur nr. 216

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 20. júní var haldinn 216. fundur s og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Hulda Dóra Styrmisdóttir, Birna Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs vegna niðurfellingar lagaákvæðis um fjögurra ára atvinnuleysisbótarétt og áhrif þess á þróun fjárhagsaðstoðar til framfærslu.
Staðgengill sviðsstjóra og staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerðu grein fyrir málinu.

2. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis Velferðarsviðs frá júní 2013.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.55.
Sverrir Bollason vék af fundi kl. 12.58.
Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12.58.

3. Lagt fram minnisblað vegna bókunar velferðarráðs frá 1. nóvember 2012 um að áfram verði unnið markvisst að því að fækka notendum með fjárhagsaðstoð og auka þannig lífsgæði þeirra.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

4. Lögð fram beiðni frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. júní 2013 um umsögn velferðarráðs um erindi frá SSH dags. 5. júní 2013 varðandi forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra Velferðarsviðs dags. 13.júní s.l. um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Staðgengill sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.

Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl. 14.15
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 14.15.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Í minnisblaði fjármálastjóra Velferðarsviðs um stöðu útboðsmála í ferðaþjónustu fatlaðs fólks þar sem fram koma tillögur starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að drög að reglum hafi verið unnar í samráði við hagsmunasamtök. Í gögnum er ekkert sem getur staðfest umrætt samráð. Því er óskað eftir formlegri umsögn hagsmunaaðila. Jafnframt er óskað eftir greiningu Velferðarsviðs á því hvaða breytingar yrðu miðað við núverandi reglur ef tillögur starfshóps SSH yrðu að veruleika.
Afgreiðslu málsins er frestað.

5. Lögð fram tillaga um að ferðaþjónusta blindra verði undanþegin forvali vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Heiða Kristín Helgadóttir vék af fundi kl.14.40
Diljá Ámundadóttir tók sæti á fundinum kl. 14.40.

Afgreiðslu málsins er frestað og óskað er eftir umsögn Blindrafélagsins.

6. Lögð fram til kynningar samþykkt borgarráðs dags. 6. júní 2013 um að stýrihópur yfirfærslu málefna fatlaðs fólks ljúki störfum og við taki reglulegt samráð með skipulögðum hætti á öllum stigum þjónustunnar. Enn fremur lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 3. júní 2013, ásamt tillögu stýrihóps, samantekt á vinnu stýrihópsins og tillögur að samráði við notendur, hagsmunasamtök og aðra hlutaðeigandi aðila í málefnum fatlaðs fólks.

7. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innkaup Velferðarsviðs sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

8. Lögð fram fundaáætlun velferðarráðs frá ágúst til desember 2013.

9. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands um aðkomu Velferðarsviðs að rekstri Fjölskyldumiðstöðvar; ráðgjafar- og meðferðarstöðvar árið 2013.

10. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Velferðarsviðs og Geðsviðs Landspítala- Háskólasjúkrahúss um tilraunaverkefni um rekstur vettvangsgeðteymis. Enn fremur lögð fram til kynningar stöðumatsskýrsla vettvangsgeðteymis fyrir tímabilið október 2010 til október 2012.

11. Lagðir fram til kynningar samningar Velferðarsviðs og Landspítala - háskólasjúkrahús vegna eftirfarandi námskeiða fyrir börn og foreldra; „Mér líður eins og ég hugsa“; „Klókir krakkar“ og „Fjörkálfar“.

12. Betri Reykjavík. Bætt aðstaða á skammtímavistunum fyrir fatlaða. Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 30. apríl 2013 um bætta aðstöðu á skammtímavistunum fyrir fatlaða. Enn fremur lögð fram drög að bókun.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun.
Tillöguflytjandi leggur til að stuðningsfjölskyldur séu í boði fyrir þá sem eru 18 ára og eldri ungmenni og fá ekki nein úrræði. Forsenda tillögunnar er sú hugmynd tillögutillöguflytjanda að verið sé að spara í útgjöldum til fatlaðra ungmenna borgarinnar. Velferðarráð þakkar fyrir þessa ábendingu um skammtímavistun fyrir fatlað fólk og vill um leið upplýsa að ekki er verið að spara í þessum málaflokki, þvert á móti, hafa útgjöld aukist umtalsvert. Áhersla Reykjavíkurborgar er að þjónusta við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra sé heildstæð og sniðin að persónulegum þörfum, eins og kostur er. Með því móti er reynt að tryggja að sem best sé komið til móts við mismunandi þarfir fatlaðs fólks hverju sinni. Skv. lögum um málefni fatlaðs fólks er skammtímavistun og stuðningsfjölskyldur ætlaðar fjölskyldum fatlaðra barna. Þjónustunni er ætlað að létta af álagi á fjölskyldum fatlaðra og stuðla með þeim hætti að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Velferðarsvið leitast við að mæta þörfum ungmenna og annarra eldri eins og hver og einn þarfnast og vill.

13. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 13.maí s.l.
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um það hvað margir Reykvíkingar eru í hópi þeirra sem vísað hefur verið frá Gistiskýlinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins?

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna þakkar svörin en óskar eftir upplýsingum um það, í hvað mörgum tilfellum Reykvíkingum hefur verið vísað frá á umræddu tímabili?

14. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs 6. júní s.l.
Velferðarsvið hefur gert beingreiðslusamninga við fatlaða einstaklinga um árabil. Beingreiðslusamningarnir eru gerðir í sérstökum tilfellum þar sem þjónustan sem boðið er upp á hentar ekki viðkomandi eða þegar biðlistar eru eftir þjónustu. Ljóst er að vel hefur gefist að gera samninga við fólk sem þarf á þjónustu að halda þannig að í stað þess að það sæki þjónustu til borgarinnar í fyrirfram ákveðin þjónustuform þá fái viðkomandi fjármagn til þess að velja sér sjálfur þjónustu og hafi því algjört sjálfsákvörðunarvald um hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um umfang þessara samninga, til hvaða þjónustu þeir ná, hverrar ekki og hvernig fjármagn er reiknað út og hvaða upphæðir um ræðir.

15. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 6. júní s.l.
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um það hvort viðkomandi einstaklingar fengju uppsögn hjá Félagsbústöðum ef borgin væri með sömu tekjumörk og velferðarráðherra ákvað í janúar og önnur sveitarfélög nota.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Af svörum Velferðarsviðs má ráða að óskað verður eftir uppsögn á leigusamningi tveggja leigutaka sem ekki eru yfir tekjumörkum sem velferðarráðherra ákvað í janúar. Því er lagt til að hætt verði við umræddar uppsagnir.

Afgreiðslu málsins er frestað.

16. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 6. júní s.l.
Fulltrúi Vinstri grænna þakkar svörin en óskar eftir viðbótarupplýsingum um það hve margar konur sóttu Konukot dag fyrir dag á síðasta ári og það sem af er þessu ári.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt svörum Velferðarsviðs hefur Konukot verið yfirfullt í fjörutíu og þrjú skipti á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þannig hefur úrræði sem hýsa á átta konur, hýst allt að sextán á þessum tíma. Því er lagt til að fundið verði hentugra húsnæði.
Afgreiðslu málsins er frestað.

17. Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð óskar eftir því að Strætó bs. bæti við þeim eiginleika í smáforrit fyrir akstursleiðir að sýnilegt sé hvaða stætisvagnar séu aðgengilegir fyrir fatlaða til að gera fötluðum unnt að skipuleggja ferðir sínar.

18. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Velferðarráð samþykkir að teknar verði saman ítarlegri tölur um málefni fatlaðra í samantekt lykiltalna sem lagðar eru fyrir ráðið reglulega. Fram komi fjöldi fatlaðra í þjónustu hjá sviðinu, fjöldi á sambýlum með næturvakt, sambýlum með minni þjónustu og öðrum sérstökum heimilum, fjöldi með þjónustu skv. reglugerð um þjónustu á heimilum fatlaðs fólk, fjöldi á biðlistum eftir húsnæði og hvers kyns húsnæði og biðlistum eftir þjónustu inn á heimili.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað.

Fundi slitið kl. 15:50

Björk Vilhelmsdóttir (sign)
Sverrir Bollason (sign) Karl Sigurðsson (sign)
Jórunn Frímannsdóttir (sign) Áslaug Friðriksdóttir (sign)
Þorleifur Gunnlaugsson (sign)