Velferðarráð - Fundur nr. 215

Velferðarráð

VELFERÐARRÁÐ

Ár 2013, fimmtudaginn 6. júní var haldinn 215. fundur s og hófst hann kl. 9.15 að Borgartúni 12-14.
Mætt: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Lárus Rögnvaldur Haraldsson, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna; Stella K. Víðisdóttir, Hörður Hilmarsson, Birna Sigurðardóttir, Sólveig Reynisdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað um stöðumat á tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Enn fremur lagður fram til kynningar samstarfssamningur Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og NPA miðstöðvarinnar svf. um framkvæmd á notendastýrðri aðstoð innan þjónustusvæðis. Jafnframt var lagt fram til kynningar erindi Öryrkjabandalags Íslands, dags. 22. maí 2013 og svar Velferðarsviðs við erindinu, dags. 4. júní 2013.

Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.

Gestir fundarins sem sátu undir 1. lið: Guðmundur Magnússon fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands, Jón Þorsteinn Sigurðsson fyrir hönd Þroskahjálpar og Hrefna Óskarsdóttir og Guðmundur Steingrímsson fyrir hönd verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð.

Þórhildur Egilsdóttir, verkefnisstjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9.22.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundinum kl. 9.50.
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9.50.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Velferðarsvið hefur gert beingreiðslusamninga við fatlaða einstaklinga um árabil. Beingreiðslusamningarnir eru gerðir í sérstökum tilfellum þar sem þjónustan sem boðið er upp á hentar ekki viðkomandi eða þegar biðlistar eru eftir þjónustu. Ljóst er að vel hefur gefist að gera samninga við fólk sem þarf á þjónustu að halda þannig að í stað þess að það sæki þjónustu til borgarinnar í fyrirfram ákveðin þjónustuform þá fái viðkomandi fjármagn til þess að velja sér sjálfur þjónustu og hafi því algjört sjálfsákvörðunarvald um hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um umfang þessara samninga, til hvaða þjónustu þeir ná, hverrar ekki og hvernig fjármagn er reiknað út og hvaða upphæðir um ræðir.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands þar sem spurt er um útfærslu á tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það vekur furðu að ÖBÍ skuli ekki hafa fengið svörin send þrátt fyrir það að ráðið hafi fengið þau í gær. Þetta hefði auðveldað samræður á yfirstandandi fundi, þar sem fulltrúar ÖBÍ voru boðaðir með með fulltrúum annarra hagsmunaaðila
Í svörunum Velferðarsviðs kemur meðal annars fram að samráð við hagsmunaaðila og þar á meðal við ÖBÍ, hafi átt sér stað og niðurstaða þess samráðs hafi verið sú að „sátt var um að útfæra tilraunaverkefnið með þessum hætti“. Fulltrúar ÖBÍ gerðu athugasemdir við þetta orðalag á fundinum en munu væntanlega svara Velferðarsviði opinberlega. Fulltrúi Vinstri grænna tekur undir það sjónarmið að notendastýrð persónuleg aðstoð til handa þeim sem á þurfa að halda, flokkast undir grundvallar mannréttindi og nauðsynleg leið út úr foreldra, ættingja og vinareknu velferðakerfi.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 16. maí sl., varðandi stjórnsýsluúttekt Reykjavíkurborgar.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti að fela Velferðarsviði að rýna úttektina og greina þá þætti sem tengjast málaflokknum. Niðurstaðan verði lögð fyrir velferðarráð í haust.

3. Lögð fram eftirfarandi tillaga Velferðarsviðs um rekstraraðila stuðningsheimilis fyrir karlmenn sem hætt hafa neyslu áfengis og vímuefna.
Lagt er til að samið verði við Samhjálp um rekstur stuðningsheimilis til 3ja ára.
Greinargerð fylgir.

Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu málsins er frestað.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hér er verið að leggja til að samið verði við Samhjálp til þriggja ára um rekstur áfangaheimilis/stuðningsbýlis að Miklubraut 18. Af því tilefni óskar velferðarráðsfulltrúi Vinstri grænna eftir skriflegum svörum við eftirfarandi spurningum.
1. Er úrræðið að einhverju leyti frábrugðið öðrum áfangahúsum fyrir alkóhólista í bata, sem starfrækt eru á höfuðborgarsvæðinu af þriðja aðila?
2. Flest áfangahús borgarinnar eru rekin af þriðja aðila og styrkt af borginni samkvæmt þar til gerðum reglum og þangað fara mun minni fjármunir vegna hvers íbúa en áætlað er í umrætt úrræði. Er ástæða fyrir borgina að gera þjónustusamning við þriðja aðila um þetta eina áfangahús?
3. Hvað myndi það kosta Velferðarsvið að reka úrræðið?
4. Í sambyggðu húsi rekur Velferðarsvið úrræði fyrir tvígreinda alkóhólista í neyslu. Ef borgin ræki áfangaheimili að Miklubraut 20, gæti þá verið um að ræða samlegðaráhrif til sparnaðar?
5. Í greinargerð með tillögu Velferðarsviðs segir „Meðfylgjandi er yfirlit yfir kostnaðarmat einstakra aðila sem áhuga höfðu á rekstri Gistiskýlisins. Er um að ræða endurskoðað kostnaðarmat sem aðilar áttu kost á að senda inn eftir fyrsta viðtal“. Þrjú af fjórum tilboðum voru nákvæmlega jafn há. Má ætla að um hafi verið að ræða óeðlilegt samráð?
6. Velferðarsvið semur um þjónustu sem nemur hundruðum milljóna kr. á ári. Eftir hvaða reglum er farið í aðdraganda samninga, hvernig er viðsemjandi valinn og hvernig er gagnsæis gætt?
7. Er ekki óeðlilegt að verið sé að semja um úrræði sem þetta, fimm mánuðum eftir að samningur við núverandi rekstaraðila rann út?
Jafnframt þessu er óskað eftir þeim úttektum sem gerðar hafa verið á úrræðinu að Miklubraut 18. Svör við þessum spurningum óskast send, að lágmarki sólarhring fyrir næsta fund ráðsins.

4. Lögð fram stöðuskýrsla Borgarvarða, desember 2012 – febrúar 2013.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

5. Kynntar niðurstöður tekjueftirlits vegna félagslegs leiguhúsnæðis.
Staðgengill skrifstofustjóra velferðarmála gerði grein fyrir málinu.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir upplýsingum um það hvort viðkomandi einstaklingar fengju uppsögn hjá Félagsbústöðum ef borgin væri með sömu tekjumörk og velferðarráðherra ákvað í janúar og önnur sveitarfélög nota.

6. Kynnt bókhaldsstaða janúar – mars 2013.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.

7. Lagðar fram lykiltölur janúar – mars 2013.

8. Lagður fram til kynningar samningur Velferðarsviðs og Seltjarnarnesbæjar um tiltekna þjónustuþætti við fatlað fólk.

9. Lagðir fram til kynningar samningar Velferðarsviðs og Hjálpræðishersins sbr. samþykktir velferðarráðs frá 17. janúar 2013 og 2. maí 2013.

10. Betri Reykjavík; Afsláttur á strætókorti fyrir aldraða og öryrkja. Lögð fram að nýju efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 31. mars 2013 um afslátt á strætókorti fyrir aldraða og öryrkja ásamt drögum að bókun velferðarráðs.

Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Í dag stendur öryrkjum og öldruðum, 70 ára og eldri, til boða að kaupa 20 miða kort í strætó með 67#PR afslætti á ferð miðað við almennt fargjald. Afslátturinn er óháður fjölda ferða. Enginn gildistími er á miðunum og hægt að nýta þá yfir langt tímabil, jafnvel nokkur ár.
Þessum hópi, sem öðrum, stendur einnig til boða að kaupa mánaðarkort sem gilda í 1 til 9 mánuði og fer afsláttur á ferð eftir notkun. Hann getur til dæmis orðið allt að 62#PR miðað við að farnar séu tvær ferðir á dag, 21 dag í mánuði. Séu farnar fleiri ferðir getur afslátturinn orðið hærri. Hins vegar ef farnar eru færri en 16 ferðir á mánuði verður ferðin dýrari en ef greitt er stakt, almennt fargjald (miðað við 9 mánaða kort).
Ákvörðun um að bjóða upp á sérstök mánaðarkort fyrir aldraða og öryrkja og hvernig skal útfæra þau varðandi gildistíma og niðurgreiðslu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður Strætó bs. að taka í samráði við sveitarfélögin á svæðinu.
Hugmyndinni verði vísað til stjórnar Strætó bs.

11. Lagt fram svar við eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna frá fundi velferðarráðs 27. maí s.l.
Fram hefur komið að verið er að úthýsa körlum úr neyðarskýli borgarinnar vegna plássleysis. Óskað er eftir upplýsingum hvort það sama eigi við um konur sem sækja Konukot og hvernig staðan hefur verið hvað þetta varðar á þessu ári og því síðasta.

Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Fulltrúi Vinstri grænna þakkar svörin en óskar eftir viðbótarupplýsingum um það hve margar konur sóttu Konukot dag fyrir dag á síðasta ári og það sem af er þessu.

Fundi slitið kl. 12.30

Björk Vilhelmsdóttir (sign)

Heiða Kristín Helgadóttir (sign) Lárus Rögnvaldur Haraldsson (sign)
Karl Sigurðsson (sign) María Friðriksdóttir (sign)
Marta Guðjónsdóttir (sign) Þorleifur Gunnlaugsson (sign)