Velferðarráð
VELFERÐARRÁÐ
Ár 2013, fimmtudaginn 28. febrúar var haldinn 206. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 10.10 í Kornhlöðunni að Bankastræti 2.
Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Af hálfu starfsmanna: Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Sigþrúður Arnardóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs að breytingum á 7.gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur, greinargerð fylgir.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt samhljóða.
2. Lögð fram tillaga Velferðarsviðs vegna breytinga á tekju- og eignamörkum félagslegra leiguíbúða og sérstakra húsaleigubóta hjá Reykjavíkurborg og breytingar á tekjuviðmiðum á matsblaði. Enn fremur lagt fram bréf velferðarráðuneytisins dags.12.febrúar 2013 um breytingu á reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur nr. 873/2001.
Forstöðumaður lögfræðiskrifstofu og skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerðu grein fyrir málinu.
Málinu er frestað til næsta fundar.
3. Lagt fram minnisblað vegna niðurfellingar lagaákvæðis um 4ra ára atvinnuleysisbótarétt og áhrif þess á þróun fjárhagsaðstoðar til framfærslu.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
4. Lagt fram minnisblað aðgerðateymis um barnavernd, mars 2013.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
5. Lögð fram áfangaskýrsla um Borgarverði.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
Stella K. Viðisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10.55.
6. Lagðar fram lykiltölur janúar til desember 2012.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
7. Kynnt bókhaldsstaða janúar til nóvember 2012.
8. Lagt fram yfirlit yfir innkaup Velferðarsviðs sbr. 3. mgr. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
9. Betri Reykjavík. Að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.
Lögð fram að nýju efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 um að taka tillit til sameiginlegs forræðis einstæðra foreldra.
Málinu er frestað til næsta fundar.
10. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 30. janúar 2013 um undirbúning vinnu við fjárhagsáætlun og fjárfestingaáætlun til næstu fimm ára.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
11. Notendastýrð persónuleg aðstoð. Lögð fram til kynningar tillaga borgarstjóra til borgarráðs um viðbótarfjármagn til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar ásamt minnisblaði Velferðarsviðs.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Lögð fram að nýju drög að reglum um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) ásamt minnisblaði og kostnaðarmati Velferðarsviðs.
Þórhildur Egilsdóttir, verkefnastjóri á Velferðarsviði, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu ásamt forstöðumanni lögfræðiskrifstofu.
Samþykkt samhljóða að vísa framlagðri tillögu ásamt greinargerð og drögum að reglum til umsagnar NPA-miðstöðvarinnar, Öryrkjabandalags Íslands og Þroskahjálpar.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna leggur til að Starfsgreinasambandið veiti einnig umsögn um málið
Viðaukatillagan var felld með fjórum gegn þremur.
Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna telur að umrædd tillaga komi þjónustuþegum, skattgreiðendum og starfsfólki við. Til að taka upplýsta ákvörðun þarf að nálgast sjónarmið þessara hópa. Andstaða meirihluta velferðarráðs við því að leita umsagnar Starfsgreinasambandsins sem gætir hagsmuna starfsmanna veldur því furðu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er ekki velferðarráðs Reykjavíkurborgar að fjalla um starfsmannaþátt þessa tilraunarverkefnis. Verkefnastjórn sem vinnur á ábyrgð velferðarráðuneytisins fjallar um allt er varðar starfsmannamál og kjör þeirra. Því er þessi viðaukatillaga ekki samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Sjálfstæðismenn í velferðarráði telja að tilraunaverkefni um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) sé gríðarlega mikilvæg tilraun og hvetja borgarráð til að samþykkja fjármagn til verkefnisins. Aðstoðin felur í sér að sá sem hennar nýtur getur valið um hvernig þjónusta er veitt og hverjir veita hana. Þjónustan er mun sveigjanlegri en sú þjónusta sem Reykjavíkurborg hefur hingað til getað veitt. Ljóst er að slíkt getur haft í för með sér umbyltingu á lífskjörum fatlaðra.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins taka undir með bókun Sjálfstæðistæðisflokksins og vita að fjármagn hefur verið tryggt til verkefnisins og að það muni skipta sköpum fyrir fatlaða íbúa borgarinnar.
12. Lögð fram tillaga, samþykkt i borgarráði í dag, um búsetuúrræði í þjónustu við fatlaða íbúa borgarinnar ásamt minnisblaði Velferðarsviðs.
Sviðsstjóri Velferðarsviðs gerði grein fyrir málinu.
Fundi slitið kl. 12.17
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Karl Sigurðsson Áslaug María Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Þorleifur Gunnlaugsson